29.10.2010 | 21:36
Vitlaust spurt í Útsvari
Spurningaþátturinn Útsvar var jafn skemmtilegur og fróðlegur í sjónvarpinu í kvöld og oftast áður. Afskaplega vel heppnaður þáttur í flesta staði. Þáttur sem ómögulegt er að missa viljandi af. Mér var þó afskaplega illa brugðið þegar spurt var: "Höfuðborg hvaða fylkis í Bandaríkjunum heitir Helena?"
Gefið var rétt fyrir svarið: Montana.
Montana er ekki fylki í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Montana er ríki í Bandaríkjunum. Höfuðborg Montana-ríkis er Helena.
Ég er miður mín yfir þessu.
Meginflokkur: Sjónvarp | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Utanríkismál/alþjóðamál, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:38 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Passar hún?: Jóhann, heldur betur! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Já þessar jólagjafir eru stundum til vandræða......... johanneliasson 22.1.2025
- Passar hún?: Sigurður I B, góð saga! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Bjarki, svo sannarlega! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Þetta minnir mig á... Manninn sem keypt sér rándýrt ilmvatn (ef... sigurdurig 22.1.2025
- Passar hún?: Ömmurnar eru með þetta, takk fyrir mig Jens bjarkitryggva 22.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, þú ert með skemmtilegan flöt á dæminu! jensgud 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 460
- Sl. sólarhring: 472
- Sl. viku: 1615
- Frá upphafi: 4121434
Annað
- Innlit í dag: 382
- Innlit sl. viku: 1411
- Gestir í dag: 369
- IP-tölur í dag: 347
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
"Freudian slip" hjá þáttastjórnendum?
Ingibjörg Magnúsdóttir, 29.10.2010 kl. 21:48
Ríki, fylki, sýsla, sveit, hreppur ... hverjum er ekki nákvæmlega sama ... er ekki allt farið til andskotans hvort sem er?
Grefill, 29.10.2010 kl. 21:59
Þetta er hvimleiður andskoti að tala um fylki. - Bandaríkin er samband ríkja en ekki fylkja.
Hafsteinn (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 22:16
Ingibjörg, ég veit ekki hvernig vinnubrögðum er háttað hjá Útsvari. Að óreyndu ætla ég að fyrst semji einhver spurningarnar. Síðan séu þær prófarkalesnar. Þessu næst séu þær lesnar upp af spyrli. Spyrlar eru tveir. Til svara eru samtals 6 fulltrúar 2ja bæjarfélaga.
Einhversstaðar í þessu ferli hefði mátt ætla að viðvörunarbjöllur færu að hringja. En það er svo sem álag á öllu liðinu og í mörg horn að líta.
Jens Guð, 29.10.2010 kl. 22:23
Grefill, ekki viljum við fara að tala um Bandafylki Norður-Ameríku?
Jens Guð, 29.10.2010 kl. 22:24
Hafsteinn, rétt hjá þér.
Jens Guð, 29.10.2010 kl. 22:25
Farðu nú varlega í vitleysuna og lestu þau skoðanaskipti sem hér eiga sér stað: http://is.wikipedia.org/wiki/Spjall:Bandar%C3%ADsk_stj%C3%B3rnm%C3%A1l
Einar Þór (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 23:08
Einar...samkvaemt thví aetti ad haetta ad kalla Bandaríkin Bandaríkin og kalla thau Bandafylkin. Hvad um Bandalén Nordur Húsavíkur?
Annars finnst mér eiginlega rétt ad kalla Bandaríkin Bandaríkin...thví thessi ríki Bandaríkjanna eru ansi sjálfstaed og mun sjálfstaedari en íslensk fylki t.a.m.
Gjagg (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 23:26
Ég meina náttúrulega sýslur á Íslandi.
Gjagg (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 23:28
Já, ég sé það núna að þetta er grafalvarlegt mál og hræðilegt að hafa þetta dinglandi yfir höfðum okkar á þessum viðsjárverðu síðustu og verstu tímum vanhæfra stjórnmálamanna og ónýts efnahags.
Hvað segið þið um Hreppabandalag Amríku Nyrðri og málið dautt?
Grefill, 30.10.2010 kl. 00:23
Einar Þór, það er alrangt að kalla ríki Bandaríkjanna fylki. Þarna á Wikipedíu er um hártoganir, útúrsnúninga og rangfærslur að ræða. Það er kristaltært að ríki Bandaríkjanna eru ríki. Það er bara bull að kalla ríkin sýslur, fylki, lén, hreppa eða eitthvað annað.
Ríki Bandaríkjanna hafa mismunandi ríkislög um eitt og annað. Síðan eru til alríkislög sem ná yfir öll ríkin. Þetta er svipað og hjá Evrópusambandinu.
Jens Guð, 30.10.2010 kl. 00:41
Gjagg, mikið rétt. Bandaríkjamenn sjálfir kalla sambandsríkið United STATES of America.
Jens Guð, 30.10.2010 kl. 00:43
Grefill, þetta verður að vera á hreinu. Annars endar það með ósköpum.
Jens Guð, 30.10.2010 kl. 00:44
Jens, þetta er laukrétt, til háborinnar skammar hjá Rúv að láta þetta fram hjá sér fara!!!
Grefill, þú ert eitthvað svo niðurdreginn?
Guðmundur Júlíusson, 30.10.2010 kl. 01:23
Til að gleðja þig er ekki úr vegi að færa þér þetta:
http://www.youtube.com/watch?v=Y00vd5HM_08&feature=related
Guðmundur Júlíusson, 30.10.2010 kl. 01:29
Hehehe....ekki að hans Jens Guð skyldi taka eftir þessu! Ég skipti um stöð þegar þetta kom. Montana er ríki í Bandaríkjunum, einmitt ríkið þar sem ég var næstum búinn að fá vinnu á búgarði ;-) Allt svo "horse man travilers guide""
Já RÚV virðist nú ekki alltaf hafa rétt fyrir sér!
Siggi Lee Lewis, 30.10.2010 kl. 02:59
Thumbs up fyrir Guðmund Júlíusson! Maður sem kann að meta!
Siggi Lee Lewis, 30.10.2010 kl. 03:01
þetta er rétt hjá Jens td er noregur er eitt riki en með 19 fylkjum og á annað hundrað kommúnum.. Bandaríkin eru samband ríkja en ekki fylkja.
Óskar Þorkelsson, 30.10.2010 kl. 04:34
Guðmundur, takk fyrir þetta. Presley var suðurríkjarokkari. Blessunarlega heyrir maður aldrei talað um suðurfylkjarokk eða suðursýslnarokk. Einfaldlega af því að syðri ríki Bandaríkjanna eru ríki en ekki fylki eða sýslur.
Ég mun spila óskalag fyrir þig annað kvöld í Sunnudagshugvekjunni.
Jens Guð, 30.10.2010 kl. 09:49
Ziggy Lee, það hefði verið stæll á kappanum að þeysa um Montana á fáki fráum.
Jens Guð, 30.10.2010 kl. 09:52
Óskar, þetta er rétt hjá þér og takk fyrir fróðleiksmolann um Noreg.
Jens Guð, 30.10.2010 kl. 09:53
En svo fer maður í íslensk-enska orðabók og þar er fylki þýtt sem state og ríki líka......en póteitó-pótató...Helena er höfuðborg Montana-fylkisríkis eftir sem áður. :-)
Erlingur Alfreð Jónsson, 30.10.2010 kl. 14:27
Ég hallast að því að það sé í lagi að nota bæði fylki og róli.... enda er ég einstaklega umburðar og frjálslyndur maður og tel rétt að fólk hafi frjálst val í lífinu, ef það skaðar ekki aðra
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.10.2010 kl. 17:07
... mér tókst að skrifa róli í staðinn fyrir ríki.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.10.2010 kl. 17:09
Erlingur, ég á ekki þessa íslensk-ensku orðabók. Hinsvegar á ég ensk-íslenska orðabók. Þar er gerður glöggur munur á fylki, sýslu og ríki. Kanadabúar og Kanar gera jafn glöggan mun á að í Kanada eru það fylki og í Bandaríkjunum ríki.
Jens Guð, 30.10.2010 kl. 18:41
Gunnar Th., þú hallast sem sagt að því að okkur sé óhætt að tala um að í Noregi séu 19 ríki.
Jens Guð, 30.10.2010 kl. 18:47
Samkvæmt atvr.is eru 13 ríki á höfuðborgarsvæðinu og 36 á landsbyggðinni. Það gera 49 ríki. Um þetta verður ekki deilt.
Grefill, 30.10.2010 kl. 19:31
Talandi um Montana:
TONY MONTANA
Gjagg (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 19:38
Takk Jens, en hvenær á sunnudaginn er þessi þáttur sem þú tileinkar mér óskalagi?
Guðmundur Júlíusson, 30.10.2010 kl. 20:36
Þetta er auðvitað hárrétt hjá þér Jens. Eða hvað? Bandaríkin eru eitt ríki, með ríkisstjórn (sambandsstjórn vissulega, en engu að síður ríkisstjórn). Sama gildir um hin sameinuðu þýsku ríki, yfir þeim er ein þýsk ríkisstjórn og eitt þýskt þjóðríki. Bretland er annað dæmi, þetta sambandsríki Englands, Wales, Skotlands og N-Írlands er með eina ríkisstjórn og telst vera eitt ríki.
Ítalía er eitt ríki, samansett af 20 fylkjum - þar af nokkur sem enn halda í ríkjaskilgreininguna, t.d. Sikiley sem hefur sjálfstæða löggjöf. Spánn er samband 17 sjálfstæðra ríkja, hvert um sig með sjálfstætt löggjafarþing, sjálfstæðan forseta - og sum með eigið tungumál. Spánn er engu að síður ríki með ríkisstjórn, aðili að ýmsum samtökum sjálfstæðra ríkja á borð við Sameinuðu Þjóðirnar, Evrópusambandið, GATT osfrv. Aragon er ekki aðili að þessum samtökum. Ekki heldur Montana.
Sovétríkin voru samband hálfsjálfstæðra ríkja, Rússland er í dag blanda fylkja (46) og lýðvelda (21) auk annarra meira eða minna sjálfstæðra ríkjadeilda (16). Rússnesku lýðveldin eru með eigin stjórnarskrá, þing og forseta.
Svo má ekki gleyma hinu danska ríki, með Grænland og jafnvel Færeyjar sem aðskildar ríkjaheildir - og það var okkur að þakka, "vér mótmælum allir" sagði Jón forseti til að árétta að Ísland væri aðskilin þjóð innan danska ríkisins.
Á Íslandi hefur myndast sú hefð að nota orðið "ríki" yfir það sem útlenskir kalla "nation" eða "nation state". Ríki getur verið aðili að Sameinuðu þjóðunum - það er eiginlega besta skilgreiningin, allar aðrar skilgreiningar eru meira eða minna loðnar. Einnig hefur myndast sú hefð að nota orðið fylki um meira eða minna sjálfstæðar einingar innan þjóðríkis. Íslendingar hafa þannig engin fylki og ekki heldur Norðmenn, en það hafa bæði Bandaríkjamenn og Rússar. En á norsku merkir orðið "fylke" það sama og sýsla á íslensku.
En þetta er alls ekki svo skýrt og skorið. Það er hægt að tala um rússnesku lýðveldin, bandarísku fylkin, bresku löndin, þýsku sambandsríkin, spænsku héruðin, og réttast væri að tala um þjóðríki þegar við tölum um félagslista Sameinuðu Þjóðanna. Ekki getum við kallað það þjóðir því margar þeirra geta ekki orðið félagar, á meðan sumir félaganna eru ekki þjóðir. Kannski ætti maður að fara varlega í að skammast út í aðra áður en maður sjálfur skilur orðin sem maður notar?
Og já, ekki má gleyma að fyrir hálfri annarri öld bárust Bandaríkjamenn á banaspjóti til þess einmitt að skera úr um hvort hinar 36 landfræðilegu einingar sem mynduðu þáverandi Bandaríki væru sjálfstæð ríki eða fylki í ríkjaheild. Hver var það nú annars sem vann?
Brynjólfur Þorvarðsson, 30.10.2010 kl. 22:02
Góð samantekt, Brynjólfur
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2010 kl. 11:53
Yfirhöfuð kjánaleg spurning og hverjum er svosem ekki sama fyrir utan þíg auvðitað ; )
Ómar Ingi, 31.10.2010 kl. 11:59
Grefill, takk fyrir þennan fróðleik.
Jens Guð, 31.10.2010 kl. 14:08
Gagg, assgoti er hvíta duftið þarna girnilegt.
Jens Guð, 31.10.2010 kl. 14:08
Guðmundur, hann er á milli klukkan 19.00 og 21.00 á Nálinni fm 101,5. Á netinu: http://media.vortex.is/nalinfm
Jens Guð, 31.10.2010 kl. 14:10
Brynjólfur, það er kannski réttast að fella seinna n úr nafninu Bandaríkin og seinna s úr United States?
Jens Guð, 1.11.2010 kl. 12:07
Gunnar Th., hann er nokkuð fróður, kappinn.
Jens Guð, 1.11.2010 kl. 12:08
Ómari Ingi, 310 milljónum Kana, 35 milljónum Kanadamönnum og 7 Íslendingum er ekki sama. Samtals 345.000.007 manns.
Jens Guð, 1.11.2010 kl. 12:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.