Skemmtilegur samkvæmisleikur

  Fréttablaðið og Morgunblaðið eru bæði með skemmtilegan dálk sem fylgir birtingu þeirra á dagskrá helstu sjónvarpsstöðva.  Blaðamenn þessara dagblaða skrifa létta umsögn um sjónvarpsdagskrána.  Úr þessu má gera sér léttan samkvæmisleik.  Hann felst í því að við lestur dagblaðanna setur lesandinn fingur yfir höfund pistilsins.  Veit þannig ekki hver er höfundur pistilsins.  Leikurinn gengur út á það að giska á hvort kona eða karl skrifar pistilinn.  Svo skemmtilega vill til að nánast undantekningarlaust er hægt að átta sig á hvort karl eða kona skrifar pistilinn. 

  Ef vísað er til klæðaburðar einhvers í sjónvarpsþætti eða eitthvað er nefnt sem tengist sápuóperum er næsta víst að kona er höfundur pistilsins.  Ef hinsvegar fótbolti er nefndur eða eitthvað um pólitík er höfundurinn karl.

  Prófið þennan leik.  Í 99,9% tilfella er ágiskunin rétt um hvort karl eða kona er höfundur pistilsins.  Það skemmtilega við þennan leik er að hægt er að afgreiða hann án aðstoðar utanaðkomandi.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grefill

Jens minn. Það les enginn blöðin lengur.

Grefill, 12.11.2010 kl. 16:38

2 identicon

Talandi um skemmtilegan samkvaemisleik....thá hef ég sjálfur fundid uppá skemmtilegum (a.m.k. í thessu tilviki finnst mér) númeraleik í sambandi vid númer theirra sem bjóda sig fram til stjórnlagathings.

Ástþór Magnússon Wium

Gott ef er ekki svipur med theim líka.  Held samt ad Ásthór sé ágaetis madur thótt ég thekki hann ekkert.  Frekar Ásthór en Davíd Oddsson,  Halldór Ásgrímsson eda thennan hrokagikk og vardhund kvótakónga og kvótakerfis:

http://www.youtube.com/watch?v=kN5vyKLeYc8

Gjagg (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 17:15

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ég hef unnið hjá Ástþóri og systir hans (heitin) var vikona mín,honum dettur ýmislegt í hug sem öðrum gerir ekki, en reynist síðan laukrétt.    

Helga Kristjánsdóttir, 12.11.2010 kl. 23:22

4 identicon

Hei Jens, hef því midur ekki facebók, en ég og konan vorum akkúrat nú inná jútúp og vorum ad hlusta á Hjarnar í alla nátt mitt uppáhald, Kjølar med Jens marna (Mysery), Hanus G Hansen sem vid hjónin þekkjum persónulega og konuni til mikils gledi enda gamli frisørinn hennar (bilurin hjá ? frá 1991) og miklu fleira, hinsvegar Dynamit er sú mesta studhljómsveit nokkrusinni í færeyjum og synd ad þeir séu hættir, Eric Biskupstød gítarleikarinn er sonur Hannebet bestu vinkonu konunnar minnar. Karl Martin einn af skipuleggjundum sumarfestivalsinns þekki ég vel og veit hvad erfitt er ad toppa Ken Hensley og Scorpions, en hvad med til dæmis ZZ topp eda álíka?

Arnfinnur Gudmundsson (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 17:44

5 identicon

Hamarinn hangir á hálsi okkar beggja og erum stolt af

Arnfinnur Gudmundsson (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 17:46

6 identicon

med frisør meinti ég Jógvan Hansen

Arnfinnur Gudmundsson (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 17:48

7 Smámynd: Jens Guð

   Grefill, lestur á DV hefur meira en tvöfaldast á einu ári. Í júníí fyrra lásu innan við 13% DV.  Í dag eru það næstum 30%.  Fréttablaðið er líka í uppsveiflu.  Man ekki hvort 70 eða 80% lesa það.  Um 65% á höfuðborgarsvæðinu lesa nýja vikublaðið,  Fréttatímann.  Hinsvgar hallar stöðugt undan fæti hjá Mogganum.  Fyrir nokkrum árum var hann aðal blaðið.  Núna les innan við þriðjungur landsmanna Moggann.  Hann tapar 174 þúsund krónum á hverjum klukkutíma.  

Jens Guð, 13.11.2010 kl. 20:24

8 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  er þetta ekki einn og sami maðurinn?

Jens Guð, 13.11.2010 kl. 20:26

9 Smámynd: Jens Guð

  Helga,  svo sannarlega dettur honum margt í hug sem engum öðrum dettur í hug.  Hann sér líka sýnir sem enginn annar sér.  Auk þess hellir hann yfir sig sósum sem enginn annar hellir yfir sig heldur notar fólk þannig sósur á pylsur.  Hann gengur um í jólasveinabúningi,  m.a. í dómssal,  á öðrum árstímum en yfir jól og áramót. 

Jens Guð, 13.11.2010 kl. 20:31

10 Smámynd: Jens Guð

´ Arnfinn, takk fyrir þessa mola um færeyska músík.  Hanus G.  er meiriháttar snillingur.

Jens Guð, 13.11.2010 kl. 20:33

11 identicon

Edlileg spurning....Gud.  Thjódin er jú gjaldthrota. 

Gjagg (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 20:54

12 Smámynd: Jens Guð

   Gjagg, er það virkilega? Ísland er í 17. sæti yfir þær þjóðir heims sem njóta bestra lífskjara.  En vissulega fór hér bankakerfið á hliðina,  allt morar í nauðungarsölum og raðirnar lengjast hjá Fjölskylduhjálpinni og Mæðrastyrksnefnd.  Hvernig útskýrum við það fyrir Sómölum?

Jens Guð, 13.11.2010 kl. 21:30

13 identicon

Thú segir nokkud, Gud

...ord sem verma theim sem frömdu "afglöpin".....en tví midur ekki theim sem í bidrödunum standa.

Gjagg (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 22:16

14 identicon

174 thús. tap á hverjum klukkutíma?  Gaman og gott segi ég.  Ánaegjulegt ad vita af thví ad ómerkilegur og skadlegur áródursbledill kvótakónga og kvótakerfis sem vinnur gagngert gegn hagsmunum landsmanna tapi peningum. 

Ég snidgeng alfarid vörur og thónustu theirra sem auglýsa í Mbl.  Hvet alla til ad gera thad sama.

Gjagg (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 22:26

15 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  það voru næstum 4000 milljónir afskrifaðar til að halda lífinu í Mogganum.  Það var kostnaður skattgreiðenda.  Nú borga kvótakóngarnir tapið í bili.  Þeir skilgreina það sem fjárfestingu eða fórnarkostnað við að halda úti áróðursmálgagni.  Kannski með réttu.  Sem menntaður í markaðsfræðum set ég þó spurningarmerki við framvindu dagblaðs sem á velmektarárum var selt í yfir 60 þúsund eintökum en hefur hrapað í sölu og lestri niður í næstum 30%.   Ef ég væri launaður ráðgjafi þessa dagblaðs og myndi stilla upp dæmi út frá bláköldum veruleika yrði gripið til neyðarráðstafana og róttækri endurskoðunar.  Það er gott að græða á daginn og grilla á kvöldin.  En aldrei gott að tapa háum fjárupphæðum stöðugt.  

Jens Guð, 13.11.2010 kl. 23:31

16 identicon

"Gjagg,  það voru næstum 4000 milljónir afskrifaðar til að halda lífinu í Mogganum.  Það var kostnaður skattgreiðenda."

 Hver voru rökin fyrir thessari rosalegu afskrift?  Hver ber ábyrgd á henni?  Af hverju var thetta samthykkt?

Gjagg (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 13:37

17 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  ætli fjármálaráðuneytið hafi ekki borið ábyrgð á þessu?  Rökin voru þau að nýit eigendur,  kvótakóngar,  gætu haldið útgáfunni áfram og byrjað með hreint borð.  Morgunblaðið er fjölmennur vinnustaður.  Prentsmiðjan prentar fjölda annarra blaða en Moggann.  Ef Mogginn hefði verið látinn fara á hausinn hefði keðjuverkunin orðið meiri en menn vildu í þessu árferði bankahruns,  atvinnuleysis og svo framvegis. 

Jens Guð, 14.11.2010 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband