The Byrds

  Ţessi bloggfćrsla er skrifuđ í framhaldi af ţví ađ Heiđar Sigurđsson skrifađi í athugasemd hjá mér eftirfarandi:  "Persónulega hef ég aldrei skiliđ vinsćldir The Byrds. Mér fannst tónlist ţeirra og framkoma vera svo yfirgengilega vćmin og lögin svo yfirborđsleg og illa samin ađ ég gat aldrei hlustađ lengi ţar til ég fékk meira en nóg."

  Heiđar mćlir fyrir munn fleiri sem ţekkja The Byrds ađeins af lögum á borđ viđ  Mr.  Tambourine Man  og  Turn,  Turn,  Turn!.  Ađ vísu geri ég athugasemd viđ ađ ţessi lög séu illa samin.  Ţau eru ţađ ekki.  Ţarna er um ađ rćđa lög sem náđu í flutningi The Byrds toppsćtum á vinsćlalistum og hafa veriđ krákuđ af fjölda annarra en The Byrds.  Til ađ mynda fyrrnefnda lagiđ af Rúnari Júl og síđarnefnda lagiđ af Judy Collins,  Diesel Park West og Nina Simone.  Ţessi lög eru ekki samin af liđsmönnum The Byrds heldur Bob Dylan og Pete Seeger.  Báđir óumdeilanlega í hópi bestu lagahöfunda rokksögunnar.  Um Bob Dylan ţarf ekki ađ hafa mörg orđ.  Hann var í helstu fjölmiđlum heims keppinautur bítilsins Johns Lennons um titilinn tónlistarmađur síđustu aldar. 

  Svo skemmtilega vill til ađ John Lennon var mikill ađdáandi bćđi Bobs Dylans (sérstaklega) og Petes Seegers.  Annar bítill,  George Harrison,  var ekki síđri ađdáandi ţeirra og taldi Pete vera besta söngvahöfund síđustu aldar.  Ţriđji bítillinn,  Paul McCartney,  valdi lagiđ Turn,  Turn,  Turn!  sem smáskífulag fyrir söngkonu er hann tók ađ sér,  Mary Hopkins. 

  En förum yfir feril The Byrds.   

  Ţessi hljómsveit kom fram á sjónarsviđ sem fyrsta bandaríska bítlahljómsveitin 1965 međ laginu  Mr.  Tambourine Man  eftir Bob Dylan.

    Lagiđ toppađi vinsćldalista um allan heim.  Leikurinn var endurtekinn međ  Turn,  Turn,  Turn!

   Söngvarinn Gene Clark var höfundur allra frumsömdu laganna á fyrstu 2 plötum The Byrds, Mr.  Tambourine Man  og  Turn,  Turn,  Turn!.  Ţćr kynntu til sögunnar nýjan músíkstíl,  folk-rokk.  Ţađ brúađi bil bítlarokksins og vísnasöngva (ţjóđlagatónlistar).  Stíll The Byrds einkenndist af klingjandi gítar (12 strengja Rickenbacker) og rödduđum söng.  Ţessi stíll hafđi mikil áhrif á Bítlana,  Bob Dylan og fleiri

  The Byrds var ţannig skipuđ 1965 og nćstu ár:

  Roger McGuinn  (kallađi sig Jim á ţessum árum):  Gítar,  söngur
  Gene Clark  (dáinn 1991):  Tambórína,  söngur
  David Crosby:  Gítar,  söngur
  Chris Hillman:  Bassi,  söngur
  Michael Clarke:  (dáinn 1993):  Trommur
.
  3ja platan,  Fifth Dimension  (útg. 1966),  er gjörólík.  Ţar eru nýir og ferskir músíkstílar á borđ viđ sýru,  geim-rokk,  raga-popp, djazz-popp,  alt-kántrý og ţađ sem síđar var kallađ hippa-rokk. 
  McGuinn er höfundur flestra laga (5),  Crosby er međhöfundur 3ja ţeirra og einn höfundur enn eins lagsins.  Clark er ađeins međhöfundur eins lags,  Eight Miles High.  Enda hćtti hann ţarna í hljómsveitinni.  Tók ţátt í flutningi bara 2ja laga á plötunni.  5 stjörnu plata.  Margir telja  Eight Miles High  vera eitt af merkustu lögum rokksögunnar.  Jafnvel ţađ besta.
.
.
  Á 4đu plötunni,  Younger Than Yesterday,  er nýr höfundur,  bassaleikarinn Chris Hillman, höfundur 5 laga.  Crosby og McGuinn leggja einnig til lög.  Ţarna er haldiđ áfram međ ţá músíkstíla sem dúkkuđu upp á Fifth Dimension  og flower-power bćtist viđ.  Lögin Fifht Dimension (fimmta víddin) og  Eight Miles High voru bönnuđ vegna meintra tilvísana í dópneyslu.  Međ réttu eđa kannski síđur röngu. Dópiđ var ráđandi,  hvort sem í textum var vísađ til ţess eđa ekki.
.
 
  Upphafslag  Younger Than YesterdaySo You Want To Be A Rock N´ Roll Star,  hefur veriđ krákađ af mörgum.  Ţar á međal Patti Smith.  Lagiđ er eftir Hillman og McGuinn. 
  Í nćst nýjasta hefti breska poppblađsins Uncut viđurkenna liđsmenn Blue Oyster Cult ađ ţeirra vinsćlasti smellur;  (Don´t Fear) The Reaper,  sé í raun endurgerđ á  So You Want To Be A Rock N´ Roll Star.  En ekki viljandi.  Máliđ var ađ ţegar BOC var stofnuđ ţá spilađi hljómsveitin sig saman međ ţví ađ kráka The Byrds lög.  Svo skemmtilega vill til ađ Patti Smith var í slagtogi međ BOC,  samdi fjölda texta fyrir ţá og söng einmitt á sömu plötu og inniheldur  (Dont Fear) The Reaper.  The Byrds áhrifin leyna sér heldur ekki í flutningnum á laginu:
.
.
  Á 5. plötunni,  The Notorious Byrd Brothers  (útg. 1968),   eru lögin meira og minna samin í sameiningu af Hillman,  Crosby og McGuinn.  Til viđbótar eru tvö lög eftir Carole King og Gerry Goffin.  David Crosby lagđist alfariđ gegn ţeim lögum.  Hann vildi ađ hljómsveitin héldi sig eingöngu viđ frumsamin lög.  Ţessi ágreiningur leiddi til ţess ađ Crosby tók poka sinn og stofnađi Crosby, Stills & Nash (síđar & Young). 
  Á ţessari plötu heyrist í fyrsta skipti í stálgítar á The Byrds plötu.  Ţar var tónn gefinn fyrir nćstu plötu,  Sweetheart of the Rodeo  (útg. 1968).  Hún er "pjúra" kántrý-plata.
 
  Sweetheart of the Rodeo  kom eins og ţruma úr heiđskýru lofti.  The Byrds hafđi veriđ leiđandi í nýskapandi músíkstílum og öđru tilraunakenndu hippa-rokki.  Ţeir höfđu dađrađ viđ kántrý í einu og einu lagi á fyrri plötum.  Ţađ kom vel út innan um hipparokkiđ.  Létti stemmninguna og gerđi plöturnar auđmeltari viđ fyrstu hlustun.
  Á Sweetheart of the Rodeo  er annađ upp á teningnum.  Platan inniheldur ekkert tilraunakennt og ţungmelt hipparokk.  Ađeins kántrý.  Hreint og tćrt kántrý.  Ađ vísu rokkađra en kántrý-unnendur áttu ađ venjast.  Kántrý-unnendur ţoldu ekki ţessa plötu.  Ţví síđur hipparnir.  Platan seldist ekki neitt.  Hún passađi hvergi.  
  Einungis tvö lög voru frumsamin.  Bćđi eftir nýjasta liđsmanninn,  hljómborđsleikarann og gítarleikarann Gram Parsons.  Önnur voru eftir Bob Dylan,  Woody Guthrie,  Merle Haggard eđa gömul ţjóđlög.
  Ţađ liđu mörg ár áđur en  Sweetheart of the Rodeo  hlaut uppreisn ćru.  Í dag er hún talin vera ein af merkustu plötum rokksögunnar.  Hún lagđi grunn ađ ţví sem kallast alt-kántrý (alternative country) og ól af sér hljómsveitir eins og Wilco,  Green on Red,  Long Ryders.
...
  The Byrds á Sweetheart Of The Rodeo:  
  Roger McGuinn:  Gítar,  söngur
  Chris Hillman:  Bassi,  söngur
  Gram Parsons (dáinn 1973):  Hljómborđ,  gítar,  söngur
  Kevin Kelley:  Trommur   
.
.
  Kántrý-platan Sweetheart Of The Rodeo er ađ sumu leyti ranglega skilgreind sem hliđarspor VEGNA tilkomu Grams Parsons.  Jú,  vissulega setti Gram Parsons sterkan svip á ţá plötu.  En í raun hafđi Roger McGuinn einbeittan vilja til ađ gera blúgrass og kántrý-kennda plötu.  Ţess vegna var Gram Parsons fenginn til leiks.  Án hans hefđi platan ekki orđiđ eins "honky-tonk" leg og hún varđ. 
.
  Sjöunda plata The Byrds,  Dr.  Byrds & Mr. Hyde,  er fyrsta plata The Byrds sem er hvorki 5 stjörnu plata né hálf fimmta stjörnu plata.  Gram Parsons er hćttur og kominn í slagtog međ The Rolling Stones.  Hann á ţó tvö lög á plötunni,  Drug Store Truck Driving Man  (krákađ af Joan Baez á Woodstock),  ásamt Roger McGuinn, og Nashville West,  einnig ásamt Roger McGuinn og líka trommuleikaranum Gene Parsons.  Gítarsnillingurinn Clarence White er orđinn fullgildur liđsmađur eftir ađ hafa ađstođađ á fyrri plötum.  Hljómsveitin var eins og hálf áttavillt eftir "flopp"  Sweetheart Of The Rodeo.  Plötunnar sem í dag fćr allsstađar 5 stjörnur en var á ţeim tíma ennţá í skammarkróknum.
.
  The Byrds á Dr. Byrds & Mr. Hyde:
  Roger McGuinn:  Gítar,  söngur
  Clarence White (dáinn 1973):  Gítar,  söngur
  John York:  Bassi,  söngur
  Gene Parsons:  trommur,  söngur
.
.
  Áttunda plata The Byrds er Ballad Of Easy Rider.  Titillagiđ er samiđ af Roger McGuinn og Bob Dylan.  Ţađ var jafnframt einkennislag kvikmyndarinnar Easy Rider  međ ţeim Peter Fonda og Dennis Hopper.  Ţetta er fjögurra stjörnu plata sem inniheldur m.a. rokklagiđ  Fido  eftir Gene Parsons og Deportee  eftir Woody Guthrie.  Síđarnefnda lagiđ er sömuleiđis ađ finna á dúettplötu Gene(s) Clark(s) og Cörlu Olsen.  Frábćrt lag sem Bubbi söng viđ frumsaminn texta um Synettu,  skip sem fórst á Austfjörđum.
  Á plötunni er líka lagiđ  Jesus Is Just Allright  sem síđar varđ frćgt međ Doobie Brothers.  Ţegar hér var komiđ sögu - og reyndar nokkru áđur - var Roger McGuinn og fleiri Byrdsarar orđnir áhugasamir um Jesú. 
. 
.
  Níunda The Byrds platan kallast Untitled.  Ţetta var vel heppnuđ tvöföld plata međ hljómleikaupptökum af eldri lögum og ný hljóđverslög.  Góđ plata.  Hún inniheldur m.a. 3 lög eftir nýjan bassaleikara,  Skip Battin.  Ţarna er líka flott lag eftir Leadbelly,  Take A Whiff On Me.  Og annađ til eftir Leadbelly á endurútgáfu. 
.
  The Byrds á  Untitled:
  Roger McGuinn:  Gítar,  söngur
  Clarence White:  Gítar,  söngur
  Skip Battin (dáinn 2003):  Bassi,  söngur
  Gene Parsons:  Trommur,  söngur
.
  Tíunda plata The Byrds,  Byrdsmaniax,  er ţeirra slappasta.  Ekki beinlínis alvond en síđasta The Byrds plata sem fólk á ađ kaupa.  Upphafslagiđ er gospel-lagiđ  Glory,  Glory.  Allt í lagi.  Eins og önnur lög á plötunni.  En ekki ţessi snilld sem fyrri The Byrds plötur geyma.  Tunnel Of Love  heitir ágćtur blús eftir Skip Battin.  En ţetta er varla 3ja stjörnu plata.  En Roger McGuinn er kátur međ Jesú.
.
.
  Ellefta platan,  Farther Along,  er örlítiđ betri en  Byrdsmaniax.  En ekki mikiđ.  
  Tólfta og síđast hljóđversplata The Byrds var hálf misheppnuđ endurreisn gömlu The Byrds.  Samnefnd hljómsveitinni.
.
  The Byrds á ţeirri plötu:
  Roger McGuinn:  Gítar,  söngur
  Gene Clark:  Gítar,  söngur
  David Crosby:  Gítar,  söngur
  Chris Hillman:  Bassi,  söngur
  Michael Clarke:  Trommur
.
  Eins og sést á ţessari samantekt hýsti The Byrds 11 liđsmenn á ţeim 12 hljóđversplötum sem eftir hljómsveitina liggur,  útgefnum á árunum 1965 til 1973.  Ţessar plötur höfđu mikil áhrif á framvinduna í rokksögunni á ţessum árum og einstaklingarnir í The Byrds ekki síđur í ţví sem ţeir gerđu á öđrum vettvangi.  Eitt lítiđ dćmi:  Á meistarastykki Rogers McGuinns,  plötunni Cardif Rose,  er fyrsta The Clash lagiđ,  Rock And Roll Time. Lag sem kom út 1976,  ári á undan fyrstu plötu The Clash.  Hljómsveitir eins og R.E.M., Wilco og Long Ryders eru á fullu í ađ vinna úr arfleifđ The Byrds ásamt 10.000 öđrum hljómsveitum.  Lagiđ Gamli grafreiturinn  međ Klassart er einnig dćmi um ţađ.       
  Flestir liđsmenn The Byrds áttu og / eđa hafa átt farsćlan feril á sólóferli eđa međ öđrum hljómsveitum.  Gott dćmi um ţađ er Crosby,  Stills,  Nash & Young og The Flying Burrito Brothers.  Sú umfjöllun bíđur betri tíma á ţessum vettvangi. 
 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Flott umfjöllun um Byrds Jens, góđur!

Vćminn eđa ekki, núna finnst mér gaman ađ spila og syngja Mr. Tambourine man og Turn, turn, turn. Ég hafđi engan sérstakan smekk fyrir ţessi lög á yngri árum.

Ţađ verđur víst ađ viđurkenna ađ tónlistarsmekkur manns tekur breytingum međ aldrinum og ekki síst ađ ţađ er gaman ađ syngja og spila sum lög sem manni fannst ekkert sérstök í hlustun. Ţessu getur líka veriđ öfugt fariđ.

Haukur Nikulásson, 15.11.2010 kl. 10:10

2 Smámynd: Árni Matthíasson

Fín samantekt hjá ţér Jens, en bendir á ađ David Crosby hét svo, ekki David Grosby. Svo fannst mér Sweetheart Of The Rodeo alltaf vera ţeirra besta skífa, ekki síst eftir ađ ég heyrđi orginal upptökurnar í tveggja diska Legacy-útgáfunni.

Árni Matthíasson , 15.11.2010 kl. 11:35

3 Smámynd: Heiđar Sigurđarson

Sćll, Jens. Gaman ađ hafa veriđ kveikjan ađ ţessari fínu samantekt. Ég skal í stađinn leggjast ađeins yfir ţetta og sjá hvort Byrds eigi ekki skiliđ annan séns.

Annars reyndi égí alvöru í den ađ ná ţví hvađ vćri svona sérstakt viđ Byrds, var tekinn a.m.k. tvisvar í karphúsiđ hjá Gunna Gunn ţegar hann var í Faco og síđan Japis. Heyrđi bara ekki "snilldina" sem Gunni heyrđi og hélt vart vatni yfir. Svo fór Roger McGuinn alltaf í taugarnar á mér og nú ţegar ég sé hann syngja Mr. Tambourine Man man ég eiginlega út af hverju.

En eins og ég segi ... best ađ gefa Fuglunum einn séns enn.

Međ kćrri kveđju,

Heiđar Sigurđarson, 15.11.2010 kl. 13:15

4 Smámynd: Jens Guđ

  Haukur,  músíksmekkurinn fer í kollhnýsa og allskonar hliđarhopp međ aldrinum.  Gangi ţér vel í kosningunum til stjórnlagaţings!

Jens Guđ, 16.11.2010 kl. 01:08

5 Smámynd: Jens Guđ

  Árni,  bestu ţakkir fyrir ađ leiđrétta stafsetninguna á nafni Crosbys.  Ég fékk nýja og betri "sýn" á  Sweetheart Of The Rodeo  ţegar ég komst yfir orginal upptökurnar.

Jens Guđ, 16.11.2010 kl. 01:11

6 Smámynd: Jens Guđ

  Heiđar,  Gunni "Byrds" hefur veriđ duglegur ađ lauma ađ manni fróđleiksmolum og ábendingum um sitthvađ er varđar The Byrds.  Ég hef kunnađ ţví vel.  Enda haft áhuga á The Byrds alveg frá upphafi. 

Jens Guđ, 16.11.2010 kl. 01:14

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.