Skúbb! Stórfrétt!

  Í íslensku pönkbyltingunni um og upp úr 1980 spruttu upp í öđrum hverjum bílskúr á landinu splunkunýjar ferskar og ötular pönksveitir.  Ţćr voru ađ springa úr sköpun og spilagleđi.  Ţađ var allt ađ gerast allsstađar.  Menn höfđu ekki undan ađ sćkja spennandi viđburđi.  Ţađ var hefđ ađ margar hljómsveitir kćmu fram á hverjum hljómleikum.  Ţegar mest var um ađ vera var ekki hjá ţví komist ađ sćkja allt upp í ţrenna eđa ferna hljómleika í viku. 

  Ein allra skemmtilegasta og sprćkasta pönkhljómsveit ţessa tímabils var Sjálfsfróun.  Hún var skipuđ yngstu liđsmönnum senunnar.   Blessunarlega náđi kvikmyndin  Rokk í Reykjavík  ađ fanga stemmninguna ađ hluta og varđveita.  Sjálfsfróun var starfrćkt í áratug eđa svo.  Á seinni hluta ferilsins kom hún sjaldan fram.  En ţađ voru ţeim mun meiri tíđindi ţegar ţađ gerđist.  

  Ástćđan fyrir ţví ađ hljómleikar međ Sjálfsfróun urđu fágćtari međ árunum var sú ađ liđsmenn hennar voru duglegir ađ stofna nýjar hljómsveitir á borđ viđ Biafra Restaurant,  Ósóma og Beatnecks svo örfáar séu nefndar.  Jafnframt voru ţeir í allskonar blađaútgáfu,  greinarskrifum,  ljóđagerđ og svo framvegis.

  Saga Sjálfsfróunar einkennist ekki af eintómum dansi á rósum.  Ţađ var óregla á drengjunum.  Dáldiđ um lím"sniff" og ţess háttar.  Ţađ kom niđur á heilsu ţeirra.  Bassaleikarinn Pési "Pönkari" féll frá 1982.  Söngvarinn,  Bjarni "Móhíkani",  lést í bílslysi fyrir nokkrum árum.  Bjarni tók á sínum tíma viđ bassanum ţegar Pési féll frá.  Bjarni spilađi einnig á bassa međ Gyllinćđ,  Alsćlu (heyr í tónspilara hér til vinstri.  Bjarni er ađ vísu ekki kominn til leiks ţar) og Haugi & Heilsubresti fyrir áratug,  jafnframt ţví ađ "trúbadúrast".  

  Nú eru ţau undur og stórmerki ađ gerast ađ veriđ er ađ endurreisa Sjálfsfróun.  Ţađ eru gítarleikarinn Siggi "Pönkari" og trommarinn Jómbi sem standa ađ ţví.  Ţeir voru báđir stofnendur Sjálfsfróunar í upphafi og voru í hljómsveitinni allan tímann ásamt Bjarna "Móhíkana". 

  Á seinni hluta ferils Sjálfsfróunar spilađi Frikki "Pönk" á bassagítarinn.  Hann verđur međ í endurreisn hljómsveitarinnar.  Á ţessum tímapunkti er óljóst hvernig söngur verđur afgreiddur.  Bjarni sá ađ mestu um sönginn ţó Siggi hafi sungiđ vinsćlasta lag hljómsveitarinnar,  Lollipop.  Ţađ er eins og mig rámi í ađ Frikki hafi einnig sungiđ eitthvađ.  Hvorugur ţeirra vill sjá um sönginn núna.  Ţeir eru ađ leita ađ söngvara.  

  Hvađ sem verđur ţá eru ţetta stćrsta frétt í íslensku rokksögunni til langs tíma:  Ađ veriđ sé ađ endurreisa Sjálfsfróun.  Ég hlakka meira til ađ heyra í ţessari gođsagnakenndu hljómsveit á ný en til jólanna. 

--------------------

  Til gamans:

  -  Kunningi minn var viđ nám í Bandaríkjunum ţegar kvikmyndin  Rokk í Reykjavík  var tekin ţar til sýningar.  Hann lét sig ekki vanta í kvikmyndahúsiđ.  Ţađ var ađ öđru leyti trođfullt af bandarískum pönkurum.  Ţeir virtust láta sér vel líka.  Svo vel ađ ţeir gátu ekki stillt sig um ađ fagna framlagi Sjálfsfróunar međ dúndrandi lófaklappi.

  -  Mig minnir ađ ţađ hafi veriđ Bítlavinafélagiđ,  fremur en einhver önnur hljómsveit Jóns "Góđa",  sem á tímabili hóf hljómleika og / eđa dansleiki sína á ţví ađ kráka  Lollipop  Sjálfsfróunar.   Svo nákvćmlega ađ gítarsóló Sigga "Pönkara" var afgreitt nótu fyrir nótu.  Enda eitt eftirminnilegasta gítarsóló íslensku pönkbyltingarinnar.

  -  Eitt sinn var ég staddur á Ísafirđi ţegar ţar var haldin rokkhátíđ sem mig minnir ađ hafi heitiđ  Rokkstokk.  Eđa hvort hún hét Menntstokk og var undankeppni söngvarakeppni framhaldsskólanna.  Ţetta rennur saman hjá mér vegna ţess ađ ég hef mćtt á nokkrar svona músíkhátíđir á Ísafirđi.  Nema ţađ ađ ein hljómsveitin krákađi blöndu af  Lollipop  Sjálfsfróunar og samnefndu útlendu lagi.  Ţađ tókst vel og var gaman. 

  -  Varast ber ađ rugla saman Sigga "Pönkara",  gítarleikara Sjálfsfróunar,  og Sigga "Pönk",  söngvara Forgarđs Helvítis og DYS.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiđar Sigurđarson

Heill og sćll.

Verđ ađ viđurkenna ađ ég lét ţessa tónlist fram hjá mér fara ţegar hún var fersk og ný og uppgötvađi ekki af hverju ég missti fyrr en ég sá Rokk í Reykjavík fyrir um 10 árum. En ţá var ţađ orđiđ of seint ađ upplifa stemninguna.

En mér finnst Rokk í Reykjavík stórkostleg mynd og vona ađ tilvonandi upprisa Sjálfsfróunar, ef af henni verđur, verđi minningu fallinna félaga til sóma.

Međ bestu kveđju.

Heiđar Sigurđarson, 27.11.2010 kl. 23:47

2 Smámynd: Jens Guđ

  Heiđar,  ţetta var dálítiđ eins og ađ upplifa Bítlaćđiđ á rauntíma.  Ţađ var allt ađ gerast.  Nema ég var krakki ţegar Bítlaćđiđ gekk í garđ.  Ţađ var algjört ćvintýri.  Pönkbyltingin var ennţá meiri bylting hvađ ţađ varđađi ađ ţátttaka almennings varđ almennari.  Á Bítlatímabilinu var minna frambođ á hljóđfćrum og ţrátt fyrir ađ ţar var margt í gangi ţá var allt miklu auđveldara á pönktímabilinu.

  Ég tók fullan ţátt í pönkćvintýrinu.  Setti upp sérverslun međ pönkplötur,  Stuđ-búđina.  Bauđ ţar upp á pönkhljómleika á föstudögum međ hljómsveitum eins og Sjálfsfróun,  Spilafíflum og Q4U.  Svo fór ég í Grammiđ.  Viđ fluttum inn helling af útlendum hljómsveitum.  Allt frá The Crass til Nick Cave og allskonar:  The Fall,  Skeliton Crew,  frönsku Etron Fo Lelou Blank og bara ótal.  Ţađ var allt í gangi.  Ég tapađi milljónum króna á ţessum ćvintýrum.  En ţađ var svaka gaman ađ taka ţátt í ţessu.  

  Strákarnir í Sjálfsfróun voru ćvintýri.  Yndislegir drengir og ég tók virkilega nćrri mér fráfall Pésa og Bjarna.  Ég kynntist aldrei almennilega Jómba trommara en ţeim hinum ţeim mun betur:  Pésa,  Bjarna og Sigga "Pönkara".  Ţeir voru heimilisvinir mínir.  Ég var međ hljómsveitina Alsćlu ţegar Bjarni fór međ okkur og Gyllinćđ í umtalađ hljómleikaferđalag til Grćnlands.  Viđ Bjarni vorum miklir vinir og fráfall hans var reiđarslag.    

Jens Guđ, 28.11.2010 kl. 00:07

3 Smámynd: Ómar Ingi

Betra en Bítlagargiđ ţitt

Ómar Ingi, 28.11.2010 kl. 00:09

4 Smámynd: Jens Guđ

  Ómar Ingi,  gaman ađ heyra ţađ.  Ég er meira fyrir pönk en Bítlagarg.  Ţó ég sé líka fyrir Bítlagarg.

Jens Guđ, 28.11.2010 kl. 00:15

5 Smámynd: Jens Guđ

  Ómar Ingi,  miklu betra.  Ég dýrka Sjálfsfróun.  Ţessi hljómsveit var mega. 

Jens Guđ, 28.11.2010 kl. 00:51

6 identicon

Gódir en voru barn síns tíma.

leifur (IP-tala skráđ) 28.11.2010 kl. 13:44

7 Smámynd: Jens Guđ

  Leifur,  ţeir smellpössuđu skemmtilega inn í tíđarandann á sínum tíma.  Núna eru ţeir orđnir miklu flinkari hljóđfćraleikarar.  Mig grunar ađ ţeir muni koma glettilega á óvart.

Jens Guđ, 28.11.2010 kl. 16:34

8 Smámynd: Ómar Ingi

Flest er betra en Bítlarnir.

Ómar Ingi, 29.11.2010 kl. 00:47

9 Smámynd: Jens Guđ

  Ómar Ingi,  ég mótmćli.  Bítlarnir gerđu margt flott.

Jens Guđ, 29.11.2010 kl. 01:00

10 Smámynd: Margrét Birna Auđunsdóttir

Sjálfsfróun án Bjarna, neeeeee... Eins og Queen án Freddie

Margrét Birna Auđunsdóttir, 29.11.2010 kl. 14:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband