Flott sjónvarpsstöð

  Ég stend mig að því að stilla æ oftar á akureyrsku sjónvarpsstöðina N4.  Dagskrárgerð hennar er oftast virkilega vel heppnuð og iðulega áhugaverð.  Ég biðst velvirðingar á að kunna ekki ennþá nafn konunnar sem er helsti dagskrárgerðarmaður N4.  Hún og annað dagskrárgerðarfólk N4 er fundvíst á skemmtilega viðmælendur og skemmtileg viðfangsefni.  Viðtölin eru létt,  afslöppuð,  lífleg, hnitmiðuð og fræðandi.  Vinnsla þeirra er til fyrirmyndar í alla staði.  Til samanburðar höfum við kvótakóngastöðina ÍNN.  Sama "útvarpsviðtalið" við sömu viðmælendur er endurtekið út í það endalausa.  Ég er ekki að tala um endursýningar.  Viðtölin eru hrá og óunnin (ekki skreytt með innskotum eða öðru til að gera þau að sjónvarpsefni).  Bara tvær myndavélar.  Ein á spyrilinn og önnur á viðmælendur.  Toppurinn er þegar Ingvi Hrafn les pistilinn í "web-kameru".  Ingvi Hrafn getur verið skemmtilegur og fyndinn.  Oftast þegar það er ekki beinlínis ætlunin.   
  Bæði ÍNN og N4 ber að þakka fyrir ókeypis sjónvarpsefni.  Svo og Omega þar sem vaðið er á súðum í fjörmiklum galsagangi og sprelli.   
.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér með Akureyrarstöðina, vönduð og góð, INN er nei best að segja sem minnst, en þú hafðir þetta alveg. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2011 kl. 15:08

2 Smámynd: Ómar Ingi

Ágætis stöð alveg N4 og minnir að stúlkan heiti Hildur Jana og var áður á Stöð 2

Ómar Ingi, 25.1.2011 kl. 18:20

3 identicon

Hún heitir Hilda Jana.

Margrét (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 00:02

4 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  mér virðist sem fólk sé almennt hrifið af N4.  Hinar stöðvarnar eru umdeildari.

Jens Guð, 26.1.2011 kl. 02:46

5 Smámynd: Jens Guð

  Ómari Ingi,  takk fyrir það.  Ég hef grun um að þú farir nærri um nafnið.

Jens Guð, 26.1.2011 kl. 02:47

6 Smámynd: Jens Guð

  Margrét,  bestu þakkir fyrir þetta.

Jens Guð, 26.1.2011 kl. 02:48

7 identicon

Helvítir leikur kölski Ingva Hrafn vel.

Gunnar (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.