Jónsi á lista hjá Spin

  Það er alltaf eitthvað rosalega gaman við að sjá íslenska tónlistarmenn skora mark í útlöndum.  Rétt eins og það er gaman að sjá íslenskar plötur í útlendum plötubúðum.  Jafnvel þó það sé að verða hversdagsleg sjón að sjá plötur Bjarkar,  Sigur Rósar,  Emilíönu Torríni og Jónsa í útlendu plötubúðunum.  Extra gaman var að sjá plötu unglingsstelpnanna Pascal Pinon í stærstu plötubúð New York í síðasta mánuði og lesa lofsamlegan dóm um þá plötu í bandaríska rokkblaðinu Under the Radar.  Svo ekki sé minnst á plötur I Adapt í þýskum og pólskum plötubúðum.

  Næst söluhæsta poppblað Bandaríkjanna (á eftir Rolling Stone) er Spin.  Í nýjasta heftinu upplýsa 25 poppstjörnur hverjar eru þeirra uppáhaldsplötur og uppáhaldslög frá síðasta ári.  Tilnefningar þeirra eru rökstuddar.  Þar á meðal tilnefnir Haylay Williams í Paramore lagið  Month of May  með Arcade Fire;  Ezra Koenig að uppáhaldsalagið sé  Zebra  með Beach House;  Wayne Cone í Flaming Lips að uppáhalds lag sitt sé  Born Free  með M.I.A.

  Randy Randall í No Age tilnefnir plötuna  Le Noise  með Neil Young. 

  Og Michael Angelakos í Passion Pit tilnefnir plötuna  Go  með Jónsa.  Rökin eru þau að hann hafði lesið um að platan ætti að vera órafmögnuð.  Hún hafi hinsvegar þróast í að verða hamingjulega himnesk.  Plötur Sigur Rósar séu myrkar og þunglyndislegar en auðheyrt sé að Jónsi hafi skemmt sér við að gera  Go.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jens.

Heldur þú að ,,Bjöggi" og aðrir 365 miðlar vita af þessu í útlöndum ?

Jú, Jóhann G. Jóhannsson vill ekki eiga neitt að sædla við þetta lið !

Þetta með Bylgjuna og lygina um hlustun ???

JR (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 02:57

2 Smámynd: Ómar Ingi

Jónsi er nátturlega snillingur.

Ómar Ingi, 19.2.2011 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband