24.2.2011 | 21:29
Bestu plötur tíunda áratugarins
Tíminn hefur þann kost að hann sorterar hægt og bítandi ofmetnar plötur frá þeim bitastæðari. Ég á ekki við dagblaðið Tímann heldur þennan með tönnina sem plötur þurfa að standast. Sumar plötur verða svo hallærislegar þegar frá líður að þær standast engan veginn tímans tönn.
.
Um síðustu helgi fékk bandaríska poppblaðið Rolling Stone lesendur sína til að velja bestu plötur tíunda áratugarins. Það var vel til fundið. Þessar plötur röðuðust í efstu sætin (útgáfuárið er innan sviga):
.
1 Nirvana: Nevermind (1991)
.
.
2 Radiohead: OK Computer (1997)
.
.
.
3 Pearl Jam: Ten (1991)
.
.
4 U2: Achtung Baby (1991)
.
.
5 Oasis: (What´s The Story) Morning Glory? (1995)
.
.
6 The Smashing Pumpkins: Siamese Dream (1993)
.
.
7 Metallica: Metallica (Svarta albúmið) (1991)
.
.
8 Jeff Buckley: Grace (1994)
.
.
9 The Smashing Pumpkins: Mellon Collie & The Infinite Sadness (1995)
.
.
10 Guns N´ Roses: Use Your Illusion 1 & II (1991)
.
.
Fátt kemur þarna virkilega á óvart. Nema kannski sterk staða Oasis. Hljómsveitin hefur að sönnu verið ofurvinsæl í Bretlandi og náði inn á bandaríska markaðinn. En hefur aldrei tröllriðið efstu sætum bandarískra vinsældalista. Oasis er önnur tveggja enskra hljómsveita á listanum. Hin er Radiohead. U2 er írsk en aðrir flytjendur eru bandarískir. Kannski ekki skrýtið. Rolling Stone er söluhæsta bandaríska poppblaðið. Það væri gaman að sjá plötu með Björk á svona lista. Debut kom út 1993. Ætli hafi ekki komið út nein virkilega góð plata í Frakklandi á tíunda áratugnum?
.
Athyglisvert er að 5 plötur á listanum komu út 1991 og sitthver frá árunum ´93, ´94 og ´97. Tvær komu út 1995. Engin ´92, ´96, ´98 og ´99. Af þessu má ráða að eldri plöturnar séu að festa sig betur í sessi á meðan yngri plötur eru í lausara lofti.
.
Ég er nokkuð sáttur við þennan lista. Þannig lagað. Hann kemur ekki eins og þruma úr heiðskýru lofti. Efstu 4 sætin eru afar fyrirsjáanleg. Fáir hefðu að óreyndu veðjað á að Smashing Pumpkins yrðu með 2 plötur á listanum. Eða hvað? Það er merkilegt afrek.
Ég hef löngum látið Jeff Buckley pirra mig. Þegar ég var að leita að einhverju öðru lagi af plötunni en hið ofur leiðinlega Hallelúja! uppgötvaði ég þessa dúndurfínu kráku kappans á Kick Out the Jams (MC5). Þetta er löngu áður en Rage Against the Machine krákuðu lagið. Til að fyrirbyggja misskilning þá skal tekið fram að ég hef ekkert á móti því að músíkantar "hallelúji" út og suður.
Hvað finnst þér?
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Ljóð, Matur og drykkur | Breytt 26.2.2011 kl. 23:10 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Hver er uppáhalds Bítlaplatan þín?
Please Please Me 10.1%
With The Beatles 3.7%
A Hard Days Night 3.5%
Beatles For Sale 4.0%
Help! 6.2%
Rubber Soul 9.2%
Revolver 14.9%
Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band 13.8%
Magical Mystery Tour 2.6%
Hvíta albúmið 10.1%
Let It Be 2.4%
Abbey Road 17.4%
Yellow Submarine 2.0%
455 hafa svarað
Nýjustu færslur
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski
- Sérkennilegur vinsældalisti
- Sparnaðarráð
- Niðurlægður
- Safaríkt 1. apríl gabb
- Svangur frændi
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt
- Stórhættulegar Færeyjar
- Aldeilis furðulegt nudd
- Frábær kvikmynd
- Kallinn sem reddar
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
Nýjustu athugasemdir
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Sigurður I B, segðu! jensgud 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Stefán, hún var einbúi og dugleg að hringja í útvarpsþætti. Á... jensgud 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Hún hefi nú alveg getað bætt fasteignagjöldunum við!!! sigurdurig 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Kerla hefur legið í símanum á milli þess sem hún hlúði að kindu... Stefán 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Jóhann, Anna frænka var snillingur! jensgud 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Þetta kallar maður að bjarga sér og að vera snöggur að hugsa og... johanneliasson 16.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Jóhann (#9), kærar þakkir fyrir þessa greiningu og umsögn. jensgud 12.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Ég er alltaf jafn hrifinn af því hvað þú svarar öllum athugasem... johanneliasson 11.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Jósef, vinsældalistar og listar yfir bestu plötur eru ágætir s... jensgud 10.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Það er töluverður munur á vinsælarlistum og listum yfir bestu p... jósef Ásmundsson 10.4.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 14
- Sl. sólarhring: 57
- Sl. viku: 1201
- Frá upphafi: 4136252
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 997
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Vá hvað ég er orðinn gamall!!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 24.2.2011 kl. 22:09
Alltaf jafn gaman af þessum listum Jensi , en ég frétti að þú værir spenntur fyrir þessari http://ommi.blog.is/blog/ommi/entry/1145704/
Ómar Ingi, 24.2.2011 kl. 23:17
Sigurðu I.B., það er daglegt fagnaðarefni að eldast. Ég er að verða sextugur og hlakka rosalega til að komast bráðum á sjötugsaldurinn. Get varla beðið.
Jens Guð, 24.2.2011 kl. 23:26
Ómar Ingi, takk fyrir þetta. Fyrri Hangover myndin kom skemmtilega á óvart. Ég hafði ekkert frétt af henni og þótti húmorinn ferskur og hress. Ég er uppteknari af músíklistunum en að fylgjast með hvað er í kvikmyndahúsunum. Velti mér alveg upp úr öllum músíklistum sem ég kem höndum yfir eða augum á. Reyndar fer ég dáldið oft í bíó. Aldrei sjaldnar en einu sinni í mánuð og stundum 2svar - 3svar. En er rosalega latur að lesa mér til um myndirnar áður en ég fer í bíó.
Jens Guð, 24.2.2011 kl. 23:33
Heyrðu mér finnst einsog ég sé búinn að sjá þetta áður á síðu þinni,eða eitthvað keimlíkt þessu hjá þér .
Númi (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 08:00
Númi, lesendur Rolling Stone kusu plöturnar á listann um síðustu helgi. Listinn var opinberaður í vikunni. Þess vegna er ólíklegt að ég hafi birt þennan lista áður.
Hinsvegar birti ég nýlega lista bandaríska poppblaðsins yfir bestu plötur síðasta aldarfjórðungs. Margar plöturnar á lista RS eru á þeim lista. Þú ert áreiðanlega með þann lista í huga þegar þér finnst sem þú hafir séð þetta áður á blogginu mínu.
Jens Guð, 25.2.2011 kl. 19:35
5 plötur frá 91, því Actung Baby er líka frá 91, kom út haustið. Það var svo sannarlega gott ár í rokkinu, enda man ég að manni fannst hvert meistarastykkið taka við af öðru. Það byrjaði um vorið þegar REM gaf út Out of time, svo í byrjun sumars urðu Skid Row fyrsta rokksveitin til að fara á topp ameríska listans í fyrstu viku með Slave to the grind, Van Halen endurtók þann leik vikuna eftir, stuttu síðar kom Metallica og gerði allt vitlaust með dökkgráu plötunni og hvort þeir héldu ekki toppsætinu þar til GN'R kom með snilldar tvennuna sína og Tromple de mond með Pixies stuttu síðar og Blood sugar sex magic með Red hot chili peppers og svo kom U2 nokkrum vikum seinna með að mínu mati sína bestu plötu.
En um haustið kom líka Nevermind með Nirvana en ég heyrði ekki í henni fyrr en nálgaðist jól, sama má segja um Badmotorfinger, meistarastykki Soundgarden. Pearl Jam heyrði ég hins vegar ekki fyrr en á vordögum 92. Gish með Smashing pumpkins heyrði maður svo enn síðar.
Eins og sést á upptalningunni, þá voru þetta engar smá plötur, alveg ótrúlegt ár. Þá var nú gaman að vera rokkari - en svo má ekki gleyma að þetta var frábært ár líka í hipphoppinu, O.G. með Ice-t, Death Certificate með Ice Cube og Niggaz4life með NWA.
Auðjón (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 21:36
Auðjón, takk fyrir þennan fróðleik og að leiðrétta útgáfuár Actung Baby. Mig minnti endilega að hún hefði komið út 1990 - af því að Rattle and Hum kom út 1988. Þeir hafa verið latir, Írarnir, um þetta leyti. Ég laga þetta í hvelli í færslunni.
Jens Guð, 26.2.2011 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.