Framhjáhald látinna

  Þetta er snúið mál og ekki auðleyst.  Þannig er að öldruð kona,  nánar tiltekið hálf níræð,  uppgötvaði nýverið sér til skelfingar að látinn maður hennar (eiginmaður frá unglingsárum þeirra og barnsfaðir) og látin systir hennar hvíla saman hlið við hlið í glæsilegum einskonar hjónagrafreit.  Þarna er um mistök að ræða hjá þeim sem sáu um útförina.  Gamla konan,  Sandy,  er niðurbrotin út af þessu.  Hún er afar kirkjurækin og upptekin af trúmálum.  Samkvæmt hennar trúarsannfæringu má ekki hrófla við jarðneskum leifum þessara ástvina hennar,  núna þegar meira en ár er liðið frá útför systurinnar og ennþá lengra liðið frá útför eiginmannsins.  Það sem verra er:  Samkvæmt sömu trúarsannfæringu Sandyar jafngildir það framhjáhaldi að hjónaleysin,  eiginmaðurinn og systirin,  skuli hvíla saman í gröf.  Og það um alla eilífð.  

  Á móti vegur að mágur Sandyar,  látinn eiginmaður systurinnar,  hvílir í næstu gröf við hlið konu sinnar.  Við hina hlið hans bíður pláss ætlað líki Sandyar.  Það þykir Sandy með öllu óásættanlegt af fyrrgreindum trúarástæðum.

  Forsaga þessa snúna máls er sú að fyrir nokkrum árum keyptu Sandy og systir hennar sitthvorn hjónagrafreitinn hlið við hlið.  Eiginmenn þeirra féllu frá með stuttu millibili og allt gekk samkvæmt áætlun.  Í ágúst 2009 dó systirin.  Hún var fyrir handvömm jörðuð í gröfina hennar Sandyar. 

  Útfararstofan hefur boðist til að breyta um merkingu á legsteini systurinnar,  Sandy að kostnaðarlausu.  Í stað þess að á legsteininum standi við hlið nafns eiginmanns Sandyar "Ástkær eiginkona" verði textinn "Ástkær mágkona". 

  Sandy þykir sáttaboð útfararstofunnar móðgandi.  Sjálf hefur hún ekki komið auga á neina viðunandi lausn.  En þangað til henni dettur eitthvað í hug hefur hún dregið útfararstofuna fyrir dómstól í New York og krefst 1700 milljóna ísl. kr.  í skaðabætur - til að létta sér lund eftir áfallið.  Nú væri gott ef netverjum dettur í hug eitthvað gott ráð til að leysa hnútinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Mun nota helgina til að finna lausn á þessu flókna máli.

Sigurður I B Guðmundsson, 4.3.2011 kl. 15:42

2 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Aumingja konan,þetta er bara skandall.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 4.3.2011 kl. 16:51

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Framhaldið er bara andi eða réttara sagt orka alla vega ekki efni svo um væri að ræða eitthvað Platónskt. Slíkt getur sannarlega verið út yfir gröf og dauða að ég trúi.

Kolbrún Baldursdóttir, 4.3.2011 kl. 19:55

5 identicon

Grafa allt liðið upp og brenna þau

Gunnar (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 14:14

6 identicon

Einfalt ..... flytja pláss Sandyar yfir að hinni hlið eiginmanns síns :)

Þórður G. Sigfriðsson (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.