Foreldrar ársins - eða þannig

  Takið eftir barninu sem maðurinn situr á.  Hann virðist ekki taka eftir því.  Auðsjáanlega ekki þægileg staða fyrir barnið.

foreldrar ársins K

  Hvað er í gangi?  Er verið að hlífa barninu fyrir svifryki?

foreldrar ársins A

  Krökkum þykir gaman að leika sér í byssó.  Ég minnist þess frá mínum æskuárum.  En eitt er að leika sér í byssó og annað að vera nánast á bleyjunni þjálfaður í alvöru Suðurríkjastemmningu.

foreldrar ársins B

  Krakkinn sér um innkaupakerruna fyrir bjórinn.  Lofar góðu.

foreldrar ársins C

  Já,  hvers vegna að rölta um með barnavagninn þegar hægt er að draga hann á eftir mótorhjólinu?

 

foreldrar ársins D

  Það verður að leyfa krakkanum að ná "kontakt" við hættulegu dýrin á dýrasafninu.  Það er enginn vandi að kippa krakkanum upp ef dýrið bítur. 

foreldrar ársins E

  Ég man ekki hvað það heitir þetta rafknúna hjólatæki.  En það sparar sporin þegar krakkinn er viðraður. 

foreldrar ársins F

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jens.

Auðvitað er allt þetta fólk með háskólagráðu í með ferðum barna frá Háskóla Íslands ?

JR (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 01:44

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þennan uppeldis fræðing Jens, en of seint í rassinn gripið, ég hef þegar skilað af mér mínum börnunum, en ég eygi smá von þegar ég fæ barnabörnin lánuð, þá fæ ég tækifæri og svo skila ég bara ungunum aftur og "enginn veit" neitt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.3.2011 kl. 01:45

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Úps, vonandi lesa börnin mín þetta ekki, ef þau gera það er ég í vanda!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.3.2011 kl. 01:47

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Farartækið heitir Segway...  Ef ég man rétt...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.3.2011 kl. 01:56

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

GÓÐUR!!

Sigurður I B Guðmundsson, 5.3.2011 kl. 10:19

6 Smámynd: Ómar Ingi

Svo er fólk á móti fóstureyðingum !!!!

Ómar Ingi, 5.3.2011 kl. 12:49

7 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Næstsíðasta myndin er snilld. Þarna er verið að athuga hvort dýrin bíta eða ekki. Þá er krakka látið slaka niður. Ef þau bíta, þá má ekki klappa, en ef þau eru gæf og bíta ekki, þá er í lagi að klappa þeim á höfðinu.

Siggi Lee Lewis, 5.3.2011 kl. 17:54

8 Smámynd: Jens Guð

  JR,  það gefur auga leið.

Jens Guð, 6.3.2011 kl. 00:54

9 Smámynd: Jens Guð

  Axel,  við höfum einmitt tækifæri til að læra af uppeldismistökum og afgreiða barnabörnin án hnökra í uppeldinu.

Jens Guð, 6.3.2011 kl. 00:56

10 Smámynd: Jens Guð

  Jóna Kolbrún,  ég held að þú farir rétt með nafnið.

Jens Guð, 6.3.2011 kl. 00:56

11 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 6.3.2011 kl. 00:57

12 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  ég verð að taka undir með þér.

Jens Guð, 6.3.2011 kl. 00:57

13 Smámynd: Jens Guð

  Ziggy Lee,  nákvæmlega!

Jens Guð, 6.3.2011 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.