Íslendingar áberandi í útlendu poppblaði

  Það er töluvert gaman að fletta nýjasta hefti breska tónlistarblaðsins Q.  Íslenskir tónlistarmenn eru áberandi í því.  Framarlega í blaðinu er listi yfir lög sem blaðið býður lesendum sínum að hlaða niður.  Lögunum er raðað upp og númeruð eftir mikilvægi.  Lag númer 1 er með hljómsveit bassaleikarans Árna Árnasonar,  The Vaccines.  Því fylgir stór ljósmynd af hljómsveitinni.  Til að hlaða lögunum niður þarf aðeins að smella á www.qthemusic.com/q50

  Örfáum blaðsíðum aftar í blaðinu er opna þar sem Ellie Coulding telur upp 9 merkustu gripina í sínu plötusafni.  Hver plata er kynnt í löngu máli og með mynd.  Fyrsta platan sem Ellie telur upp er  Debut  með Björk.  Sú plata er það sem Ellie skilgreinir ævintýralegustu plötuna í safninu.  Aðrar plötur á lista Ellie eru m.a.  Rage Against the Machine  með samnefndri hljómsveit (platan sem hrelldi mömmu Ellie mest) og  Ten  með Pearl Jam.  Ellie er með fínan músíksmekk.

  Aftar í blaðinu er grein um barnastjörnur.  Þar er ljósmynd af 11 ára gamalli Björk og sagt frá fyrstu plötunni sem hún söng inn á á þeim aldri hér á landi á (svo gripið sé til orðalags Hallbjarnar Hjartarsonar).

  Aftarlega í Q er dómur um plötuna  Puzzle  með Amiina.  Dómurinn er afskaplega jákvæður en úthlutar plötunni þó "aðeins" 3 stjörnur af 5.

  Gagnrýnendur Q eru ennþá hrifnari af plötu The Vaccines,  What did you expect from The Vaccines?.  Hún fær 4 stjörnur,  heila blaðsíðu undir umfjöllunina og aðra blaðsíðu undir ljósmynd af hljómsveitinni.

  Þetta allt saman staðfestir að Íslandsdeildin er orðin fyrirferðamikil á alþjóðamarkaðnum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

 Takk fyrir þetta

Ómar Ingi, 9.3.2011 kl. 23:19

2 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  það er assgoti gaman að þessu.

Jens Guð, 10.3.2011 kl. 02:02

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hey, þú verður að koma með "öðruvísi" blogg svo ég geti gert athugasemd!!

Sigurður I B Guðmundsson, 10.3.2011 kl. 14:20

4 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  ég verð fjarri tölvu í nokkra daga.  Kem svo tvíefldur til leiks - með eitthvað sprell - um miðja næstu viku eða svo.

Jens Guð, 11.3.2011 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband