Bestu bresku söngvarnir

  Í nýjasta hefti breska tónlistartímaritsins Q er ekki einungis fjölbreytt umfjöllun um íslenska músík.  Það er fleira áhugavert í blaðinu.  Til að mynda hefur blaðið fengið alla helstu lagahöfunda breska poppsins til að leggja saman í púkk og finna út hverjir eru helstu sérbresku söngvarnir (ultimate British songs).  Þessir söngvar urðu hlutskarpastir:

1.   Underworld:  Born Slippy

2.   Robert WyattShipbuilding

  Fyrir þá sem ekki þekkja til má geta þess að  Shipbuilding  er eftir Elvis Costello.  Lagið er samt lang þekktast í þessum flutningi Roberts Wyatts.  Lengi vel átti það met yfir hvaða lag dvaldi lengst á toppi óháða breska vinsældalistans (indie).  Kannski stendur það met ennþá.  Hljómsveitin Suede krákaði þetta lag fyrir nokkrum árum.  Hún fékk ágæta útvarpsspilun. 

  Robert Wyatt var trommuleikari og söngvari bresku djass-rokk sveitarinnar Soft Machine.  Svo stökk hann í sukkpartýi út um glugga á 3ju hæð.  Eftir það hefur hann verið bundinn lamaður við hjólastól og snúið sér í meira mæli að söng en trommuleik.  Hann hefur m.a. sungið með Björk (á Medúlla) og Pink Floyd. 

3.   The LibertinesUp The Bracket

  Dópistinn knái Pete Doherty sló fyrst í gegn með The Libertines.  Síðan stofnaði hann The Babyshamles og dópaði ennþá meira.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Syntahljómarnir í: born slippy munu lifa lengi og komast í klassísku rokkbækurnar..

hilmar jónsson, 11.3.2011 kl. 22:13

2 identicon

Breskast af öllu bresku?

Ég sting uppá Kinks....

Jóhann (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 23:14

3 Smámynd: Ómar Ingi

Gaman af þessu

Ómar Ingi, 11.3.2011 kl. 23:39

4 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 12.3.2011 kl. 12:07

5 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Alltaf gaman að lesa þig og upplifa aftur gömlu góða rokkið.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 19.3.2011 kl. 15:43

6 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

gamla átti það að vera.Sem í dag er það besta ekkert er að gerast í músikkini fyrir utan jass og blues.Lady Gaga -Rhiana og allt þetta poprusl gefur eingar musik tilfiningar

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 19.3.2011 kl. 15:47

7 Smámynd: Jens Guð

  Hilmar,  þetta er klassík.

Jens Guð, 20.3.2011 kl. 03:12

8 Smámynd: Jens Guð

  Jóhann,  ég hef sterkan grun um að atkvæði greidd lögum The Kinks hafi dreifst yfir svo mörg að þau hafi fellt hvert annað niður listann.  Waterloo Sunset  er í 44. sæti.  Næst á undan  Ghost Town  með The Specials.

Jens Guð, 20.3.2011 kl. 03:18

9 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  virkilega.  Og takk fyrir brandarana. 

Jens Guð, 20.3.2011 kl. 03:19

10 Smámynd: Jens Guð

  Sigurbjörg,  það er gaman að rifja upp þessi lög.  Sammála þér með ruslið.

Jens Guð, 20.3.2011 kl. 03:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.