Broslegt úr fermingarfræðslu

  Núna stendur fermingarundirbúningur barna sem hæst.  Liður í honum er svokölluð fermingarfræðsla.  Á dögunum var einn tími fermingarfræðslunnar lagður undir fyrirlestur um skaðsemi áfengis og ólöglegra vímuefna.  Foreldri eins fermingarbarnsins beið frammi á meðan en lagði jafnframt við hlustir.  Fyrirlesturinn var nefnilega áhugaverður.  Fulltrúi frá fíkniefnadeild lögreglunnar fór skipulega og ítarlega yfir skaðsemi og hættur hvers vímuefnis fyrir sig.  Börnin hlustuðu hljóð á. 

  Er fyrirlestrinum lauk sté presturinn fram og spurði börnin:  "Náðuð þið þessu öllu?  Spyrjið endilega ef eitthvað er óljóst."

  Einu viðbrögðin voru að drengjarödd í mútum heyrðist kalla:  "Það er nú ekki eins og þetta séu einhver geimvísindi!" 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2011 kl. 23:44

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.4.2011 kl. 00:05

3 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 15.4.2011 kl. 00:10

4 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil, takk fyrir innlitiðþ

Jens Guð, 15.4.2011 kl. 01:39

5 Smámynd: Jens Guð

   Jóna Kolbrún, mér varð á að skella upp út þegar mér var sögð þessi saga.

Jens Guð, 15.4.2011 kl. 01:40

6 Smámynd: Jens Guð

innlitið, átti það að vera.

Jens Guð, 15.4.2011 kl. 01:41

7 Smámynd: Jens Guð

Ómar Ingi, það er gaman að fylgjast með þessmu krökkum.

Jens Guð, 15.4.2011 kl. 01:42

8 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hann hefði mátt bæta við að það sé ljótt að sparka í afturendann á fólki sérstaklega í leikfimi!!

Sigurður I B Guðmundsson, 15.4.2011 kl. 09:47

9 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  það er ennþá brýnna að kenna þetta í guðfræðideildinni.  Jafnvel með sýnikennslu í því hvernig ekki á að sparka í stelpur í leikfimi.

Jens Guð, 16.4.2011 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.