Skúbb! Eivör á rappplötu

  Síđustu árin hefur dúettinn Nik & Jay veriđ stćrsta nafniđ í dönsku rappsenunni.  Og reyndar eitt stćrsta nafniđ í dönsku músíkflórunni í ţađ heila,  ásamt rokksveitinni Nephew.  Nik & Jay hafa átt fjölda laga og platna í efstu sćtum danska vinsćldalistans og fariđ heim međ verđlaunagripi frá Dönsku tónlistarverđlaununum.  Alveg eins og fćreyska álfadrottningin Eivör.  Ţađ er skemmtileg tilviljun.  Fyrir mánuđi fékk Eivör nefnilega beiđni um ađ gera lag međ Nik & Jay.  Um er ađ rćđa titillag nćstu plötu drengjanna,  Engle eller Dćmoner

  Ekki nóg međ ţađ.  Hugmyndin er ađ flétta lagi Eivarar,  Tröllabundin,  inn í  Engle eller Dćmoner.  Samstarfiđ verđur á jafnréttisgrundvelli.  Eivör hefur jafn mikiđ ađ segja um útfćrsluna og drengirnir.  Ţetta er samvinnuverkefni fremur en ađ Eivör sé gestasöngvari í lagi hjá Nik & Jay. 

  Eivör tók erindi Nik & Jay vel.  Ţegar hefur veriđ ákveđiđ ađ fara lengra međ samstarfiđ.  Til ađ mynda er áhugi fyrir ţví ađ Eivör taki ţátt í hljómleikum Niks & Jays í sumar. 

  Í fyrra kom Eivör fram á fjölda hljómleika vinsćlustu hljómsveitar Danmerkur,  Nephew,  og einnig vinsćlustu vísnahljómsveit Noregs,  Vamp.  Ađ auki söng Eivör á plötu Vamp.  Hvorutveggja vakti mikla athygli og var góđ kynning fyrir Eivöru.  Nćsta víst er ađ svo mun einnig verđa međ samstarf hennar og Niks & Jays. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ţezzi Eivör, er ţetta dona óvirkandi víruzavörn ?

Er hún frí, eđa í fríi ?

'-}

Steingrímur Helgason, 17.4.2011 kl. 01:15

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Alltaf eru ţau nú skemmtileg orđin sem hafa sama samhljóđann ţrisvar sinnum í röđ: rappplata, ţátttaka, gullleitarmađur, rassskelling :-)

Flosi Kristjánsson, 17.4.2011 kl. 17:47

3 Smámynd: Jens Guđ

Steingrímur, Eivör er alltaf flottust burt séđ frá fríi eđa ekki fríi.

Jens Guđ, 17.4.2011 kl. 22:55

4 Smámynd: Jens Guđ

   Flosi, strangt til tekiđ ćtti ég ađ setja bandstrik á milli ţegar útlent orđ (rapp í ţessu tilfelli) "klassar" viđ íslenska endingu. 

Jens Guđ, 17.4.2011 kl. 22:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband