Skúbb! Íslensk hljómsveit á Brasilíumarkað

  Brasilía er eitt stærsta markaðssvæði rokkmúsíkur í heiminum á eftir Bandaríkjunum,  Indlandi,  Evrópu og Kína.  Kínverjar eru 1400 milljónir.  Indverjar röskar 1000 milljónir.  Kanar 310 milljónir.  Gott ef íbúar Brasilíu eru ekki einhversstaðar þar í grennd.  200 milljónir eða svo.

  Fyrir tveimur árum fékk einn af helstu plötuútgefendum Brasilíu ofur áhuga á íslensku pönksveitinni Q4U.  Hann fann ekki netfang Q4U eða aðrar upplýsingar um hljómsveitina í tvö ár.  Q4U er nefnilega ekki í símaskránni.  Nú hefur kauði loks náð sambandi við Q4U og vill ólmur gefa út plötu með Q4U í Brasilíu.  Hann vill hafa á plötunni ný lög í bland við eldri lög hljómsveitarinnar.

  Kappinni kemur til Íslands í vor til að taka upp myndbönd með Q4U í samhengi við plötuútgáfuna í Brasilíu.

  Til gamans má geta að Q4U er nafn í Þýskalandi.  Þar á hún harðsnúinn hóp dyggra aðdáenda.  Útgáfa á plötu með Q4U í Brasilíu þýðir sölu upp á tugþúsunda upplag.  Brasilíski markaðurinn nær jafnframt yfir til nágrannalanda og Portúgals.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Pönk er tónlist ófríðra og getulausra á tónlistarsviðunu.

Þetta fólk var einfaldlega ekki að gera sig á sviði... fyrr en pönkið kom.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.4.2011 kl. 23:37

2 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar Th.,  þessar alhæfingar þínar standast ekki skoðun.  Tökum fyrst útlitið.  Ellý í Q4U og Björk eru ljómandi fríðar.  Svo þær tvær söngkonur sem helst hvað að í íslensku pönki séu nefndar.  Ef til útlanda er vísað má tiltaka stelpurnar í The Slits,  söngkonuna Debbie Harry (Blondie var upphaflega skilgreind hluti af bandarísku pönksenunni),  Nína Hagen og svo framvegis. 

  Svo við snúum okkur aftur að íslensku pönksennunni þá skoraði Bubbi hátt í kynþokkahlutverki.  Hann var andlit íslensku pönksennunnar.

  Þá er það þetta með getuleysið á tónlistarsviðinu.  Vissulega bauð og býður pönkið upp á hugmyndafræðina að gera óháð getu.  Engu að síður er saga pönksins sneisafull af hæfileikaríku tónlistarfólki. Hljómsveitin The Clash er gott dæmi um slíkt.  

Jens Guð, 19.4.2011 kl. 00:53

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þeir sem voru ekki ófríðir, en vildu vera með í pönkinu, voru með móhíkanakamb á hausnum og afskræmdu sig með andlitsmálningu og/eða druslulegum klæðnaði.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.4.2011 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.