Einkennilegt samtal á fésbók

  Í gærkvöldi kíkti ég rétt sem snöggvast á fésbók,  eftir að hafa skemmt mér konunglega í fermingarveislu (nei,  það var ekki verið að ferma mig heldur frænku mína).  Ég var ekki fyrr búinn að skrá mig inn á fésbókina en góðkunningi minn kastaði á mig kveðju á lokuðu spjallrásinni.  Hann var blindfullur,  eins og gengur.  Og langdrukkinn að auki.  Það er að segja var búinn að hella hraustlega í sig alveg frá því að vinnudegi lauk á föstudaginn.  Þannig að hann var orðinn töluvert ringlaður.

  Eftir að hafa kastað á mig kveðju og talið upp þær vínflöskur og bjórdósir sem hann var búinn að slátra sagðist hann vera að spjalla við tiltekna manneskju á fésbók.  Og bætir við:  "Við erum búin að ræða heilmikið um þig."

  Ég spurði:  "Hvað í ósköpunum getið þið rætt um mig?"

  Hann svaraði:  "Ég er nú eiginlega ekki alveg klár á því ennþá.  Við tölum nefnilega undir rós.  Við höfum ekki nefnt þig á nafn.  Það getur verið að við séum að tala um einhvern annan.  Ég held samt að við séum að tala um þig." 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jens þessi hefur verið kóf drukkinn.

Brynjar Klemensson (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 06:13

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha Björgvin Halldórs " Ég er að tala um þig... þig þig þig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2011 kl. 09:44

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég finn til með rósinni. Svo hélt ég að það væri bara lögreglan sem ætti góðkunningja.

Sigurður I B Guðmundsson, 19.4.2011 kl. 14:42

4 Smámynd: Jens Guð

  Brynjar,  ójá,  og þú þekkir hann.

Jens Guð, 19.4.2011 kl. 23:14

5 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  einmitt!

Jens Guð, 19.4.2011 kl. 23:15

6 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  það eru bara ég og löggan sem eiga góðkunningja. Og flesta þá sömu.

Jens Guð, 19.4.2011 kl. 23:17

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Þrælskýr! Vissi hve margar bjórdósir og vínflöskur,hann hafði lagt að velli.

Helga Kristjánsdóttir, 19.4.2011 kl. 23:20

8 Smámynd: Jens Guð

  Helga,  hann hefur vitað hvernig innkaupum var háttað á föstudeginum og hvað var eftir af þeim á sunnudeginum.  Ég giska á það.

Jens Guð, 19.4.2011 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.