Kynningarmyndbandið með Eivöru, Nik & Jay

  Í síðustu viku upplýsti ég kátur og hress á þessum vettvangi að vinsælustu rapparar Danmerkur,  Nik & Jay,  hafi óskað eftir liðsinni færeysku álfadrottningarinnar,  Eivöru,  við gerð titillags væntanlegrar plötu dúettsins.  Þá færslu má lesa með því að smella á þessa slóð:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1160277/ 

  Nú er komið á Þútúpuna kynningarmyndband fyrir plötuna.  Þar má heyra hvernig lag Eivarar,  Tröllabundin,  er fléttað saman við lag Niks & Jay,  Engle eller Dæmoner.  Poppfræðingar í Danaveldi reikna með því að lagið fái gríðargóða útvarpsspilun og platan fari á topp danska vinsældalistans.  Gangi það eftir verður það í fyrsta skipti sem færeyska hljómar á metsöluplötu í Danmörku. 

  Hér er kynningarmyndbandið:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

skratti gott hjá þeim

Óskar Þorkelsson, 20.4.2011 kl. 07:57

2 Smámynd: Ómar Ingi

Skidegodt

Ómar Ingi, 20.4.2011 kl. 21:16

3 Smámynd: Ómar Ingi

Þetta er nu eitthvað fyrir þig http://ommi.blog.is/blog/ommi/entry/1161696/?fb=1

Ómar Ingi, 23.4.2011 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband