Eivör í toppsæti danska vinsældalistans?

  Í dag kom á markað ný plata,  Engle Eller Dæmoner,  með vinsælasta rappdúett Danmerkur,  Nik & Jay.  Titillagið er að hluta lag Eivarar,  Tröllabundin.  Nik & Jay eru í hópi allra vinsælustu poppara í Danmörku.  Þarlendir poppfræðingar ganga út frá því sem vísu að platan fari í 1. sæti danska vinældalistans.  Plötudómar þarlendra eru sammála um að titillagið sé það bitastæðasta á plötunni.  Ef spár ganga eftir verður þetta í fyrsta skipti sem færeyskur söngtexti toppar danska vinsældalistann.  Þetta er spennandi dæmi.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

 Flott

Ómar Ingi, 27.4.2011 kl. 00:14

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að þessu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2011 kl. 11:17

3 identicon

Eivør kemur fyrir í tólfta laginu á disknum "Bølgerne ved Vesterhavet" en þar er einnig annar þekktur tónlistarmaður í Danaveldi sem kallast Burhan G.

Sverrir (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 11:18

4 identicon

Afsakaðu Jens fyrir þetta þráðrán, en hver er staðan á nálinni í dag? ég smelli reglulega á fm 101,5 og ekkert nema surg.

ala (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 15:15

5 identicon

Færeyska hljómsveitin The Dreams hefur setið oft og lengi á danska toppnum á síðustu árum.

Blíðar heilsanir úr Föroyum

Helgi (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 20:07

6 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  þetta er spennandi.

Jens Guð, 29.4.2011 kl. 14:10

7 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  heldur betur.

Jens Guð, 29.4.2011 kl. 14:11

8 Smámynd: Jens Guð

  Sverrir,  takk fyrir þessar upplýsingar.

Jens Guð, 29.4.2011 kl. 14:11

9 Smámynd: Jens Guð

  Ala,  Nálin virðist vera komin í laaaangt frí.  Þetta er ekki rétta árferðið fyrir nýja útvarpsstöð.  Að því er virðist.  Því miður.

Jens Guð, 29.4.2011 kl. 14:13

10 Smámynd: Jens Guð

  Helgi,  ég hef gert velgengni The Dreams góð skil í bloggfærslum.  Ég hef nett gaman að sumu með þeim.  Það væri gaman að heyra þá syngja á færeysku,  eins og þeir gerðu áður en þeir urðu vinsælir í Danmörku.

Jens Guð, 29.4.2011 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband