29.4.2011 | 02:43
Furðulegt uppátæki í plötuverslun
Það getur verið assgoti gaman að skoða sig um í plötubúðum. Ekki síst í plötubúðum þar sem starfsfólkið þekkir illa til þeirra platna sem á boðstólum eru. Í ónefndri plötubúð í Stóru hryllingsbúðinni (eins og Pétur Þorsteinsson, prestur Háóða safnaðarins, kallar Kringluna) er rekki undir þungarokksplötur. Hann er kyrfilega merktur "Þungarokk". Úrvalið er frekar fátæklegt. Fremst í röð platna með flytjendum hvers nafn byrjar á E trónir ljúf kántrý-plata með bandaríska kántrý-boltanum og heróín-fíklinum Steve Earle.
Þessi plata, Copperhead Road, er frá níunda áratugnum og vel kunn flestum sem fylgjast eitthvað með dægurlagamúsík. Meðal annars er platan fræg vegna þess að breska þjóðlagahljómsveitin frábæra The Pogues sér að hluta um undirleik. Það örlar þess vegna á írskum keim á plötunni. Einnig er platan þekkt fyrir það að Jón Reiðufé (Johnny Cash) krákaði (cover song) af henni lagið The Devil´s Right Hand. Sama lag skreytti kúrekamyndina Brokeback Mountain.
Grunur leikur á að starfsfólk plötubúðarinnar í Kringlunni þekki lítið sem ekkert til helstu nafna í kántrýi og þungarokki. Annars myndi það staðsetja vinsæla kántrýplötu annarsstaðar en í þungarokksrekka. Til dæmis í kántrý-rekkann.
Ef smellt er á myndbandið að ofan birtist hugsanleg vísbending um ástæðu þess að kántrý-plata sé flokkuð sem þungarokk. Þarna sést framhlið umslagsins. Hvað dettur fáfróðum í hug þegar þeir sjá hauskúpu og leggi glenna sig á plötuumslagi? Aha, þetta hlýtur að vera þungarokk. Aftan á umslaginu er ljósmynd af síðhærðum Steve Earle. Það þarf ekki frekar vitnanna við. Það þarf ekki einu sinni að hlusta á plötuna né "gúgla" hana eða flytjandann.
Steve Earle er lunkinn söngvahöfundur og mikið krákaður í bandarísku kántrý-deildinni. En ekki í þungarokksdeildinni. Þar er frekar sótt í Slayer. Og þar bregður ósjaldan fyrir hauskúpum og síðu hári.
Ef þið smellið á þessi myndbönd til skiptist má heyra að það er blæbrigðamunur á kántrýi og þungarokki. Afsakið hvað fyrra Slayer-lagið endar bratt. Það er ekki mér að kenna.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Ljóð, Menning og listir, Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 13:59 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Örstutt og snaggaralegt leikrit
- Týndi bílnum
- Herkænska
- Sér heiminn í gegnum tönn
- Dularfulla kexið
- Ókeypis utanlandsferð
- Hlálegt
- Undarlegar nágrannaerjur
- Rökfastur krakki
- Ástarsvik eða?
- Grillsvindlið mikla
- Einn að misskilja!
- Ógeðfelld grilluppskrift
- Þessi vitneskja getur bjargað lífi
- Sparnaðarráð sem munar um!
Nýjustu athugasemdir
- Örstutt og snaggaralegt leikrit: Ég komst því og miður ekki á mótmælin á Austurvelli í dag, en f... Stefán 6.9.2025
- Örstutt og snaggaralegt leikrit: Wilhelm, takk fyrir það. jensgud 6.9.2025
- Örstutt og snaggaralegt leikrit: Hörku gott leikrit í anda leikhúss fáranleikans, sem er ekki sv... emilssonw 5.9.2025
- Örstutt og snaggaralegt leikrit: Nú verð ég að leiðrétta síðustu hendinguna úr ljóði Karls Ágúst... Stefán 5.9.2025
- Örstutt og snaggaralegt leikrit: Stefán, takk fyrir skemmtilega söguskýringu. jensgud 5.9.2025
- Örstutt og snaggaralegt leikrit: Svo var það hann Snorri sem lenti í tímaflakki. Hann kom allt í... Stefán 5.9.2025
- Örstutt og snaggaralegt leikrit: Jóhann, þessi er góður! jensgud 5.9.2025
- Örstutt og snaggaralegt leikrit: Hér kemur skemmtileg saga frá Ísafirði. Elliheimilið þar heit... johanneliasson 5.9.2025
- Týndi bílnum: Þegar fyrrum duglaus og oft hálf rænulaus ráðherra Guðmundur In... Stefán 31.8.2025
- Týndi bílnum: Sigurður I B, guðunum sé lof fyrir það! jensgud 31.8.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 21
- Sl. sólarhring: 38
- Sl. viku: 882
- Frá upphafi: 4158792
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 694
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
axeltor
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
komediuleikhusid
-
elfarlogi
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Svo getur ástæðan líka verið að það er styttra í þungarokksrekkann en kántrírekkann.
Maður má ekki vera of fljótur að dæma.
Óli minn, 29.4.2011 kl. 05:36
Ómar Ingi, 30.4.2011 kl. 12:26
Kæri Óli, það er tilfellið. Það er styttra í þungarokksrekkann en kántrýrekkann frá afgreiðsluborðinu.
Jens Guð, 1.5.2011 kl. 21:57
Ómar Ingi, takk fyrir innlitið.
Jens Guð, 1.5.2011 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.