Pottþétt aðverð til að venja börn af matvendni

matvandur krakki

  Allir foreldrar þekkja matvönd börn.  Það hlálega er að matvendnin er sjaldnast tilkomin vegna þess að börnunum þyki tiltekinn matur vondur.  Þetta er aðeins aðferð barna til að kanna hvað þau komast upp með.  En matvendnin er jafn hvimleið fyrir því.  Einkum þegar mikið hefur verið haft fyrir matreiðslunni og barnið bara harðneitar að borða - þrátt fyrir að vera svangt.  Viðbrögð foreldrisins er jafnan að reyna að finna þá eitthvað annað handa barninu að borða.  Panta handa því pizzu eða eitthvað.

  Til er einföld aðferð sem slær matvönd börn út af laginu.  Hún er sú að hafa alltaf þríréttaða máltíð.  Barnið fær að velja hvaða réttur fer á disk þess.  Undir þeim kringumstæðum nær barnið ekki að hugsa hvort það eigi að neita að borða matinn eða ekki.  Það eina sem kemst að í huga barnsins er hvaða réttur sé bestur.

  Heppilegast er að hafa réttina sem ólíkasta.  Einn rétturinn getur til dæmis að taka verið grillaður humar með hvítlaukssmjöri.  Annar rétturinn getur verið pipruð nautalund með rauðvínssósu og lerkisveppa-kartöfluköku.  Þriðji rétturinn getur verið kjúklingabringur,  maríneraðar í tandoori-kryddi og eldaðar á fati ásamt tómötum,  fenugreek,  engifer og rjóma.

  Þeim rétti sem barnið velur er skipt út í næstu máltíð.  Hinir fá að halda sér í öllum næstu máltíðum alveg þangað til blessað barnið hefur valið þá líka.

Matvandur krakki A


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jahá minn ágæti, og hvar eiga foreldrar að fá pening til að kaupa þennan þrírétt. Ég segi fyrir mig að ég reyni að komast af með sem minnst í matarinnkaupum, en samt kaupa staðgóðan mat, eins og nýjan fisk, lambakjöt, hakk í bónus, kjúkling eða pastarétt, en Guð hjálpi mér ef ég á að fara að hafa þrjá rétti bara til að venja unglingana af matvendni.  Ég held að ég fari bara gömlu leiðina, ókei ef þú vilt ekki það sem er á boðstólum, færðu ekki neitt.  Og þegar þú verður svangur/svöng geturðu hitað upp afganginn af matnum.  Þetta svínvirkar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2011 kl. 23:21

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Jens Guð. Er gott uppúr því að hafa, að vera Grasalæknir? Eða er þetta bara örstutt ferli með matinn Barnið?

Eyjólfur G Svavarsson, 4.5.2011 kl. 23:44

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Matvendni er ekki endilega af þessum ástæðum sem þú nefnir, að kanna hvað maður kemst upp með. Ég var og er enn mjög matvandur. Þetta er líklega bara eitthvað líkamlegt í taugakerfinu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.5.2011 kl. 23:46

4 identicon

Eda at gera sem mamma mín tegar ég vildi ekki borda skyr í gamla daga, hún setti bara grænan matarlit í skyrid sem ég bordadi med bestu list, vikuna eftir var tad raudi liturinn og sídan sá hvíti.

Trælvirkar

Arnfinnur Gudmundsson (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 09:48

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ágætt grín, en.... bragðnæmi barna er annað en fullorðinna. T.d. þola þau salt og krydd ver en fullorðnir, ef mikið er af því.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.5.2011 kl. 12:17

6 identicon

Ég veit að Jens hefur rangt fyrir sér hvað þetta varðar . í æsku fannst mér bæði ostur og grænar baunir ásamt fleiru ...vondur matur hvað varðar bragð og finnst enn - en ég fékk á stundum borgað fyrir að borða þetta sem endaði með því að mér fannst ég ekki fá nægan aur fyrir að borða þetta og því sjálfhætt , þekki líka að hafa ekki fengið að borða vegna þessa . Ég skil ekki uppeldisaðferðir fólks á sínum eigin afkvæmum að vilja fá börnin til að borða það sem þeim líkar ekki við .

Valgarð (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 17:37

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Matvendni er jákvæður eiginleiki barna og djúpt tilfinningalegs eðlis og hefur reyndar oftast ekkert með matin að gera. Það er vegna þess að börn "connecta" og "disconnecta" með foreldra sína og matvendni er þegar þau sækja í samband aftur. Eiginlega mjög einfalt enn krefst að vera vakandi þegar það skeður. Það á aldrei að reyna að tala til börn til að borða. Lífið er fullt af smáatriðum og þetta mál er eitt af því mikilvægasta....það á að kenna börnum að filgja tilfinningu sinni við val á mat. Follorðnir sem hóta, biðja eða suða í börnum að éta eitthvað sem þeim langar ekki í, eru oft að framleiða tilfinningavandamál framtíðarinnar...

Börn eiga alltaf að fá eins og þau vilja í matarmálum nema sykur & sælgætisáti....og þetta er ekki einu sinni djók. Ef fullorðnir hlustuðu á börnin sín myndi offituvandamál barna hverfa. Að skilja ekki hvað matvendni er, er átakanlegt.

"POTTÞ'ETT AÐFERÐ TIL AÐ VENJA BÖRN AF MATVENDNI" ætti eiginlega að heita: "1001 aðferð til hóta börnum, slá meiða, fara illa með og kvelja sem mest". Enn það þarf ekkert að skrifa bók með leiðbeiningum. Fullorðnir eru ótrúlega duglegir í að viðhalda fyrir börn, stórskaðlegum hefðum og bulli úr fornöld þegar vitnaðist að einhver hafði étið sauðskinnskóna sína. Líklegast var það barn sem át skóna því líklegast fannst því það betri matur enn soðin ýsa og kartöflur sem var drekkt í hamsatólg...enda viðbjóður sem matur fyrir flest börn og lostæti fyrir marga fullorðna...

Óskar Arnórsson, 5.5.2011 kl. 21:49

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef alið upp fjögur börn og oftast með heimilið mitt fullt af barnabörnum í mörg ár. Ég sé ekki betur en að best sé að þau læri að borða það sem er á boðstólum. Auðvitað á ekki að þvinga þau til að borða, né láta þau sitja við borðið uns þau gefast upp og éta það sem að kjafti kemur.  En allan venjulegan hollan mat eiga þau að læra að borða. 

Það væri laglegur andskoti ef ég þegar ég var ung og fátæk hefði átt að elda fjóra eða fimm rétti til að "þóknast" börnunum.  Enda læra þau fljótt að borða það sem er á boðstólum.  Fisk, kjöt,hafragraut, grjónus og það sem efni var á að kaupa. Aldrei bar á offitu, og ég veit ekki annað en að börnin mín hafi verið hamingjusamir unglingar, og allir strákarnir mínir þrír  voru og eru með betri kokkum sem ég veit um.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.5.2011 kl. 22:07

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú ert léttur Jens!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.5.2011 kl. 22:35

10 Smámynd: Jens Guð

   Ásthildur Cesil,  þín aðferð er áreiðanlega jafn góð og mín.  Og jafnvel einfaldari og betri.

Jens Guð, 6.5.2011 kl. 00:02

11 Smámynd: Jens Guð

   Eyjólfur, ég er ekki grasalæknir heldur gervigrasalæknir.  Það er allt annað dæmi.

Jens Guð, 6.5.2011 kl. 00:03

12 Smámynd: Jens Guð

   Sigurður Þór, mín fullyrðing um matvendni barna er ekki algild.  Þetta er meira ágiskun af minni hálfu.  Að vísu hafa rannsóknir sýnt að stálpuð börn borða af góðri lyst mat í leikskóla og á öðrum bæjum sem þau harðneita að borða heima hjá sér.  Ég þori ekki að hætta mér út í umræðu um matvendni fullorðinna.  Sem unglingi var mér boðið í Texas 1976 að borða súkkulaðihúðaðar pöddur.  Man ekki hvort það voru engisprettur eða eitthvað annað.  Ég hafði ekki lyst á því fremur en ánamaðkadjús.

Jens Guð, 6.5.2011 kl. 00:12

13 Smámynd: Jens Guð

Arnfinnur, gott ráð.

Jens Guð, 6.5.2011 kl. 00:13

14 Smámynd: Jens Guð

   Gunnar Th., þetta er rétt hjá þér. Ég kannast við hvernig börn bregðast við þegar þau fá í fyrsta skipti sítrón-sýrðan mat. 

Jens Guð, 6.5.2011 kl. 00:15

15 Smámynd: Jens Guð

   Valgarð, það er þannig að börn þurfa stundum aðlögun varðandi mat.  Mér er minnisstætt þegar ég sem barn smakkaði fyrst kæstan hákarl.  Mér þótti það smakk viðbjóður.  Í dag þykir mér fátt betra en kæstur hákarl. 

Jens Guð, 6.5.2011 kl. 00:18

16 Smámynd: Jens Guð

Óskar, þar er margt til í þessu hjá þér.

Jens Guð, 6.5.2011 kl. 00:18

17 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil (#8),  þetta er allt rétt hjá þér. 

Jens Guð, 6.5.2011 kl. 00:21

18 Smámynd: Jens Guð

Axel, ég er alltaf léttur og hress.

Jens Guð, 6.5.2011 kl. 00:22

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jens minn, þannig er bara þessi hagsýna húsmóðir, ekki þessi úr vesturbænum sem skrifaði langar pólitískar klausur í Velvakanda í den, heldur þessi amma sem bara er hér og hugsar um ungana sína.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2011 kl. 00:24

20 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Kannski dregur maður dám af þeim sem maður elst upp með. Mali er nefnilega matvandasti köttur sem ég veit um og fúlsar t.d. bæði við rækjum og túnfiski!

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.5.2011 kl. 01:00

21 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Jens Guð"  góður!!

Eyjólfur G Svavarsson, 6.5.2011 kl. 14:54

22 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  þú kannt þetta. 

Jens Guð, 7.5.2011 kl. 03:17

23 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður Þór,  Mali slær alla út í matvendni.  Ég hef aldrei áður heyrt um kött sem fúlsar við rækjum og túnfiski.

Jens Guð, 7.5.2011 kl. 03:18

24 Smámynd: Jens Guð

  Eyjólfur,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 7.5.2011 kl. 03:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband