Skúbb! Týr í 1. sæti í Bandaríkjunum

  Í vikubyrjun kom út sjötta plata færeysku víkingarokkaranna í Tý.  Hljómsveitarinnar sem átti vinsælasta lagið á Íslandi 2002,  Ormurin langi  (Ormurin með einu n).  Nýja platan heitir  The Lay of Thrym.  Platan með  Orminum langa  heitir  How Far to Asgaard  og sat vikum saman í 1. sæti íslenska plötusölulistans 2002. 

  Síðan hefur færeyska víkingsrokkssveitin Týr náð yfir marga þröskulda heimsfrægðar.  Komst á plötusamning hjá stærsta alþjóðlega plötuútgáfufyrirtæki þungarokksins,  Napalm Records;  hefur spilað á öllum stærstu þungarokkshátíðum heims og er orðin nógu stórt nafn til að túra um Bandaríkin og Evrópu sem aðal nafn.  Það telst ekki lengur til tíðinda að fjallað sé um Tý í helstu þungarokksblöðum heims.  Né heldur að lög með Tý sé á fylgidiskum þeirra blaða ásamt lögum með Sepultura,  Soulfly og svo framvegis.  Munurinn er sá að þegar Týr seldi 5000 eintök af  How Far to Asgaard  á 320 þúsund manna íslenskum markaði þá erum við að tala um 310 milljón manna markað í Bandaríkjunum.  Þar fyrir utan fá vinsælar plötur í Bandaríkjunum viðskiptavild sem skilar sér rækilega á heimsmarkaði.

  Samt sem áður kom það liðsmönnum Týs í opna skjöldu þegar í dag kom í ljós að nýjasta plata Týs,  The Lay of Thrym,  er komin í 1. sæti bandaríska CMJ Loud Rock vinsældalistans.  Platan er spiluð sundur og saman í fjölda bandarískra útvarpsstöðva.  Þar á meðal útvarpsstöðva sem menn vissu varla að væru til.  Týs-æði hefur skollið á í Bandaríkjunum líkt því sem gerðist þegar Týr sló í gegn á Íslandi 2002.  Strákarnir í Tý vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið. 

  Sjá: 

  Sjálfur hef ég í dag fengið tvær fyrirspurnir frá bandarískum þungarokksunnendum sem voru að uppgötva Tý eftir að hafa heyrt lög þeirra spiluð í bandarískum útvarpsstöðvum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æðislegt að heyra.  Ég hélt mikið upp á orminn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2011 kl. 22:46

2 identicon

Þegar annar diskur Týs, Eric the Red, kom út þá spáði ég því að hljómsveitin gæti allt eins náð heimsfrægð ef straumarnir væru réttir. Reyndar er ég á því að þrjóska Heri Joensen hafi meira að gera með hve langt þeir hafa náð frekar en heppni eða tilviljanir.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 08:06

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

http://www.metalunderground.com/news/details.cfm?newsid=69007

pagan metal band :) ég vissi ekki að heiðingjar fengju að ráfa um götur færeyja frekar en hommar.. en svona er heimurinn.. kemur manni sífellt áóvart ;)

Óskar Þorkelsson, 10.6.2011 kl. 08:07

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Myndbandið er svolítið statískt hjá þeim blessuðum og það væri við hæfi að poppa það aðeins upp. Með örlitlu tweeki gæti þetta jafnvel orðið jafn frábært og Life is life með Laibach því það minnir í raun svolítið á það.

Ég tek undir með Óskari. Eru heiðingjar í Færeyjum? Hélt að það væri þeirra fremsti löstur að svo er ekki. Þessu jesúliði var öllu hent í land í Færeyjum á sínum tíma þegar menn sigldu á Ísland. Eins og aðrir kristlingar þá voru þeir gersamlega óþolandi og sjálfsentrískir vælukjóar og hvorki húsum né bátum hæfir.

Ég mun aldrei taka Færeyinga í sátt á meðan þeir eru svona forstokkað halelújalið, en er ágætlega sáttur við Týr og tónlist þeirra. 

Jón Steinar Ragnarsson, 10.6.2011 kl. 10:53

5 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  þetta er flott lag í frábærum flutningi Týs.

Jens Guð, 10.6.2011 kl. 11:03

6 Smámynd: Jens Guð

  Óli Gneisti,  þrjóskan hjálpar að minnsta kosti.  Svo er víst.  En hljómsveitin hefur líka margt til brunns að bera.  Til að mynda er Heri tæknilega mjög flinkur gítarleikari.  Þá radda strákarnir oft skemmtilega.  Ekki bara á plötum.  Líka á sviði.

Jens Guð, 10.6.2011 kl. 11:05

7 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  heiðingjar eins og ég og Týr eru í hávegum í Færeyjum. 

Jens Guð, 10.6.2011 kl. 11:07

8 Smámynd: Jens Guð

  Jón Steinar,  eitt helsta þjóarstolt Færeyinga er Þrándur í Götu.  Sá sem barðist á hæl og hnakka gegn kristnitöku.  Allir Færeyingar kunna söguna um það og dáðst að því hvernig þessi höfðingi og galdrakarl á Austurey stóð uppi í hárinu á krossförunum.  I Götu stendur stór og mikil stytta af Þrándi.  Þar hafa líka verið haldnar stórar og miklar hátíðir til minningar um kappann.

  Þó að Færeyingar séu ofurkristnir þá eru þeir afar áhugasamir um norræna goðafræði.  Til að mynda er ekki óalgengt að farið sé með færeysk grunnskólabörn í heimsókn til íslenska Ásatrúarfélagsins til að fræðast um ásatrú.  Ég hef frá fyrstu tíð haldið því á lofti í Færeyjum að ég sé í Ásatrúarfélaginu.  Það hefur aldrei háð mér í samskiptum við Færeyinga. Þvert á móti hefur það leitt til allskonar vinsamlegs spjalls og vangaveltna.  Eins njóta Týsarar mikilla vinsælda í Færeyjum. 

Jens Guð, 10.6.2011 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband