Húfa úr naflaló

 

maður með húfu

  Neyðin kennir nakinni konu að spinna,  segir gamalt máltæki.  Þetta má heimfæra að hluta upp á ungan mann,  töluvert loðinn á bringu og maga en ekkert loðinn um lófana.  Einhverra hluta vegna safnast daglega í nafla hans vænn hnykill af ló.  Kauða þótti blóðugt að henda nafnaló á hverju kvöldi.  Hann var viss um að hægt væri að nýta hana til góðs.  Þess vegna tók hann að safna naflaló.

  Einn dag heimsótti hann ömmu sína á elliheimili.  Hún var að dunda sér við einhverskonar prjónavél (hvort það heitir hekluvél?).  Drenginn vantaði húfu og spurði kellu hvort hún gæti græjað eina slíka.  Það var auðsótt mál.  Þá sá hann ljósið.  Naflalóna mátti nota í húfuna.  Ömmunni tókst að spinna naflalóna saman við húfugarnið.  Útkoman varð hin laglegasta húfa. 

  Næst vildi hann fá sams konar húfu handa kærustunni sinni.  Hún vill ekki svoleiðis húfu.  Enda sérvitur stelpa í Kent á Englandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband