Skúbb! Eiríkur Hauksson og félagar með rosa Bítlahljómleika á Obladí

  Nú verður heldur betur tekið á því á Bítlabarnum Obladí á fimmtudagskvöldið og rokkað feitt sem aldrei fyrr.  Það er sjálft rokktröllið Eiríkur Hauksson sem þenur raddböndin í kröftugustu rokklögum Bítlanna - og ljúfum Bítlaballöðum í bland.  Eiríki til halds og trausts verða trommarinn Ásgeir Óskarsson,  bassaleikarinn Tómas M. Tómasson og gítarsnillingarnir Eðvarð Lárusson og Magnús Einarsson.  Þvílíkt dúndur!  Og það merkilegasta er að það er frítt inn á meðan húsrúm leyfir.

  Bítlabarinn Obladí er skráður til húsa að Laugavegi 45.  Hann er þó eiginlega frekar á Frakkastíg á milli Laugavegar og Hverfisgötu.  Eða réttara sagt þá er gengið inn í hann frá Frakkastíg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband