Jógvan á Færeyskum fjölskyldudögum á Stokkseyri um helgina

  Hver færeyska súperstjarnan á fætur annarri skemmtir á Færeyskum fjölskyldudögum á Stokkseyri um helgina.  Ég ætla að kynna þær helstu hér á þessum vettvangi.  Í gær kynnti ég til sögunnar píanóleikarann Kristian Blak.  Núna er röðin komin að Jógvani.  Hann er vitaskuld súperstjarna á Íslandi eins og í Færeyjum.  Samt hef ég orðið var við að margir Íslendingar eru með ranghugmyndir um Jógvan og almenningur þekkir lítið til hans annað en að hann sigraði með glæsibrag í X-Factor (með 70% atkvæða) og hefur farið í undanúrslit með lög í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva,  Júrivisjón.  Gott ef munaði ekki 1% eða svo í eitt skiptið að hann færi með lag í aðalkeppnina í útlandinu.

  Ranghugmyndir um Jógvan snúa að því að hann er poppstjarna.  Fyrst og fremst þekktur sem slíkur fyrir létt og poppuð dægurlög.  En hann getur líka brugðið sér í rokkaragalla.  Rokkað hressilega.  Einnig er sterk þjóðlagataug í honum.  Á hljómleikum er hann góður og fyndinn sviðsmaður.  Hann var á Færeyskum fjölskyldudögum fyrir tveimur árum og fór á kostum.  Afgreiddi frammíköll frá áhorfendum með hnyttnum tilsvörum og lék á alls oddi.  Það er tilhlökkun að sjá hann aftur á Færeyskum fjölskyldudögum nú um helgina.

  Það sem farið hefur hljótt er að Jógvan sigraði í sjónvarpsþættinum  So You Can Dance  fyrir mörgum árum.  Það er að segja í dönsku útgáfunni af þættinum.  Því til viðbótar er ekki á allra vitorði að Jógvan var vinsæl unglingastjarna í Færeyjum sem söngvari í popprokkssveitinni Aría.  Eftir Aríu liggur ein plata sem var ofurvinsæl í Færeyjum.

  Jógvan er liðtækur fiðluleikari,  jafnframt því að spila á gítar.  Hann er alveg að detta inn í föðurhlutverk.  Það er lítill Jógvan á leiðinni.

  Nánar um Færeyska fjölskyldudaga á Stokkseyri:

http://www.facebook.com/notes/f%C3%A6reyskir-fj%C3%B6lskyldudagar/f%C3%A6reyskir-fj%C3%B6lskyldudagar-2011-dagskr%C3%A1/222655274436351


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband