Guðríð á Færeyskum fjölskyldudögum á Stokkseyri

  Guðríð (nafnið er framborið Gúrí) er eitt af stóru færeysku nöfnunum sem skemmta á Færeyskum fjölskyldudögum um helgina.  Hún hefur sent frá sér 3 vinsælar plötur í Færeyjum og nýtur vinsælda í Danmörku,  Þýskalandi og víðar.  Hún hefur tvívegis fengið færeysku tónlistarverðlaunin,  Planet Awards:  Annarsvegar sem "Besta færeyska söngkonan".  Hinsvegar fyrir "Bestu færeysku plötuna". 

  Músíkstíl hennar má lýsa sem alt-folk-rokki.  Það er að segja "alternative" þjóðlagakenndu rokki.  Kate Bush með Jimi Hendrix ívafi.  Eða eitthvað svoleiðis. 

  Með því að smella á þennan hlekk má sjá og heyra smá spjall Arnars Eggerts við Guðríði:  http://www.mbl.is/folk/frettir/2011/07/17/arnar_eggert_a_g_6_hluti/

  Með því að fletta örlítið niður bloggsíðuna mína getur að líta kynningar á fleiri færeyskum tónlistarmönnum sem skemmta á Færeyskum fjölskyldudögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég ætla að reyna að sjá og heyra eitthvað af þessu öllu.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.7.2011 kl. 12:00

2 Smámynd: Ómar Ingi

Takk fyrir þetta

Ómar Ingi, 1.8.2011 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband