13.8.2011 | 18:11
Gömul kona stelur lagi frá Bubba
Á myndbandinu hér fyrir ofan má glöggt heyra hvernig fingralöng gömul kona tekur ófrjálsri hendi, stelur, frá Bubba hans besta lagi, Það er gott að elska. Hún sneyðir lipurlega hjá viðlaginu. Myndbandið mátti nefnilega ekki fara upp í 5 mín. að lengd. Meira máli skiptir að hún er að segja ljóðræna sögu og flytur þetta því sem ljóðsöng fremur en poppklisju.
Sú gamla er búsett í útlandinu. Hún safnar töngum. Myndbandið er tekið í eldhúsinu hjá henni fyrir framan hornið þar sem hún raðar uppáhalds töngunum sínum. Aðrar tengur, sem hún heldur ekki eins mikið upp á, geymir hún inni á baðherberginu. Hún safnar líka tannstönglum.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Ljóð, Löggæsla, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:18 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Passar hún?: Önnur og verri saga: ,, Litlu leikskólabörnin urðu fárveik af ... Stefán 22.1.2025
- Passar hún?: Jóhann, heldur betur! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Já þessar jólagjafir eru stundum til vandræða......... johanneliasson 22.1.2025
- Passar hún?: Sigurður I B, góð saga! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Bjarki, svo sannarlega! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Þetta minnir mig á... Manninn sem keypt sér rándýrt ilmvatn (ef... sigurdurig 22.1.2025
- Passar hún?: Ömmurnar eru með þetta, takk fyrir mig Jens bjarkitryggva 22.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 567
- Sl. viku: 1159
- Frá upphafi: 4121541
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 984
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Kellingin er ekkert að stela neinu. Þetta er hefðbundinn hljómagangur sem jafnvel Bubbi hefur fengið að láni og bætt við viðlag ;-)
Franz Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.8.2011 kl. 18:31
Já ég held ég verði að taka undir athugasemd Franz Gunnarssonar Jens, pistillinn er samt skemmtilegur :)
Gunnar Waage, 13.8.2011 kl. 18:45
svo finnst mér kerlingin bara helvíti góð, kannski maður hlusti bara meira á hana.
Gunnar Waage, 13.8.2011 kl. 18:47
Franz, ég er búinn að þekkja þetta lag með Woody Guthrie frá því 1970-og-eitthvað (Guthrie dó 1960-og-eitthvað). Það var hinsvegar ekki fyrr en Bubbi gaf það út á plötu 1993 sem ég uppgötvaði að Bubbi Morthens væri höfundur lagsins.
Jens Guð, 13.8.2011 kl. 19:04
Gunnar, kellingin er bomba. Segi og skrifa B-O-B-A! Ég veit hinsvegar fátt um hana annað en það sem fram kemur í færslunni.
Jens Guð, 13.8.2011 kl. 19:06
Það er skemmtilegt hvað Bubbi hefur verið duglegur við það að berjast gegn stuldi á netinu. Ég sé núna hvers vegna - ekki eru bara unglingar að hala niður efninu hans, heldur líka gamlar konur að eigna sér lögin hans
Gunnar (IP-tala skráð) 13.8.2011 kl. 19:08
Gunnar (#6), barátta hans gegn stuldi er til fyrirmyndar.
Jens Guð, 13.8.2011 kl. 19:14
Þetta er flott hjá þeirri gömlu, en ertu viss um að þetta sé kona Jens ?
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 13.8.2011 kl. 19:28
Ekki bara kona, heldur þjófótt kona
Gunnar (IP-tala skráð) 13.8.2011 kl. 19:38
Guðrún Þóra, ég er í raun ekki viss með neitt í þessu. Þetta er allt svo furðulegt. Maður verður alveg ringlaður af að reyna að átta sig á því hvað er í gangi, hvað er hvurs og hver sé hvað.
Jens Guð, 13.8.2011 kl. 19:40
Gunnar, hún er þjófótt og ósvífin, hvort sem hún er kona eða eitthvað annað eða meira eða minna.
Jens Guð, 13.8.2011 kl. 19:41
Aldrei fór ég suður kemur sex árum eftir The River með Springsteen og fjallar um nákvæmlega það sama (örlítið staðfært). Rómeó og Júlía kemur fimm árum eftir Romeo and Juliet með Dire Straits. Bubbi hefur alltaf staðið sig vel í að fá hugmyndir "lánaðar" svo ekki sé meira sagt. Bara sjaldgæft að það þurfi að bíða jafn lengi eftir honum og í þínu dæmi, Jens.
Sindri Þór (IP-tala skráð) 13.8.2011 kl. 19:51
Sindri Þór, það er margt til í þessu.
Jens Guð, 13.8.2011 kl. 20:07
Því má bæta við að 2004 voru stórfréttir í popppressunni að feðgarnir George Martin og sonur væru byrjaðir að mixa gömul Bítlalög. Mixa þau þannig að saman við eitt lag væri blandað þekktum minnum úr öðrum þekktum Bítlalögum. Þetta var gert í samvinnu við framsækinn leikhóp. Eftirlifandi Bítlar og ekkjur fráfallinna Bítla tóku erindi jákvætt um að mixið kæmi út á plötunni "Love". Þetta vakti gríðarmikla athygli og rosalegur spenningur var fyrir útkomu "Love". Martin feðgarnir fóru sér að engu óðslega og vönduðu vel til verka. Enda mikið í húfi. "Ný" Bítlaplata er það sem markar dýpstu sporin í rokksögunni. Platan kom ekki út fyrir en 2006.
Í millitíðinni, 2005, sendi Bubbi frá sér plötuna Ást.
Skemmtileg tilviljun. Það eru þessar skemmtilegu tilviljanir sem eru svo skemmtilegar.
Jens Guð, 13.8.2011 kl. 20:29
Ertu að segja undir rós að bubbi sé þjófur?
Þorvaldur Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.8.2011 kl. 20:36
Þorvaldur, alls ekki. Ég er að segja að hann sé fórnarlamb aldraðs þjófs. Ég þarf annars ekkert að segja um þetta. Fólk hlustar sjálft og dæmir. Rétt skal vera rétt.
Jens Guð, 13.8.2011 kl. 21:04
Þar fyrir utan er þetta ekkert einsdæmi. Fjöldi annarra hur stolið frá Bubba hans bestu lögum. Enda er hann góður lagahöfundur. Þess vegna er freistandi fyrir aðra að ganga í hans smiðju án þess að kvitta fyrir sig. Ég skal koma með fleiri dæmi eftir helgi. Af nógu er að taka
Jens Guð, 13.8.2011 kl. 21:11
Hlustið á annars vegar "Angel" með KK og síðan "The Times They Are A-Changin´" eftir öllu kunnari mann.
Hvar eru afbrigðin í hljómagangi?
Jóhann (IP-tala skráð) 13.8.2011 kl. 21:11
...Fjöldi annarra hefur... átti það að vera.
Jens Guð, 13.8.2011 kl. 21:12
Jóhann, og prófaðu síðan að blanda "Working Clash Hero" (John Lennon) við það dæmi. Þá er þetta komið. If I Think of Angel er frábært lag.
Jens Guð, 13.8.2011 kl. 21:14
Eftir að "Working Clash Hero" hefur verið blandað í dæmið má taka það lengra og máta "Master of War" með Dylan við "Working Clash Hero". Það er gaman að svona. Dylan á ekki hægt um vik með að velta upp umræðu um lagastuld. Lennon var á sínum tíma dæmdur fyrir lagastuld.
Eftir stendur að þetta eru allt frábærir lagahöfundar: Lennon, Dylan, KK... Hversu drjúgt sem þeir ganga í lagakistur annarra eða ekki.
Jens Guð, 13.8.2011 kl. 21:21
Af hverju þora menn ekki að segja það hreint út sem þeir gefa í skyn hérna að laginu Little East Texas Red eftir Woody Guthrie hafi verið stolið af Bubba Morthens sem gaf það út undir nafninu Það er gott að elska?
Þorvaldur Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.8.2011 kl. 21:35
Þorvaldur, Bubbi er skráður höfundur lagsins. Hann hefur vælt sáran undan þjófnaði. Aðallega á netinu. Hann hefur jafnframt lagt áherslu á að rétt skuli vera rétt. Hann hlýtur að vera sjálfum sér samkvæmur hvað svona varðar. Það bara hlýtur að vera. Hann er með sterka réttlætiskennd og engin (eða lítil) ástæða til að ætla annað.
Jens Guð, 13.8.2011 kl. 21:48
Satt að segja skil ég ekkert hvar er sameinginlegt með "Working Class Hero" og Dylan. Gjörólík lög.
"Angel" KKs er svo augljóslega aðeins áherslubreytingar á "The Times..."
Ómar Ragnarsson átti það víst til að semja texta við vinsæl erlend lög hér í denn, og skráði sig fyrir bæði lagi og texta.
Jóhann (IP-tala skráð) 13.8.2011 kl. 21:50
Ég hef ekki lagst í rannsóknarvinnu til að finna út hvenær Woody Guthrie hljóðritaði "(Little) East Texas Red". Ég heyrði það fyrst í hans flutningi á plötu sem ég fékk lánaða hjá Bandaríska bókasafninu í Vesturbænum um miðjan áttunda áratuginn (eða svo). Var reyndar frekar að leita eftir gömlum blúsplötum en starfsmaður eða starfsmenn töldu mér trú um að ég myndi ekki fá skilning á blússögunni nema taka Woody Guthrie inn í dæmið. Það hefur hvergi mér vitanlega komið fram hvenær Bubbi samdi þetta lag. Það er bara gaman að hann skuli vera höfundur lags sem fléttast inn í blús- og þjóðlagamúsík Bandaríkjanna.
Jens Guð, 13.8.2011 kl. 21:56
Þetta er bara svona þjóðlagaglundur, það eru til þúsundir af svona lögum bara með ólíkum textum. Ég held ekki að hægt sé að tala um lagastuld. Einnig sýnist mér á umræðunni fyrir neðan myndbandið á youtube sem að fólk sé búið að vera að söngla þetta með öfum sínum og ömmum. Þá er komin dagsetningarspurningin í málið, hver var á undan. Tja, eins og ég sagði þá eru til þúsundir af svona lögum og bara textinn skilur þau að.
Gunnar Waage, 13.8.2011 kl. 21:59
Jóhann, ég dreg í efa að þú farir rétt með að Ómar hafi skráð sig sem höfund lags eftir annan en hann. Komdu með dæmi.
Ertu búinn að bera saman "Working Class Hero" og "Masters of War"? Mér finnst þessi þulusöngur yfir E-hljóm vera náskyldan. Aftur á móti er augljós samhljómur með "Angel" og "The Times...".
Jens Guð, 13.8.2011 kl. 22:03
http://www.youtube.com/watch?v=c2eO65BqxBE&feature=share
Það eru ákveðin líkindi með þessu lagi og þekktu bubbalagi :)
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 13.8.2011 kl. 22:06
Gunnar Waage, algengustu örfáir kassagítarhljómagangar endurtaka sig milljón sinnum í gegnum flest (öll) þekktustu vísnasöngs- og popplög. Að slepptri blússögunni (þar fjölgar dæmunum heldur betur).
Ef við hlaupum yfir þau dæmi þá held ég að það fari samt ekki á milli mála að gamla konan í myndbandinu sé að kráka afar líka laglínu og framvindu laglínu og þá sem einkennir Það er gott að elska. Þar fyrir utan: Mikið helvíti sem kella er "kúl" með sitt fína safn af töngum.
Jens Guð, 13.8.2011 kl. 22:08
já hún er asskoti mögnuð :))
Gunnar Waage, 13.8.2011 kl. 22:11
Jón Bjarni, þarna ertu að vísa til "Synetu" með Bubba (Syneta hét skipið sem skreið yfir Skrúðinn...). Bubbi hefur aldrei dregið fjöður yfir að þarna hafi hann sótt í smiðju Woodys Guthries. Enda er þetta eitt af þekktustu söngvum úr söngbók Guthries. Verið gefið út á metsöluplötum með allt frá The Byrds til Joan Baez. Og meira að segja vísnapönkaranum Billy Bragg.
Alveg frá því að ég heyrði Bubba fyrst flytja "Synetu" hefur hann kynnt það sem gullmola úr söngvabók Woodys Guthries. Eftirfarandi hlekkur er upptaka frá flutningi hans á laginu í Færeyjum. Þar kynnir hann lagið með tilvísun í Woody Guthrie: http://www.youtube.com/watch?v=OfOZA-i82bo
Jens Guð, 13.8.2011 kl. 22:20
Nú jæja... þá er þetta bara allt í góðu :) Takk fyrir upplýsingarnar
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 13.8.2011 kl. 22:22
Gunnar Waage, ég elska þessa konu. Þó að ég viti ekkert meira um hana en þetta myndband. Ef að ég vissi afmælisdag hennar og póstfang þá myndi ég gefa henni nýju sól-plötuna með Bubba.
Jens Guð, 13.8.2011 kl. 22:22
Jón Bjarni, þetta er allt í verulega góðu. Smá sakleysisleg stríðni í gangi og bara til að taka þessu öllu létt. Það er alltaf fjör.
Jens Guð, 13.8.2011 kl. 22:24
Til að undirstrika enn fremur að hér sé bara galsagangur í umferð. Létt "sprell" þá er gaman að geta þess að lagið Það er gott að elska nýtur mikilla vinsælda í Færeyjum.
Lag Bubba Talað við gluggan (með einu n) er ofur vinsælt í Færeyjum. Það er spilað á böllum af ballhljómsveitum. Spilað á pöbbum af trúbardorum. Hefur verið krákað á plötum með hæst skrifaða vísnasöngvara Færeyja, Kára P., og pönk-vísnahljómsveitinni Villmenn.
Það er gott að elska slagar í vinsældir Talað við gluggan. Ég hef ekki tölu á hvað oft ég hef heyrt það spilað í færeysku útvarpi. Né heldur hvað oft ég hef heyrt það spilað í partýum í Færeyjum, bæði að plötu og mönnum með kassagítar.
Jens Guð, 13.8.2011 kl. 22:32
Þegar hlustað er á Angel er líka gaman að bera það saman við Farewell Angelina sem Joan Baez söng m.a.
M@i (IP-tala skráð) 13.8.2011 kl. 23:21
M@i, ég fletti upp á þessu lagi. Mikið rétt hjá þér. Þar fyrir utan: þetta er dáldið fallegt lag með Jóhönnu frá Bægisá (eins og Halldór Laxness kallaði hana).
Jens Guð, 13.8.2011 kl. 23:33
Joan Baez hefur oft klúðrað málum með því að þenja sig um of í fallegum lögum. En þegar henni hefur tekist að halda aftur af sér þá er unun að hlusta á hana. Eitt besta dæmið er þetta: http://www.youtube.com/watch?v=wQ6cz08pzNI&feature=related
Jens Guð, 13.8.2011 kl. 23:43
En hvað segið þið tónlistarspekingar um þetta tóndæmi:
http://www.youtube.com/watch?v=bbJ8VX25qqg
og þetta er ekki svo ósvipað.
http://www.youtube.com/watch?v=CifjeXlmBCg
Gummi (IP-tala skráð) 14.8.2011 kl. 03:36
þetta er keimlíkt.(Að mínu mati). það er einhver svona GCD fílingur í þessu. Lagið Frit liv með Raga Rockers af plötunni Blaff sem kom út 1989. Þekkt hljómsveit í Noregi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.8.2011 kl. 10:59
Skammarlegt að sjá hvernig Bubbi er féflettur. Er ekki hægt að hækka STEF gjöldin eða gera fleiri sérsveitarárásir á DCC hreiður til að stöðva þetta óréttlæti? Hvað með birtingu á youtubb myndböndum? Er ekki hægt að krefja bloggara um STEF gjöld til að styrkja tónskáldin? Eitthvað sanngjarnt, kannski þúsundkall fyrir hvert birt youtube myndband með tónlist (tónlistarmyndband jafnt sem háskólafyrirlestra sem byrja með lagstefi).
Gullvagninn (IP-tala skráð) 14.8.2011 kl. 11:33
Gummi, þetta er ein fjölmargra skandinavískra hljómsveita sem hafa stolið bestu lögunum frá Bubba.
Jens Guð, 14.8.2011 kl. 14:23
Ómar Bjarki, samlíkindin leyna sér ekki.
Jens Guð, 14.8.2011 kl. 14:24
Gullvagninn, ef þjófnaði á bestu lögum Bubba fer ekki að linna verður brýnt að hefja fésöfnun til að bæta honum skaðann.
Jens Guð, 14.8.2011 kl. 14:25
Það er alltaf verið að níðast á Bubba greyinu. Hann situr sveittur og semur lög sem aðrir eru löngu búnir að gefa út (sum hver áður en hann fæddist) og fær skítkast fyrir.
Garðar Steingrímsson (IP-tala skráð) 14.8.2011 kl. 18:34
Garðar, þetta er einelti. Gróft einelti.
Jens Guð, 14.8.2011 kl. 20:35
við þyrftum nú eiginlega að fá kerlinguna hingað á jazzhátíð
Gunnar Waage, 14.8.2011 kl. 23:26
þetta verður eiginlega dáldið líkara við nánari hlustun. Þ.e. Frit Liv með Raga Rockers og GCD. Eiginlega sláandi líkt. Og ekki bara laglínan heldur ekki síður svona fílingurinn og yfirbragðið.
þetta er flott hljómsveit, Raga Rockers. Sem leiðir hugann að því hve lítið af Norðurlandatólist er spiluð hér uppi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.8.2011 kl. 00:27
Ljótasti og jafnframt svívirðilegasti lagastuldur sögunnar er samt þegar Baker Knight ákvað að stela lagi Ragga Bjarna "Barn" við texta Steins Steinarrs, og láta svo Elvis syngja það með nýjum texta.
http://www.youtube.com/watch?v=KMFZF3mcgWs
Óli minn, 15.8.2011 kl. 09:22
Gunnar Waage, það væri snilld. En þá verður jafnframt að passa upp á að hún steli ekki fleiri lögum frá Bubba.
Jens Guð, 15.8.2011 kl. 09:58
Ómar Bjarki, ég er svoooo sammála.
Jens Guð, 15.8.2011 kl. 09:59
Óli minn, er ekki textinn stolinn líka? Þýddur og staðfærður?
Jens Guð, 15.8.2011 kl. 10:02
Náði Bubbi sem sagt að særa þig um daginn :)........en hvernig getur maður með jafn slæmt tóneyra og þú verið að fjalla um tónlist...???????
Einar Bragi Bragason., 15.8.2011 kl. 20:39
Saxi, seinni spurning þín felur í sér að einhver kvóti eða takmarkanir liggi við því hverjir megi fjalla um músík. Allir mega fjalla um músík. Hvar og hvenær sem er. Líka þú með vonda fortíð í músík með hinni ömurlegu hljómsveit Stjórninni.
Jens Guð, 16.8.2011 kl. 00:18
Saxi, fyrri spurningin: Bubbi kom mér í opna skjöldu. Ég var í auglýsingabransanum í 15 ár eða eitthvað svoleiðis. Ég kynntist aðeins ískrandi fagnaðarlátum og þakklæti ánægðra viðskiptavina með góðan árangur.
Það er alveg nýtt fyrir mér að kvittað sé fyrir verulega góðan söluárangur með hrútshornum og að reynt sé að gera lítið úr minni vinnu.
Ég geng út frá því sem vísu að Bubbi sé ekki að bulla gegn betri vitund. Hann sé aðeins með brenglað minni og brenglaða tilfinningu fyrir því hvernig staðið var að málum. Það er auðvelt að fletta upp á staðreyndum með því að lesa "kredit" lista viðkomandi platna.
Einhver benti mér á að Bubbi væri búinn að sjá að sér með því að skrifa status á fésbók: "Tekur sig stundum hátíðlegan en sér oftast að sér og Brosir að því hvessu mikill kjáni hann getur verið."
Ég veit þó ekkert hvort að það sé í samhengi við fráleitt upphlaup hans í þessu dæmi.
Í auglýsingabransanum þykir verulega ómerkilegt að eigna sér verk annarra. Það skiptir þá sem eru utan auglýsingabransann engu máli. Ef að ég væri ennþá í auglýsingabransanum værum við að tala um atvinnuróg. Bubbi hefur sjálfur höfðað mál af minna tilefni.
Ég ætla hinsvegar ekkert að gera meira með þetta. Mín aðkoma að söluhæstu plötum Bubba er skráð á umslög viðkomandi platna: Dögunar, Frelsi til sölu, Konu.
Jens Guð, 16.8.2011 kl. 00:40
þú hefur aldrei og munt aldrei vita hvað tónlist er ...sorry bara satt...þú ert sem sagt sár út í Bubba he he ........og þó að Stjórnin sé ekki hápunktur í minni tónlistarsögu var það band mun betra en sumt af því drasli sem þú upphefur........enda er þetta bara brandari að það sé leitað til þin um tónlistarumsögn.........þú ert örugglega fínn skrautskrifari.......eg er líka fínn sax og flautu leikari.....en kann ekki að skrautskrifa......haltu þér við þitt...þú ert brandari í tónlistarheiminum
Einar Bragi Bragason., 16.8.2011 kl. 00:51
Ég er hvorki bloggvinur né Face vinur út af þessu....þú ert bara bullari
Einar Bragi Bragason., 16.8.2011 kl. 00:52
Saxi, Stjórnin er ekki betri en neitt. Ömurlegt fyrirbæri í alla staði. Ég veit samt ekkert um þína hápunkta eða lágpunkta. Ég er ekkert að fylgjast með þínum ferli. Stjórnin er þó sannarlega lágpunktur. Ég ætla ekkert að gera lítið úr því að þú kannt að spila á saxinn. Svo að allra sanngirni sé gætt þá ertu assgoti góður á það hljóðfæri. Mun betri en sú ömurlega músík sem þú spilar á skilið.
Við erum ekki fésbókarvinir (að ég held). Ekki samt vegna þess að það sé mér ekki að skapi heldur er ég ekkert í því dæmi að bæta við við mig fésbókarvinum. Hinvegar hef ég ekkert á móti skoðanaskiptum við þá sem eru mér ósammála. Langt í frá. Það hefur alltaf verið gaman að eiga skoðanaskipti við þig, Þú ert skemmtilega opinskár um þín viðhorf. Ég kann vel að meta það. Þú veitir aðhald. Og ert bara skratti skemmtilegur þegar best lætur. Takk fyrir það.
Jens Guð, 16.8.2011 kl. 01:17
Hvað gerðirðu Einari, Jens minn góður? Titlar sig skólastjóra en kemur fram eins og vandræðanemi alveg troðfullur af mannhatri og þykist geta kennt öðrum eitthvað. Sýnist hann bara geta talað með rassgatinu og kannski kann hann að spila með rassgatinu líka?
Sá hann reyndi að fá athygli með fréttabloggi miklu á sínum tíma en svo gafst hann upp enda eru flestir orðnir leiðir á fólki sem talar með afturendanum og reynir að kaupa athygli með fréttatengingum. En afturendinn á honum er fríðari en andlitið segir kvenþjóðin svo kannski er þetta bara hans leið til að eiga almenn samskipti, hahahahaha
En frá bloggtröllum að þér. Þú ert ert þú og takk fyrir það Jens. Bæjarskömminn hann Einar verður að læra að til að blogg verði vinsælt sem þitt þá dugir ekki að rífa kjaft af einskærri fyrirlitningu. Einar verður að hætta að nota vímuefni eða byrja á því, hann er ómöglegur í þessu ástandi. garmurinn...
Gylfi (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 02:32
Mig langar líka að vita hvað þú gerðir þessum Einari Braga, Jens, sem fær hann til að birtast hér og bölsótast. Svona ... komdu með það.
Óli minn, 16.8.2011 kl. 09:37
Eg segi fyrir mig að það er pínulítið sjokk að heyra hve Kaupmaðurinn á horninu er mikið til byggður á Fritt Liv með Raga Rockers. Mér finnst það merkilegt. Hérna hefur maður dáðst í fleiri ár að þessu lagi og sona. Hvað skeður svo uþb. áratug seinna? Jú, þá er það bara Nojararnir sem er málið. Er alveg sláandi líkt:
http://youtu.be/CifjeXlmBCg
Finnst fólki þetta bara í lagi eða?
Maður vissi svosem að B. var og er undir áhrifum frá þessum BNA köppum, JJ Cale, Dylan, Guthrie etc. Maður verður ekkert mjög hissa við að sjá líkindi þar.
Að vísu, og talandi um Norðurlönd og hve lítið er spilað af Norðurlandatónlist hérna uppi, þá hef ég hlýtt á söngva frá Svíþjóð og Noregi, svona þessa þjólagasöngvara þ.e. í þeirri merkingu að um er ræða kassagítar og söng eða fábreitta hljóðfæraskipan oþh. - að þá hefur maður stundum hugsað: Bíddu nú við. Hvar hef ég heyrt þetta áður? O.s.frv.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.8.2011 kl. 11:04
Einar. Hvaða máli skiptir hvað hver kann í tónlist ? Ég fæ ekki skilið með nokkurru móti - Að Jens sé eitthvað meira athlægi en einhverjir aðrir sem fjalla um tónlist eða hvað þá náungar sem titla sig sem tónlistarmenn.
Tónlist er og verður smekksatriði. Ef mér finnst Mosart vera ömurlegur tónlistarmaður þá er hann ömurlegur tónlistarmaður. Ef mér finnst Mezzzoforte spila tónlist sem er í ætt við þýska klámmyndatónlist og tek rokkað og hressandi pönk fram yfir þunglindiskennda djasstónlsit - þá er ekkert sem þú getur gert við því. Þú getur sagt að ég hafi ekki hundsvit á tónlist. Þú getur sagt að ég hafi ekki menntun eða smekk. En það breytir því ekki að þetta er það sem mér FINNST.
Brynjar Jóhannsson, 16.8.2011 kl. 12:39
Gylfi það tekur því ekki að svara þér....en gott að afturendinn á mér er fríður........óli minn þú ert ágætur...og Brynjar Jóhannsson það mega að sjálfsögðu allir hafa sinn smekk á tónlist þannig á það að vera en þegar er verið að alhæfa um hitt og þetta í tónlist...tel ég betra að menn viti aðeins meira.....það er td fullt af frábærlega vel unninni tónlist sem ég fíla ekki en verð að viðurkenna að sé vel gerð(dæmi hana samt ekki sem lélega).......sá td Tónleika með Agent Fresco í sumar flott og kraftimikið band með flottum spilurum...hafði virkilega gaman af tónleikunum.....en myndi íklega ekki nenna að hlusta á þá á cd......
Einar Bragi Bragason., 16.8.2011 kl. 13:55
Gylfi, ég hef rosalega gaman að Einari Braga. Hann rekur pínulítinn tónlistarskóla í austfirsku krummaskuði. Einnig hefur hann verið að blása með einhverjum skallapoppssveitum, svo sem Stjórninni og Von. Hann er viðkvæmur fyrir því að orði sé hallað á skallapoppið. Honum þykir það vera svo merkileg músík. Annars skilst mér að hann sé best þekktur sem þorpsfíflið á Seyðisfirði.
Jens Guð, 16.8.2011 kl. 23:35
Óli minn, ég skilgreini skallapopp sem ómerkilega músík. Honum finnst skallapopp hinsvegar merkileg músík.
Jens Guð, 16.8.2011 kl. 23:38
Ómar Bjarki, það er rétt að skandinavísk músík heyrist almennt lítið í íslensku útvarpi. Það er að segja "orginal" skandinavísk músík, sungna á móðurmáli flytjandans.
Þetta er pínulítið einkennilegt í aðra röndina. Þúsundir Íslendinga dvelja árlega í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Eru þar í námi eða vinnu. Margir ílengjast þar svo árum og áratugum skiptir. Þeir kynnast skandinavískri tónlist og kaupa sér skandinavískar plötur. En komnir aftur heim til Íslands er eins og áhuginn fjari út og við tekur engilsaxneska síbyljan.
Ástæðan er sennilega margþætt: Tónlist skandinavanna heyrist ekki í útvarpi; það er engin umfjöllun um hana í íslenskum blöðum. Plöturnar fást ekki í íslenskum plötubúðum. Vinir, vandamenn, vinnufélagar og aðrir tala ekki um þessa flytjendur, biðja ekki um að plötur skandinavanna séu spilaðar. Þeir þekkja ekki þessar plötur né flytjendurna.
Fyrir nokkrum áratugum rak ég plötubúð. Þar hafði ég á boðstólum þokkalegt úrval af skandinavískum plötum. Mörgum viðskiptavinum þótti gaman að fletta í gegnum þessar plötur og kannaðist við flytjendur. En þeir keyptu frekar nýjustu plötuna með The Clash eða The Stranglers. Skandinavísku plöturnar seldust ekki nema á útsölu.
Einstaka sinnum koma samt upp dæmi þar sem skandinavískur flytjandi verður vinsæll á Íslandi. Á tímabili naut Kim Larsen mikilla vinsælda hér og plötur hans mokseldust.
Sama var með sænsku rokksveitina Imperiet á sínum tíma.
Svo er færeysk músík vissulega vinsæl hérlendis.
Jens Guð, 17.8.2011 kl. 00:01
Brynjar, þú ert með þetta!
Jens Guð, 17.8.2011 kl. 00:02
http://www.youtube.com/watch?v=yraWOFsjXjc&feature=related
Einar Bragi Bragason., 17.8.2011 kl. 12:27
Killing Joke fóru með tímavél í framtíðina og stálu riffi af Nirvana, sjá: http://www.youtube.com/watch?v=x1U1Ue_5kq8
&
http://www.youtube.com/watch?v=vabnZ9-ex7o
Ari (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 14:03
Saxi, takk fyrir þessa skemmtilegu klippu.
Jens Guð, 17.8.2011 kl. 21:42
Ari, gaman að þessu. Killing Joke var í miklu uppáhaldi hjá liðsmönnum Nirvana. Ég á gamla plötu með Killing Joke þar sem Dave Grohl úr Nirvana sér um trommuleikinn.
Jens Guð, 17.8.2011 kl. 21:45
Þó að plötusafnið mitt sé í geymslu út í bæ þá vill svo skemmtilega til að ég er með umrædda plötu í höndunum í þessum skrifuðu orðum. Hún kom út 2003 og er aldeilis dúndur flott. Upptökustjórinn er Dave Gill, anti-gítarhetjan úr Gang of Four.
Jens Guð, 17.8.2011 kl. 21:49
Gaman að því. Vissi það reyndar . :) Ætlaði einmitt að skjóta á þetta "gamla plötu " komment þitt en mér finnst 2003 ekki svo langt tilbaka ;) . Þess má til gamans geta að þessi plata heitir einmitt nákvæmlega sama og fyrsta platan, þ.e. samnefnd. Sá Killing Joke annars á Tuska út í Finnlandi fyrir 4 vikum, þeir voru frábærir. Hinn upprunalegi bassisti Youth (Martin Glover) er með þeim aftur síðan 2008 en Paul Raven dó úr hjartabilun 2007 (hann var einmitt á plötunni 2003 en var þó aðallega 82-90). Martin Glover (Youth) er annars með Paul McCartney í Fireman en nýjasta plata þeirra 'Electric Arguments' fannst mér þrusugóð (paul hefur ekki rokkað jafn mikið og í lagi nr.1 á þeirri plötu í langan tíma http://www.youtube.com/watch?v=ZpOk0rIaJno ). Hér eru KJ á tónleikunum sem ég fór á, lagið The Wait (sem Metallica tók einnig) gæðin ekkert spes samt :( http://www.youtube.com/watch?v=LfwVtmEBSv4
Ari (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 00:02
hér er einmitt grohl með félögunum að taka upp 2003http://www.youtube.com/watch?v=Uu0ss-daZ6I
Ari (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 00:12
Ari, platan frá 2003 er svo sem ekki mjög langt til fortíðar. Einhverra hluta vegna féll hún þó á milli stafs og hurðar í áramótauppgjöri þess árs. Hún átti algjörlega heima inni á listum yfir bestu plötur þess árs. Ef að ég man rétt gerði KJ á þeim tímapunkti út frá Tékkóslavakíu eða hvað landsvæðið hét þá.
Ég á allar plötur Fireman og sú þriðja í röðinni er verulega flott. Á síðum tíma var ég með pönkplötubúð. Stuð-búðina. Ég kynntist aldrei almennilega liðsmönnum KJ., Þeir virkuðu á mig sem kengruglaðir. En starfsmaður í Stuð-búðinni, Biggi Mogensen, flutti með þeim til Englands og hljóðritaði eitthvað með þeim. Um svipað leyti fór hann að spila með Kuklinu.
Jens Guð, 18.8.2011 kl. 00:59
Hrikalega góður bassaleikari Biggi Mogensen
Gunnar Waage, 18.8.2011 kl. 01:28
Furðulegt hversu orðljótir menn geta verið á blogginu og erfitt að átta sig á því hvaða tilgangi það þjónar, eru bloggarar svona illa innrættir að virðingin fyrir sögunni og fólkinu og hverfur þegar sest er við lyklaborðið? Hvaða tilgangi þjónar það t.d. Jens að tala niður til íbúa Seyðisfjarðar og tala um "krummaskuð" og "þorpsfífl"? Ertu með einhverja tillögu um hvað við eigum að kalla höfuðborgina okkar og þig og ykkur sem eruð yfir landsbyggðina hafinn að því er virðist! Vissulega er Seyðisfjörður fámennur staður en góður er hann með mörgu frábæru hæfileikaríku fólki, Einar Bragi er einn af þeim þó kjaftfor sé hann vissulega stundum !
Ekki ætla ég að taka þátt í orðaskaki á þeim lákúrulega grunni sem í gangi var hér fyrir ofan en það hlýtur hver maður að sjá að útilokað er að einhver einn geti sagt að þessi eða hin tónlistin sé góð eða vond, tónlistin á fyrst og fremst að láta fólki líða vel enda segir ekki einn að stórvinum þínum Jens einhvern staðar í texta að "tónlistin sé ópíum fólksins".
Ómar (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 10:36
Æj Ómar þetta orðaskak milli þeirra Jens og Einars Braga er búið að vera í gangi í einhver ár, það nennir enginn að pæla í hvað þeim fer í milli, sýnist þeir vera báðir jafn ómálefnalegir sín á milli.
Gunnar Waage, 18.8.2011 kl. 12:52
Jens
Þið Ari minnist áhrif KJ á Nirvana. Hafið þið heyrt hvað lagið "Wined and Dined" með Syd Barrett ( http://www.youtube.com/watch?v=qPRO-XFh8g8&feature=related ) Nirvanalegt lag en bara 20 árum eldra.
valgeir (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 20:20
já þetta gæti alveg verið akústik nirvanalag þegar maður heyrið hljómaganginn, (þó auðvitað rödd barretts sé ekki lík cobain.)
Bob Dylan blues með honum Syd finnst mér voða fyndið http://www.youtube.com/watch?v=uOokCdkIejk
Ari (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 01:58
Bob dylan blues er góður. Skrítið að Gilmour skildi láta líða 30 ár áður en það var útgefið.
valgeir (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 15:00
Gunnar Waage (#76), svo sannarlega. Ég veit bara ekkert hvað orðið hefur af þeim frábæra bassaleikara og góða dreng. Dóttir hans er hinsvegar söngkona Mammúths.
Jens Guð, 19.8.2011 kl. 22:06
Ómar, orðið krummaskuð er almennt notað sem sakleysisleg lýsing á litlu afskekktu þorpi eins og Seyðisfirði. Móðir mín er frá Seyðisfirði og þar á ég frændgarð. Það hefur ekki þótt neikvætt að tala um Seyðisfjörð sem krummaskuð. Sjálfur er ég fæddur og uppalinn í skagfirsku krummaskuði, útjaðri Hóla í Hjaltadal. Bærinn heitir Hrafnhóll og er krummaskuð í bókstaflegri merkingu.
Orðaskak okkar Saxa virkar eflaust ruddalegt á þá sem hafa ekki fylgst með því í gegnum árin hér á blogginu. Það er samt ekkert illa meint af minni hálfu. Hann hafði frumkvæði af því að setja það í þennan farveg. Minnir mig. Þetta er allt í léttum dúr.
Jens Guð, 19.8.2011 kl. 22:19
Valgeir, takk fyrir þetta skemmtilega dæmi. Vissulega endurómar þetta hjá Nirvana. Ég hef lesið ófá viðtöl við Kurt og bækur um hann. Mig rekur ekki minni til að hann hafi vísað í þetta lag þó að hann hafi alveg verið opinskár um ýmislegt sem hann hnupplaði frá öðrum. Til að mynda "riffið" í Smells Like Teenage Spirit. Það er tekið úr More Than a Feeling með Boston: www.youtube.com/watch?v=t4QK8RxCAwo&ob=av2n . Mig minnir að forsagan sé sú að hann hafi verið að leika sér með "riffið" úr Louie Louie þegar hann var skyndilega dottinn í þetta Boston-riff. http://www.youtube.com/watch?v=cec1JInytH0.
Til gamans: Þegar Smells Like... var nýtt lag fékk breska hljómsveitin Credit to the Nation að sampla gítarriffið í lag hjá sér: http://www.youtube.com/watch?v=oVtf9tg9fxQ
Söngvari Credit to the Nation hringdi í Kurt til að fá leyfi. Það var auðsótt. Þó með einu skilyrði: Að ef lagið með Credit to the Nation færi hærra á breska og bandaríska vinsældalist en Smells Like... þá yrðu Credit-menn að taka sitt lag úr umferð. Annars myndi fólk halda að Nirvana væri að stela þessu stolna riffi frá Credit-liðum. Það reyndi ekki á þetta ákvæði og söngvari Credit to the Nation "missti vitið" (fór inn á geðdeild).
Annað til gamans: Á færeysku er heitir það að rotast "að missa vitið".
Jens Guð, 19.8.2011 kl. 22:40
Valgeir, er Bob Dylan Blues til á plötu með PF? Ég veit það ekki. Ég veit að það er á plötunni Best of Syd Barrett. Annars held ég að DG hafi umfram flesta aðra látið sér annt um SB. DG var gítarkennari hans og kom þannig inn í PF: Það er að segja til að hlaupa undir bagga með SB á hljómleikum PF eftir að Syd fór að detta út í tíma og ótíma.
Allar götur síðan reyndi DG á allan hátt að vernda SB fyrir áreiti (SB fór að bera út póst en gleymdi því meira og minna að hafa verið í PF). DG gekk í það verkefni að passa upp á að höfundarlaun skiluðu sér til SB og hélt að einhverju leyti utan um það hvað var gefið út með honum sem sólóplötur. Fékk liðsmenn Soft Machine til að fylla upp í með hljóðfæraleik og svo framvegis. Mig rámar í að hafa lesið viðtal við systir SB (fremur en mömmu hans) sem jós lofi á umhyggju DG. Aðrir gamlir félagar SB létu sig meira og minna hverfa eftir að Syd veiktist.
Jens Guð, 19.8.2011 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.