REM á pöbbarölti í Reykjavík

 

  Bítlabarinn Ob-La-Dí á Laugavegi 45 er orðinn einskonar arftaki Sirkuss.  Það er að segja:  Þetta er barinn sem rokkstjörnurnar sækja ásamt öðrum sem hafa gaman af að ræða um rokkmúsík og hlusta á áhugaverða tónlist.  Í tilfelli Ob-La-Dí er það tónlist með Bítlunum,  The Byrds og REM.  

  Þó að starfsfólk Ob-La-Dí sé ýmsu vant þá rak það upp stór augu þegar bassaleikari REM,  Mike Mills,  birtist á staðnum í gær.  Með í för var fjölskylda hans. 

  Hópurinn dvaldi á Ob-La-Dí í drjúga stund og blandaði geði við gesti og starfsfólk.  Um nóg var að ræða.  REM er nefnilega í hávegum á Ob-La-Dí. 

rem


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Hefði gefið mikið fyrir að vera þarna.

Gísli Foster Hjartarson, 17.8.2011 kl. 22:01

2 Smámynd: Jens Guð

  Ég tek undir það.  Ég hef stundum kíkt á Ob-La-Dí.  En var þarna fjarri góðu gamni. 

Jens Guð, 17.8.2011 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband