Þessu máttu ekki missa af

  Dagskrá Menningarnætur á morgun er svakaleg.  Framboð á spennandi uppákomum er svo mikið að erfitt er að velja.  Virkilega erfitt.  Til að mynda eru Q4U að spila á Dillon Bar á sama tíma og Fræbbblarnir spila Við Tjörnina.  Hljómleikar beggja hljómsveitanna hefjast klukkan 22.00. 

  Heildarlista yfir það sem í boði er má finna á www.menningarnott.is.  Fyrir utan þau atriði sem mest hafa verið kynnt í fjölmiðlum tel ég brýnt að vekja athygli á eftirfarandi:

  -  Sendistofa Færeyja í Austurstræti er með opið hús á milli klukkan 14.00 til 18.00.  Þar er boðið upp á smakk á færeyskum mat og drykk; færeyskir rithöfundar lesa upp úr verkum sínum og Guðríð Hansdóttir tekur lagið.  Nafn hennar er framborið Gúrí.  Guðríð syngur frumsamin lög við eigin gítarundirleik.  Textar hennar eru ýmist á færeysku eða ensku og jafnvel á báðum tungumálum í einu og sama lagi.  Músíkstíl hennar má kalla framsækna vísnatónlist (alt-folk).  Flott músík.

  -  Guðríð skemmtir ásamt hljómsveit sinni á Óðinstorgi klukkan 17.30.

  -  Guðríð skemmtir ásamt hljómsveit sinni á Dillon Rock Bar klukkan 20.00.  Það verður fjör.

  -  Teitur Lassen skemmtir í Hörpu klukkan 18.00.  Teitur er heimsfrægastur færeyskra tónlistarmanna.  Lög hans hafa verið notuð í frægum amerískum kvikmyndum og sjónsvarpsþáttum.  Myndbönd hans hafa verið í heitri spilun í músíksjónvarpsstöðvum út um allt.  Einstök lög hans hafa náð vinsældum hérlendis.  Þeirra frægast er Louis, Louis.

    - Listfræðingurinn Oggi Lamhauge leiðir gesti um myndlistasýningu Elinborgar Lutzen í salnum Flóanum í Hörpu klukkan 15.00, 17.00 og 21.00.  Elinborg féll frá fyrir 16 árum.  Hún var teiknari og grafíkeri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Væri nú gott að geta horft á aðra tónleikana á "plúsnum" og sjá þá þannig báða     ...en ég held mig bara hér í Eyjum. Horfi á stóru tónleikana á sjónvarpssskjánum og reyni að láta fara vel um mig.  Heyrði ekki betur en Bubbi hafi verið að þakka þér fyrir að koma sálar tónlist inn í hans koll á Rás 2 í morgun ....heyrðist hann allavega segja Jens Guð. Gott ef menn kunna að þakka fyrir sig.

Gísli Foster Hjartarson, 19.8.2011 kl. 22:45

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Var nú ekki búinn að sjá þetta með hönnunardeilu ykkar Bubba þegar ég setti þetta inn áðan. En er algjörlega þinn maður í þessu máli. Teknar myndir og svo hönnun umslags tvennt ólíkt - ef svo má að orði komast. Þetta er eins og allt sem við hönnum í prentsmiðjunni og inniheldur ljósmyndir væri eignað ljósmyndaranum!!!

Gísli Foster Hjartarson, 19.8.2011 kl. 22:49

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Algjört eyrnakonfekt og augnayndi, synd að svona "Offramboð" samtímis skuli vera málið Nú svo sá ég hjá honum Kidda vini okkar í Smekkleysu, að bandið Dark Harvest verði líka á ferðinni þarna á svipuðum slóðum,ágætis rokkmúsíkurband ekki satt?

Magnús Geir Guðmundsson, 19.8.2011 kl. 23:30

4 identicon

frægast er eins og þú segir líklega Louis, Louis, en það sem maðurinn á af góðum lögum. Þá sérstaklega af plötunni Poetry and airplanes!

Gunnar (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 23:31

5 Smámynd: Jens Guð

  Gísli Foster,  takk fyrir stuðninginn.  Ég heyrði þetta viðtal á rás 2 í morgun.  Ég ætla að þessi svokallaða "hönnunardeila" sé að mestu úr sögunni.  Hún varð einhvern veginn meiri en efni stóðu til. 

  Upphafið var það að í Fréttablaðinu birtist frétt um að sólóplötur Bubba hafi selst í samtals 320 þúsund eintökum.  Ég samgladdist Bubba með það og lét þess getið að mér þætti merkilegt að 3 söluhæstu plötur hans (22% af heildarsölunni) væru þær hinar sömu og ég hafði unnið við markaðssetningu á og umslög þeirra:  Dögun  26 þúsund eintök,  Frelsi til sölu  22 þúsund og  Kona  20 þúsund.  

  Að óreyndu hefði ég haldið að Bubbi væri sáttur við þennan góða söluárangur og aðkomu minni.  Þess í stað brást hann hinn versti við.  Skrifaði á fésbók að umslag  Dögunar  væri hannað af Valdísi Óskarsdóttur og umslag  Konu  hannað af Ingu Sólveigu.  Síðan tiltók hann tvö umslög (Sögur af landi  og  Lífið er ljúft) sem hvergi var minnst á í frétt Fréttablaðsins.  Og hvorki ég né aðrir höfðu bendlað mér við.  Hann endaði sína fésbókarfærslu eitthvað á þá leið að þá væri ekki mikið eftir fyrir Jens Guð.

  Pressan.is tók þetta upp og spurði í fyrirsögn:  "Hvað gerði Jens Guð þá?".  Eyjan.is tók þetta upp og sagði í fyrirsögn:  "Bubbi hrekur grobbsögur Jens Guð".

  Eftir stendur þetta: 

  - Á plötuumslagi  Dögunar  er ég skráður hönnuður umslagsins og Valdís Ósk höfundur ljósmynda.

  - Á plötuumslagi  Frelsis til sölu  er ég skráður hönnuður umslagsins og Bjarni Friðriksson höfundur ljósmynda.

  -  Á plötuumslagi  Konu er Inga Sólveig skráð hönnuður umslags og ég skráður fyrir uppsetningu og frágangi. Ég hef aldrei og hvergi dregið fjöður yfir að Inga Sólveig á grunnhönnun forsíðu þessa umslags,  ljósmynd á forsíðu þess og er fyrirsæta á myndinni. Þetta hef ég hvarvetna tekið fram og undirstrikað.  Jafnframt hef ég upplýst að Inga Sólveig var búsett í Bandaríkjunum á þessum tíma og fyrir daga internets var enginn möguleiki á að hafa samráð við hana um frekari útfærslu á umslaginu,  bakhlið þess,  textablað og plötumiða (þetta var vinylplata).  Ég handskrifaði letur á plötuumslagið og útfærði það dæmi allt að öðru leyti.  

  Ég ætla að Valdís Óskarsdóttir og Inga Sólveig votti þetta. Að minnsta kosti hef ég aldrei orðið var við neinn ágreining um þetta á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er frá því að plöturnar komu út.    

Jens Guð, 19.8.2011 kl. 23:33

6 Smámynd: Jens Guð

  Magnús Geir,  jú,  Dark Harvest er flott hljómsveit.  Gulli Falk fer þar á kostum. 

Jens Guð, 19.8.2011 kl. 23:35

7 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar,  hann er líka svakalega flottur á plötunni  Káta hornið.  Þar syngur hann alla texta á færeysku.  Alveg meiriháttar flott plata.

  Það hefur verið rosalega gaman að fylgjast með Teiti.  Ég man fyrst eftir honum sem framverði popphljómsveitarinnar Mark No Limits.  Svo var hann allt í einu 17 ára gamall kominn á fleygiferð inn á alþjóðamarkað.  En lenti snemma í árekstri við þá sem vildu stýra honum inn í poppstjörnuhlutverkið.  Hann á það hinsvegar sameiginlegt með Eivöru að láta ekki stýra sér í neitt hlutverk.  Hann fer í uppreisn,  eins og Eivör,  þegar þannig dæmi kemur upp:  Gerir eitthvað allt annað en ætlast er til af honum.

  Sem dæmi um það hvað Teitur er stórt nafn er gaman að rifja upp þegar ég var í Danmörku yfir jól og nýár í Danmörku.  Í danska sjónvarpinu var Teitur í stærsta hlutverki.  Hann opnaði jóladagskrána með því að syngja lag Johns Lennons  Happy X-mas.  Þetta atriði var nánast í síspilun í danska sjónvarpinu yfir alla hátíðina. 

Jens Guð, 19.8.2011 kl. 23:47

8 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Jens, Q4U og Fræbbblarnir eru að mínu mati lélegustu hljómsveitir allra tíma, skil ekki þessa hrifningu þína á þessum böndum!!

Guðmundur Júlíusson, 20.8.2011 kl. 01:26

9 Smámynd: Jens Guð

  Guðmundur,  þær eru svo skemmtilegar.  Rosa skemmtilegar.  Ekki síst á hljómleikum.

Jens Guð, 20.8.2011 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband