Skálmöld og Týr í Metal Hammer

  Jómfrúarplata Skálmaldar,  Baldur,  er til umfjöllunar í nýjasta hefti breska þungarokksblaðsins Metal Hammer.  Metal Hammer er annað tveggja af helstu tímaritum þungarokksins á heimsmarkaði ásamt Kerrang!.  Blaðamaður Metal Hammer sótti G!Festival í Götu í Færeyjum í síðasta mánuði.  Ég vonaðist til að hann myndi gera G!Festivali skil í blaðinu.  Það hefði verið gaman.  Sérstaklega af því að mér tókst að ljúga að honum að liðsmenn færeysku tilraunarhljómsveitarinnar Orku spili ekki á hefðbundin hljóðfæri vegna fátæktar.  Eftir á að hyggja var það óraunhæf von því að Metal Hammer afgreiðir aðeins þungarokkshátíðir.  Þess í stað pikkaði blaðamaðurinn út plöturnar  Baldur  með Skálmöld og  The Lay of Thrym  með Tý.  Þessar tvær hljómsveitir voru að hans mati þær áhugaverðustu á G!Festivali.  Enda voru þær það. 

  Umsagnir blaðamannsins um  Baldur  og  The Lay of Thrym  eru afskaplega lofsamlegar.  Hann gefur þeim báðum einkunnina 7 af 10.  Það jafngildir 3 og hálfri stjörnu af 5.  Sem er aldeilis glæsilegt því að Metal Hammer er ekki þekkt fyrir að bruðla í einkunnargjöf.

  Það að þessar plötur séu teknar til umfjöllunar í Metal Hammer og fái þetta jákvæða umsögn er öflug kynning fyrir Skálmöld og Tý og staðsetur þær bærilega inn á kortið hjá þungarokksunnendum um allan heim.  Þegar má merkja það í aukinni spilun á myndbandinu hér fyrir ofan á þútúpunni.  Þegar þetta er skrifað hafa um 25 þúsund manns skoðað þetta myndband. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Hvaða rugl er þetta með víkingarokk? Hve miklir rokkarar voru víkingar? Spiluðu á lúðra og langspil

Brjánn Guðjónsson, 24.8.2011 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband