15.10.2011 | 05:37
Neyðarlegar umræður á fésbók
Það getur verið gaman að fylgjast með umræðu á fésbókinni. Þess vegna er fésbókin svona vinsæl. Að einhverju leyti er blæbrigðamunur á umræðunni á fésbók eftir þjóðum. Bandaríkjamenn ræða til að mynda iðulega opinskátt um vandræði í ástarmálum sínum. Pör sem slíta sambandi fá útrás fyrir reiði í garð síns fyrrverandi með því að hrauna yfir viðkomandi á fésbókinni. Og eitthvað svoleiðis. Eins og gengur. Það getur svo sem vel verið að eitthvað sé um slíkt hérlendis líka - án þess að ég hafi orðið þess var.
En hér eru nokkur (grát-) brosleg dæmi frá Bandaríkjunum. Stytt þýðingu á textanum er fyrir neðan.
Amy: Ó, nei! Gary kom græjunum aftur í lag. Frábært helvíti (skrifað 19. júní)
John: Þú ert búin að vera (skrifað 19. júní)
Si: Þetta var aðeins tímaspursmál (skrifað 20. júní)
Amy: Breytir hjúskaparstöðu úr "í sambandi" í "einhleyp" (skrifað nokkrum dögum síðar)
-----
Hún: Þú ert algjör aumingi. Ég trúi ekki orði af því sem þú segir.
Hann: Nú?
Hún: Er þetta það eina sem þú getur sagt?
Hann: Þekki ég þig?
Hún: Þú veist að þú ert faðir Jakobs litla og þú yfirgafst hann. Hvernig vogar þú þér?
Hann: Ég held að þú sért að rugla mér saman við einhvern annan.
Hún: Úps! Þetta er vandræðalegt. Ég hélt að þú værir annar Kristófer. Ég á ekki einu sinni son. Ég er að rugla.
Hann: Allt í lagi. Farðu vel með þig.
Hún: Bless. Sjáumst fljótlega. Gleðileg jól!
-----
Matt: Ástin er erfið. Þetta er ekki góður dagur. Ég þarf drykk.
Geri: Á að eyðileggja annað samband? Átti ekki von á því
Kristen: Þú ert bara afbrýðisöm af því að hann valdi mig fram yfir þig
Geri: 26 ára, atvinnulausan og með kjánalegan hökutopp? Ég veit ekki hvernig ég get lifað án hans!
Matt: Hökutoppurinn á mér er ekkert kjánalegur
-----
Aubrey: Skráir sig einhleypa.
Aubrey: Thomas, þú ert pínu pínulítill kall. Þú kannt ekki að umgangast konu og þú riðlast á öllu sem hreyfist og þú færð mig aldrei aftur. Til að allir viti það: THOMAS ER MEÐ KENGBOGIÐ TYPPI!
Thomas: Það virtist ekki skipta þig máli hvort það var bogið á meðan ég riðlaðist á þér. Ég hélt framhjá þér einungis vegna þess að þú ert tík. Ég ætlaði hvort sem er að sparka þér. Það er lágkúrulegt af þér að tala á þessum vettvangi um typpið á mér. Þurrkaðu þetta rugl út!
Aubrey: Þú hefðir átt að hugsa út í það áður en þú hélst framhjá mér. Búðu við það, tík...
Janet: Aubrey, viltu vinsamlegast fjarlægja þessa færslu. Thomas er verulega miður sín yfir þessu. Það er ósmekklegt að hæðast að fólki vegna einhvers sem það getur ekkert gert að. Faðir hans er einnig svona og ég myndi aldrei hæðast að honum út af því. Vinsamlegast taktu þetta burt. Þú er menntuð kona, gjörðu svo vel að haga þér til samræmis við það.
Thomas: Í guðanna bænum, MAMMA!
-----
Bridgette: Breytti hjúskaparstöðu úr "í sambandi" í "einhleyp".
Megan: Hvert í þreifandi! Ég skal taka í lurginn á honum fyrir þig.
Bridgette: Ja, við slitum ekki sambandinu. Hann dó...
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Spil og leikir, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:42 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
Nýjustu athugasemdir
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, þú ert með skemmtilegan flöt á dæminu! jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Ingólfur, bestu þakkir fyrir góðar pælingar. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Stefán, takk fyrir fróðleikinn. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Gleymdi - ef ég má vera með kjaft - að ég hef aldrei skilið hve... gudjonelias 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Alveg ljóst að þarna var elítan með sína útsendara tilbúín í læ... gudjonelias 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Skemmtilegur og fróðlegur pistill. Getur verið að egóistinn -... ingolfursigurdsson 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Það má geta þess að George hélt því fram að hugmyndin að nafnin... Stefán 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Sigurður I B, það geta ekki allir verið Paul! jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Jóhann, takk fyir þínar áhugaverðu vangaveltur um málið. jensgud 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 307
- Sl. viku: 1641
- Frá upphafi: 4120695
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 1425
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
LOL Ég sem hélt að Jerry Springer hefði verið svið sett..
Ólafur Örn Jónsson, 15.10.2011 kl. 10:21
Hahahaha Sá næst síðasti var langbestur MAMMA!!!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2011 kl. 11:47
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 15.10.2011 kl. 14:35
Ólafur Örn, nei, það þarf svo sannarlega ekki að sviðsetja þætti eins og þessa með Jerry Springer. Það eru aldrei sendir út í sjónvarpi nema hluti af þeim JS þáttum sem eru teknir upp. Sumir þáttanna fara svo langt yfir strikið í kolgeggjun að þeir eru ekki sjónvarpshæfir.
Jens Guð, 15.10.2011 kl. 17:02
Ásthildur Cesil, þetta er assgoti fyndið
Jens Guð, 15.10.2011 kl. 17:02
Sigurbjörg, takk fyrir innlitið.
Jens Guð, 15.10.2011 kl. 17:03
þetta er ástæðan fyrir því að ég fíla ekki facebook, algerlega lýsandi dæmi um fáráðnleika mannskepnunar í hnotskurn!!!
Guðmundur Júlíusson, 15.10.2011 kl. 23:08
Guðmundur, fésbók er skrýtið fyrirbæri. Ég var að lesa áhugaverða bloggfærslu þína um barnaníð og kynferðisfobeldi innan trúfélaga. Ég hvet fólk til að smella yfir á bloggið þitt og lesa þá bloggfærslu. Þú hefur margt til þíns máls þar.
Jens Guð, 15.10.2011 kl. 23:26
Jens, þakka þér, en staðreyndin er sú, að það er ekki hægt að vernda kirkjuna gegn ásókn radda sem ekki lengur trúa því að Jesús Kristur sé þeirra verndari, fólkið hérna úti og sem skuldar allt sitt , húsnæði, bíll, allt undir og farið, hvaða trú er þeirra???
Guðmundur Júlíusson, 16.10.2011 kl. 00:04
Guðmundur hún þarf ekki að vera bundin kristi. Hún þarf aftur á móti að vera bundin því að eiga sína trú í hjartanu, það getur verið trú á ljós og kærleika, eða stokka og steina, eða bara hvað sem er. Svo lengi sem menn hafa ljósið hið innra og trú á sjálfan sig og það góða, þá þarf ekki krist né neitt tilbúið apparat til að beina fólki frá sjálfu sér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2011 kl. 00:09
Guðmundur, ég vil aðgreina þetta. Eitt er að trúa á allt það best og þess vegna góða sem hægt er að finna í boðskap sem hafður er eftir Jesú. Annað er þegar embættismenn trúfélaga stunda barnaníð og annað kynferðisofbeldi (Ólafur Skúlason, Gvendur í Byrginu, barnaníðingarnir í Landakoti...). Þriðja er þegar embættismenn á borð við núverandi biskup ríkiskirkjunnar beita þöggun og öðrum vandræðagangi gagnvart kynferðisglæpum. Fjórða er spurningin snýr að því hvers vegna til er fyrirbærið ríkiskirkja. Góður vinur minn í Bandaríkjunum var að spyrja mig út í þetta á dögunum. Hann er í Ron Paul deildinni í bandarískum stjórnmálum og skilur hvorki upp né niður í því að á tuttugustu og fyrstu öld sé til ríkiskirkja. Ég er jafn undrandi. Mér finnst ríkiskirkja vera eitthvað sem hefði átt að hverfa fyrir tveimur öldum eða svo.
Jens Guð, 16.10.2011 kl. 00:17
Ásthildur Cesil, alltaf kemur þú betur orðum að þessu en ég. Þetta var það sem ég vildi sagt hafa en þú orðar það betur en ég.
Jens Guð, 16.10.2011 kl. 00:19
Trú á stokka og steina er eitt, hvað er maður, eða kona, að láta orðagjálfur kristninar sem í raun er ekkert annað en hvísl allra þeirra sem kristni hafa meðtekið í gegnum árin, að það sem að við álítum í dag, skuli vera eitthvað allt annað á morgun!!
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 16.10.2011 kl. 00:53
Takk fyrir þetta Jens minn.
Já Guðmundur það er bara ágætt að trúa á stokka og steina, álfa, tröll eða bara hvað sem er. Ef menn öðlast kjark og þor til að takast á við daglegt líf með því sem þeir trúa á þá er það bara til góðs. Við eigum ekki að tala slíkt niður. Því hver maður þarf að gera sér grein fyrir því hvað honum sjálfum er fyrir bestu og unna honum að hafa það sem best reynist.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2011 kl. 01:15
Guðmundur, trú á stokka og steina er, ja, þú nefnir það sjálfur orðagjálfur. Ég kýs að skilgreina trú á stokka og steina sem meðvitund um samspil manns og náttúru. Ég ætla ekkert að reyna að vera fræðilegur eða fara út í hugmyndafræði okkar ásatrúarmanna. Ég er í Ásatrúarfélaginu og við ástundum ekki trúboð. En í grunninn ganga okkar lífsviðhorf út á samspil manns og náttúru. Tengsl manns og náttúru eru sterk og samofin. Án þess að fara langt út í það dæmi þá bendi ég á samspil flóðs og fjöru, stöðu tungls við jörðu og svo framvegis.
Jens Guð, 16.10.2011 kl. 01:38
Ásthildur Cesil, þú segir enn sem fyrr það sem ég vildi sagt hafa.
Jens Guð, 16.10.2011 kl. 01:39
Til gamans má geta að margir tónlistarmenn sem náð hafa góðum árangri á alþjóðamarkaði vinna sín afrek út frá lögmálum ásatrúarviðhorfa. Frægust er Björk. Einnig má nefna Neil Young. Hann fer aldrei í hljóðver nema þegar himintungl samkvæmt ásatrú eru hagstæð. Með glæsilegum árangri. Einnig má nefna til sögu Robert Plant, fyrrum söngvara Led Zeppelin. Til gamans má nefna að þegar hann hélt hljómleika á Íslandi þá bauð hann - á eigin reikning - öllum félögum Ásatrúarfélagsins á hljómleikana. Um 300 manns þekktust boðið.
Jens Guð, 16.10.2011 kl. 01:46
Fallegasta ferming sem ég hef tekið þátt í var í sumar þegar einn frændi minn tók Ásatrú, algjörlega sjálfur, því báðir foreldrar hans eru í þjóðkirkjunni. Goðinn okkar og hans fallega aðstoðarkona sáu um ferminguna og þetta var allt svo fallegt og til heiðurs landi og þjóð, vættum og umhverfi. Ég er stolt af að vera Ásatrúar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2011 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.