Besta hljómsveit ársins, besta plata ársins, besta myndband ársins...

 

  Nú eru áramótauppgjör gagnrýnenda og lesenda hinna ýmsu tónlistartímarita farin að skila sér í hús.  Það er margt spennandi í þeim dæmum.  Meðal annars að Björk kemur víða við sögu í þessum áramótauppgjörum.  Ekki aðeins vegna einnar af bestu plötum ársins 2011 og eins af bestu plötuumslögum ársins heldur einnig fyrir eitt af bestu myndböndum ársins.

  Útbreiddasta tónlistarblað Danmerkur heitir Gaffa.  Það er vandað fríblað með litmyndum.  Í gær (8. des) stóð Gaffa fyrir veglegri verðlaunaafhendingu í Bremen leikhúsinu í Kaupmannahöfn.  Næstum 10 þúsund lesendur blaðsins greiddu atkvæði í áramótauppgjöri blaðsins.  Úrslitin eru þessi:

Besta myndband ársins

- Björk: "Crystalline" (Michel Gondry)

Besta plata ársins

- Adele: "21"

Besta hljómsveit ársins

- Coldplay

Besta danska rokkplata ársins
- Hatesphere: "The Great Bludgeoning"

Besta danska hljómsveit ársins
- Malk de Koijn

Besta danska poppplata ársins
- Malk de Koijn: "Toback To The Fromtime"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://m.youtube.com/index?desktop_uri=%2F&gl=US#/watch?v=-kfKwFg2uF4

Jolarokkkvedja

Thordur b

Thordur b (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 19:44

2 Smámynd: Jens Guð

  Þórður,  heill og sæll,  kæri vinur.  Hlekkurinn sem þú vísar á vísar á 4 myndbönd sem ég átta mig ekki á.

Jens Guð, 9.12.2011 kl. 23:35

3 identicon

Sæll aftur,

Smá klúður,vona að þetta virki.

http://www.youtube.com/watch?v=-kfKwFg2uF4

Jólarokk

Þórður Bogason (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 10:09

4 Smámynd: Jens Guð

  Takk fyrir þetta.  Frábært að þetta sé komið á youtube.  Ég var snöggur að skrá bloggfærslu um þetta.  Einnig póstaði ég það á fésbókarsíðu mína og inn á fésbók Daníels,  mömmu,  Sæunnar og Auðjóns.  Þetta er gaman.

  Bjarni Tryggva skrifað komment við fésbókina mína:  "Snilldar plata, Eg á eintak sem eg held uppá!"

Jens Guð, 10.12.2011 kl. 21:33

5 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 10.12.2011 kl. 21:41

6 Smámynd: Jens Guð

  Sibba,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 11.12.2011 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.