Íslenskt jólarokk

  Frumsamin íslensk jólarokklög eru ekki á hverju strái.  Reyndar ótrúlega sjaldgæf með hliðsjón af því að jólin njóta vinsælda og margir Íslendingar hafa unun af rokkmúsík.  Hér er skemmtilegt dæmi um íslenskt jólarokk.  Flytjendur eru:  Þórður Bogason (söngvari Foringjanna,  Þreks,  Skyttnanna,  Rickshow),  Gústi (trommari Start og EC),  Guðmundur Höskuldsson (gítarleikari EC og Álbandsins),  Vignir Ólafsson (gítar) og Kjartan Guðnason (bassi).  Reyndar er þetta frekar rólegt rokklag.  Enda engin ástæða til að vera með mikinn æsing um jólin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Manstu eftir þessu

http://www.youtube.com/watch?v=IFrPfHqSuG4

Þórður

Þórður Bogason (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 08:09

2 Smámynd: Jens Guð

  Það er virkilega gaman að rifja þetta upp.  Gott hjá þér að láta helstu upplýsingar fylgja.  Það er alltof algengt að rekast á áhugaverð myndbönd,  langa að vita meira um flytjendur en finna hvergi upplýsingar. 

  Ég hlakka til þegar þú verður búinn að setja Foringjana á youtube.

Jens Guð, 12.12.2011 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.