Plötuumsögn

Herbertson-Lífsins tré

- Titill:  Tree of Life / Lífsins tré

- Flytjandi:  Herbertson

- Einkunn:  ****

  Herbertson er dúett feđganna Herberts Guđmundssonar og Svans Herbertssonar.  Herbert sér ađ mestu um söng.  Svanur útsetur og spilar á margvísleg hljómborđ.  Báđir taka ţátt í röddun,  ásamt fóstbrćđrunum Magnúsi & Jóhanni.  Glćsilegar raddanir einkenna plötuna.  Svanur syngur ađalrödd í tveimur lögum og í einu til á móti föđur sínum. 

  Svanur er dúndur góđur söngvari.  Hann syngur af innlifun og beitir röddinni af öryggi og smekkvísi.  Hljómur raddar hans er glettilega líkur söngrödd föđurins.  Herbert hefur veriđ í hópi flottustu íslenskra söngvara í meira en fjóra áratugi.  Líflegur og blćbrigđaríkur.  Hann nýtur sín vel á ţessari plötu.  Ţađ ríkir afslöppuđ og notaleg sköpunar- og spilagleđi hjá feđgunum.  Hluti af tónlistinni var hljóđritađur heima í stofu hjá ţeim.  Ţađ hefur áreiđanlega haft eitthvađ ađ segja um ţćgilegt andrúmsloftiđ sem leikur um plötuna. 

  Flest lögin semja feđgarnir saman.  Innan um eru ţó lög sem ţeir sömdu hvor í sínu lagi.  Herbert er höfundur texta utan 3ja eftir Svan.  Einn til viđbótar yrkja ţeir saman.  Tveir texta Herberts eru á íslensku.  Ađrir á ensku.  Ţađ skarast ekkert.  Ţetta rennur allt lipurlega, eins og platan öll.  Ađ sumu leyti hljómar hún eins og "Greatest Hits/Best of".  Ţarna eru ţekktir smellir á borđ viđ  TimeVestfjarđaróđ  og  Wanna Know Why.  Ţeir skera sig ekkert frá.  Önnur lög hljóma einnig eins og smellir.  Hebbi er lunkinn viđ ađ hrista fram úr erminni svokölluđ "syngjum-endalaust" viđlög (sing a long) sem söngla í höfđinu á manni löngu eftir ađ lagiđ hefur veriđ spilađ.

  Til samanburđar viđ fyrri plötur Herberts er ţessi hljómborđslegri.  Mörg laganna eru auđheyranlega samin á píanó.  Gítarleikur Tryggva Hübner og Stefáns Magnússonar setur svip á plötuna.  Ţađ er nettur The Edge (U2) keimur í gítarleik Stefáns í nokkrum lögum.  Ţegar plötunni er rennt í gegn koma líka upp í hugann hljómsveitir á borđ viđ Coldplay og Keane. 

  Herbert hefur alltaf veriđ opinn og áhugasamur um nýja strauma í tónlist.  Ţess vegna hljómar hver ný plata frá honum jafnan fersk ţó ađ persónuleg sérkenni hans haldi sér jafnframt.  Til ađ mynda má iđulega greina inn á milli smá Lennon og Bítla á plötum hans.  Hér er ţađ mest áberandi í laginu  My Love.  Ţar spila inn í hugleiđingar Herberts um ást,  kćrleika,  fögnuđ og von um fagurt mannlíf.

  Auk ţeirra sem áđur er getiđ spilar Gulli Briem á trommur og Haraldur Ţorsteinsson á bassa.  Einvalaliđ í hverju hlutverki.  Ţetta er áheyrileg og góđ plata í alla stađi.  Hún er í flokki međ bestu plötum Herberts,  sem á langa og veglega ferilsskrá ađ baki og er í toppformi.  Ţađ er gaman ađ Svanur sonur hans sé orđinn ţátttakandi í ţeirri ferilsskrá.  Hann hefur sína ferilsskrá međ glans á ţessari fínu plötu.   

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

FLOTTIR FEĐGAR kćrleikur og einlćgni :)

Eg er buin ađ vera ađ leita ađ diski sem eg held ađ Hfliđi Hallgrímsson hafi gert fyrir einhverjum árum og heitir ÖRSÖGUR.

finn hann ekki í verslunum.

Ćtli einhver viti hvar er hćgt ađ fá hann

Sólrún (IP-tala skráđ) 21.12.2011 kl. 23:34

2 identicon

Ég á eftir ađ renna í gegnum diskinn en af ţví sem ađ ég hef heyrt af honum, ţá er ţetta vel gert hjá feđgunum

Grrr (IP-tala skráđ) 22.12.2011 kl. 07:12

3 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Ég fíla margt af ţví sem Hebbi hefur gert. flottir feđgar.

Ásdís Sigurđardóttir, 22.12.2011 kl. 16:13

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband