Skroppið til Finnlands

suomenlinna-asuomenlinna Asuomenlinna Csuomenlinna E Viaporisuomenlinna Fsuomenlinna Gsuomenlinna Hsuomenlinna gistihússuomenlinna gistihúsið

  Ég brá mér til Finnlands.  Ákvað skyndilega að hjálpa Finnum að takast á við jólin og aðstoða þá við að komast yfir áramótin.  Það heppnaðist hið besta.  Finnar voru sáttir.  Það skiptir máli.  Ég hafði bækistöðvar á eyju sem tilheyrir eyjaklasanum Suomenlinna.  Hann gegnir einnig nafninu Viapori.  Svíar og Íslendingar kalla hann Sveaborg.

  Mér taldist til að eyjarnar væru 4.  Þær eru samt 6.  Ég veit ekki hvar þessar 2 eru sem mér yfirsást.  En fallegt er þarna.  Afskaplega.  Og allt í gömlum stíl:  Hús jafnt sem brýr,  virkisveggir,  fallbyssur og annað.  Það er góð skemmtun að rölta þarna um.

   Eyjarnar tilheyra Helsinki.  Ferja gengur á milli eyjanna og miðborgar Helsinki á klukkutíma fresti nema á milli klukkan 2 og 6 á morgnana.  Þá sefur áhöfnin.  Mér þykir það líklegt.  Siglingin tekur um korter.  Farið kostar 2 evrur (320 kall).  Hægt er að kaupa 7 daga kort.  Ég man ekki verðið en þá er hægt að flakka á milli í hverri ferð. 

  Fyrst þegar ég tók ferjuna vissi ég ekki að það þarf að kaupa farmiða í sjálfsala í skúr á hafnarbakkanum.  Ég fór miðalaus um borð.  Það var ekki gerð nein athugasemd við það.  Mér tókst ekki að venja mig af miðaleysinu.  Einhvers staðar rakst ég á auglýsingu sem innihélt hótun um sekt upp á 80 evrur (tæpan 13 þúsund kall) á hendur miðalausum.  Ekki veit ég hvernig sektin er innheimt hjá útlendingum sem þykjast vera án greiðslukorts og eiga aðeins 5 eða 10 evrur.

  Þetta var fyrsta heimsókn mín til Finnlands.  Byggingastíll og fleira í Helsinki er meira í a-evrópskum stíl en við eigum að venjast í borgum hinna norðurlandanna.  Sömuleiðis fer minna fyrir bandarískum skyndibitakeðjum í Helsinki.  Þó eru McDonalds,  Burger King og Subway þarna ef vel er leitað.  Á síðast nefnda staðnum kostar lítill bátur dagsins 620 kall (3,90 evrur).  Á Íslandi kostar hann 419 krónur.  Fyrir fall íslensku krónunnar og bankahrunið er næsta víst að báturinn hafi verið á svipuðu verði,  um 300 kall,  í báðum löndunum.  Að öðru leyti er matvælaverð nokkuð áþekkt í Reykjavík og Helsinki í dag.   

  Í Ósló eru um eða yfir 90% viðskiptavina McDonalds hörundsdökkir.  Í Helsinki er hlutfallið lægra.  Engu að síður er þá fáu hörundsökku í Helsinki helst að finna í McDonalds.  Hvers vegna sækja hörundsdökkir svona stíft í McDonalds fremur en til að mynda sjávarréttastaði og salatbari.  Hérlendis eru ekki nógu margir blökkumenn til að halda uppi McDonalds.     

  Hér fyrir neðan er myndband með finnsku "stuðmönnum",  Leningrad Cowboys.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleði og gæfuríkt ár til þín Jens stuðkall. En heyrðu góurinn,er hásumar í Finnlandi núna,eða svo virðist miðað við myndirnar að ofan.  ??????????????????????????????????????????????????????????????????

Númi (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 08:33

2 identicon

Greinilega hásumar. Á myndinni með konunni í hjólastólnum, þá er maðurinn alsnakinn. Eða þá í svo þéttum húðlita buxum að þær virðast ekki vera til staðar

Grrr (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 09:56

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm ég setti einmitt inn myndband með þessum frábæra flokki um daginn og lét þess getið að ég hefði sennilega skúbbað sjálfum Jens með þessu hehehe.... en þeir voru með tónleika í Osló í byrjun vetrar.  Flottar myndir og ég sá strax líkinguna á byggingarstílnum við austurEVrópu.  Afar fallegt þarna.  Takk fyrir að deila þessu með okkur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2012 kl. 13:42

4 identicon

Ég held að ástæðan fyrir því að blökkumenn fara svona mikið á McDonalds sé að þeim er hent út alls staðar annars staðar.

Silfurhaukurinn (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 17:52

5 Smámynd: Jens Guð

  Númi minn,  bestu óskir um gleðilegt ár og góðar þakkir fyrir samskipti á liðnum árum.  Það var afskaplega gott veður í Helsinki þann hálfa mánuð sem ég dvaldi þar yfir hátíðar.  Marautt og hlýtt.  Það var einkennilegt að frétta af snjófarginu á Íslandi á sama tíma.

Jens Guð, 8.1.2012 kl. 21:49

6 Smámynd: Jens Guð

  Grrr,  ef þú smellir á myndina á konunni í hjólastólnum þá sérðu að konan sem gengur upprétt er í útvíðum buxum.  Þessar tvær neðstu myndir hnupplaði ég úr auglýsingu gistiheimilisins.  Þær sýna sömu byggingu frá sitthvoru sjónarhorni.

Jens Guð, 8.1.2012 kl. 21:52

7 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  ég var kominn til Finnlands þegar þú settir inn færsluna um Leningrad Cowboys.  Ég átti þess vegna eftir að lesa bloggfærslur þínar frá þeim tíma sem ég var í Finnlandi.  Ég les alltaf allar þínar skemmtilegu bloggfærslur.  Byrja jafnan minn daglega blogglestrarrúnt á þinni síðu en var svo lítið við tölvu í Finnlandi að ég geymdi þann lestur þangað til ég kom aftur til Íslands.

  Ég hef fylgst með Leningrad Cowboys frá því að ég sá kvikmyndina um hljómsveitina 1989,  Leningrad Cowboys go America.  Sprenghlægileg mynd.  Þetta eru grallarar og ég skilgreini þá sem finnska Stuðmenn.

Jens Guð, 8.1.2012 kl. 22:01

8 Smámynd: Jens Guð

  Silfurhaukurinn,  ég trúi því ekki.  Enda engin ástæða til að fólki sé mismunað eftir litarhætti. 

Jens Guð, 8.1.2012 kl. 22:03

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þeir eru flottir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2012 kl. 22:19

10 identicon

HA ! Iðjagrænt gras og laufblöð sem fastast á trjánum. Og það um jól.???????  Nei Jens þó.

Númi (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 00:49

11 identicon

Ja, þá hlýtur þetta að vera vegna þess að blökkumönnum finnst McDonalds hamborgarar betri matur en annar matur. Annars held ég ekki að þeim sé hent út annars staðar vegna hörundslitar heldur vegna þess að þeir fæla aðra viðskiptavini frá.

Silfurhaukurinn (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 03:55

12 Smámynd: Jens Guð

  Númi,  tvær neðstu myndirnar eru úr auglýsingu frá gistiheimilinu Suomenlinna.  Sú með konunni í hjólastólnum er áreiðanlega tekin um sumar.  Kannski neðsta myndin líka.  Annars lítur aðkoman að gistiheimilinu mjög svipað út í dag.  Gras og laufblöð eru græn og þessi sömu blóm eru við dyrnar.  Ég veit ekki af hverju þau blómstra svona vel um miðjan vetur.

Jens Guð, 9.1.2012 kl. 07:37

13 Smámynd: Jens Guð

  Silfurhaukurinn,  hvernig í ósköpunum fæla blökkumenn aðra viðskiptavini frá?

Jens Guð, 9.1.2012 kl. 07:38

14 identicon

Hvernig? Nú, segjum til dæmis að þú stæðir fyrir framan tvo veitingastaði sem báðir biðu upp á svipuð sjávarréttahlaðborð með salati á sama verði og að inni á hvorum stað fyrir sig væri eitt borð laust. Þá tækir þú eftir því að öll hin sætin væru upptekin af blökkumönnum á öðrum staðnum en hvítum mönnum á hinum staðnum. Inn á hvorn staðinn myndir þú fara?

Ekki segja mér að þú færir frekar á staðinn þar sem allt væri fullt af blökkumönnum? Nei, þú færir auðvitað frekar á hinn staðinn með hvíta fólkinu. Þannig fæla blökkumenn frá og þess vegna er þeim hent út og þess vegna eru þeir allir á McDonalds.

Tek það fram að þetta er tilgáta, ekki vissa enda er ég ekki í veitingahúsabransanum. Ég er bara að reyna svara spurningunni þinni, "af hverju hörundsdökkir sækja svona stíft í McDonalds fremur en sjávarréttarstaði og salatbari". Mér finnst hún áhugaverð.

Silfurhaukurinn (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 08:01

15 Smámynd: Jens Guð

  Silfurhaukurinn,  ég vel ekki borð eða sæti eftir því hver hörundslitur annarra á staðnum er.  Né heldur eftir augnlit þeirra,  hárgreiðslu eða klæðaburði.  Ég átta mig ekki á því hvers vegna þessir hlutir skipta máli.  Og þó.  Ef áberandi margir hnakkar og skinkur eru inni á veitingastað þá er ástæða til að forða sér.  Fyrst og síðast út af hættu á vondri músík.

Jens Guð, 9.1.2012 kl. 11:43

16 identicon

Einmitt, ég myndi líka forða mér ef áberandi margir litu út fyrir að vera í Sjálfstæðisflokknum. Þá færi ég frekar á McDonalds með blökkumönnunum. Hefur ekkert með hörundslit að gera heldur bara þessa almennu og andlegu vellíðan rétt á meðan maður fær sér eitthvað í gogginn.

Silfurhaukurinn (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 16:50

17 Smámynd: Jens Guð

  Silfurhaukurinn, ég er fæddur og uppalinn í Sjálfstæðisflokknum. En er í Frjálslynda flokknum. Hinsvegar fæ ég mér stundum í gogginn hjá Sjöllum þegar prófkjörsbarátta þar á bæ er í gangi og góðar veitingar í boði.

Jens Guð, 9.1.2012 kl. 20:30

18 identicon

Það virðist sem haustið og hvað þá veturinn hafi sleppt því að koma við í Finnlandi akkúrat á meðan Jens Guð skrapp þangað um jólin 2011. ? ?

Númi (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 00:49

19 identicon

Já, maður neitar auðvitað ekki góðum mat, sérstaklega ekki ef hann er ókeypis enda hefur maður svo sem borðað margt verra en snittur með sjálfstæðismannabragði. Ég fór einu sinni kosningafögnuð vinstrimanna í Röðli en þar var ekki boðið upp á neitt nema volgt appelsín svo ég flutti mig á kosningavöku Sjálfstæðismönnum á Hóteli Íslandi og sá svo sem ekki eftir því.

Silfurhaukurinn (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 10:34

20 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Fallegt í Finnlandi!

Ég er svolítið kortér í. Kórinn minn fór til Færeyja árið áður en ég byrjaði í honum. Mig hefur alltaf langað til Færeyja. 2009 var planið að fara til Rússlands og Finnlands, fararstjórinn, bóndi einnar í kórnum þekkti til á þessum slóðum og var búinn að sýna okkur myndir þaðan og ég farin að slefa við endalausar veislu myndir þar sem smjérið draup af hverju strái, menn skálandi í vodka og syngjandi sælir og glaðir. Þá kom hrunið og ferðin flautuð af. greeennnjjjj.

Æfin er hins vegar ekki á enda og ég á ábyggilega eftir að heimsækja þessi lönd fyrr en síðar. Gleðilegt ár Jens og takk fyrir fróðleik og skemmtun síðustu ára.

Hjóla-Hrönn, 11.1.2012 kl. 14:42

21 Smámynd: Jens Guð

  Númi,  ég er ekki með þekkingu á veðurfari og árstíðum í Helsinki.  Kannski er gróður grænn þar og blómstrandi fram á þorra.  Þetta tengist hugsanlega þessum svokölluðu pólskiptum og gróðurhúsaáhrifum.   

Jens Guð, 11.1.2012 kl. 18:41

22 Smámynd: Jens Guð

  Silfurhaukurinn,  hvernig stendur á því að vinstri flokkarnir bjóða alltaf upp á volgt appelsín?  Ekkert nema volgt appelsín.  Mér er sagt að það hafi ráðið miklu um að Ásmundur Daði yfirgaf VG og færði sig yfir í Framsókn:  Að hann var komin með leiða á volgu appelsíni.  Sigmundur Davíð er sagður hafa lofað honum ískaldri mjólk og rammíslenskum banana.

Jens Guð, 11.1.2012 kl. 18:47

23 Smámynd: Jens Guð

  Hjóla-Hrönn,  gleðilegt ár og takk fyrir samskiptin á liðnum árum.

  Ég ráðlegg þér að setja í forgang að heimsækja Færeyjar.  Það er ekki dýrt.  Ég held að það sé hægt að fara með Norrænu fram og til baka fyrir 25 þúsund kall eða svo.  Flug kostar kannski 40 þúsund báðar leiðir.  

Jens Guð, 11.1.2012 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.