Finnska fyrir byrjendur

  Í fljótu bragði er finnska framandi tungumál.  Sérhljóðar á borð við a og i eru iðulega tvískrifaðir.  Þegar betur er að gáð er þó alveg hægt að átta sig á merkingu ýmissa finnskra orða.  Tökum hér nokkur dæmi:
.
  Gravilohi grillattu kana kittio kuppi kissa kahvi bandi pannukakki sooda kirkko
.
  gravilohi:  graflax
  grillattu kanu:  grillaður kjúklingur
  kittio:  eldhús (kitchen)
  kuppi:  bolli (cup)
  kissa:  köttur (kisi)
  kahvi:  kaffi
  bandi:  hljómsveit (band)
  pannukakki:  pönnukaka
  sooda:  gosdrykkur (sóda)
  kirkko:  kirkja
.
Höldum áfram:
.
  bussi:  strætó (bus)
  hevi metalli:  þungarokk (heavy metal)
  alkoholi:  áfengi (alkahól)
  glögi:  (jóla)glögg
  museo:  minjasafn (museum)
  uuno:  ofn (ónn)
  musiiki:  tónlist (músík)
  bassokitara:  bassagítar
  joulo:  jól
  tiistai:  þriðjudagur (Týsdagur)
  takki:  jakki
  .
Þannig mætti áfram telja.  Smá vangaveltur og samanburður við ensk orð og norræn orð leiða iðulega til þess að hægt er að skilja finnsk orð.  Það er ekkert erfitt að átta sig á finnskum merkingum og öðru þegar vel er að gáð. 
  Finnskt vatn (vesi) hefur mælanlega verið skilgreint sem besta vatn í heimi.  Kranavatnið er þó ekki jafn kalt eins og íslenska kranavatnið.  Mig minnir að grænlenskt vatn sé númer 2 og íslenskt númer 12.  Ég finn þó ekki bragðmuninn.  Færeyskt vatn er sömuleiðis ferskt og mjög gott.
.
  Eitt undarlegt:  Á gangstéttum í Helsinki má víða sjá merkingu,  myndræna táknmynd af fulloðnum að leiða barn (frekar en leiða dverg). Ég vildi vera löglegur og skimaði ítrekað eftir barni til að leiða á gangstéttinni.  Án árangurs. 
  Á öðrum gangstéttum var sama merking nema með bannmerki.  Ég átta mig ekki á þeim hringlanda.  Sums staðar á að leiða barn.  Á öðrum gangstéttum er stranglega bannað að leiða barn.  Þetta er undarlegt.
.
  Annað:  Finnski söngvarinn Michael Monroe er stórt nafn í finnsku rokksenunni.  Hljómsveit hans, Hanoi Rocks, náði inn á breska vinsældalistann á níunda áratugnum.  Þetta var glamrokkhljómsveit sem svipaði til Mötley Crüe.  Síðar var Hanoi Rocks líkt við bandarísku hljómsveitina Guns ´N´ Roses og bresku pönkarana Sex Pistols og The Clash.  
  Söngvari Mötley Crüe fékk fangelsisdóm þegar trommari Hanoi Rocks lét lífið sem farþegi í bíl hjá honum. 
.
  Við kjuðunum tók gamli trommari The Clash,  Terry Chimes. Hann stofnaði síðar með Michael Monroe hljómsveitina Cherry Bombz.  Hún var töluvert nafn án þess að tröllríða engilsaxneskum vinsældalistum.
.
  Michael Monroe var á forsíðum finnskra músíkblaða um jólin.  Þó að mér hafi tekist að skilja ýmsar finnskar merkingar þá dugði það ekki til að lesa mér til gagns forsíðuviðtölin við Michael Monroe. 
.
.
 Sennilega var Topper Headon trommari þarna 1978 frekar en Terry Chimes.  En alltaf gaman. Til gamans má geta að Topper Headon sendi frá sér smáskífu sem hét  Reykjavík.  Hún fór eitthvað mjög lágt.  Svo ruglaðist Topper Headon í heróínvímu og fór að keyra leigubíl.  Það vakti undrun því að hann rataði varla heim til sín á þeim tíma.  Þarna tekur einnig Jimmy Pursey líka lagið.  Söngvari Sham 69 og síðar Sham Pistols.  Hann er ennþá að syngja "Ef við krakkarnir stöndum saman.." og er kominn á sextugs aldur.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er frekar augljóst þegar það er sett svona upp. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.1.2012 kl. 12:55

2 identicon

En, Jens Guð minn góður. Er íslenska vatnið númer 12. Nei, það getur ekki verið. Er ekki allt best á Íslandi og þá sérstaklega vatnið?

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 18:18

3 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  það kom mér á óvart hvað auðvelt er að skilja margt í finnsku þegar orðin eru mátuð við þessi tungumál sem maður þekkir best.

Jens Guð, 16.1.2012 kl. 23:13

4 Smámynd: Jens Guð

  V. Jóhannsson,  ég man ekki hvar ég sá þennan lista yfir besta vatnið þar sem íslenska vatnið var í 12. sæti.  Hitt man ég að ekki var um að ræða bragðprufur heldur hvaða steinefni (og kannski einhver önnur efni?) vatnið inniheldur í hverju landi.  Ég man einnig eftir einhverjum bragðprufu samanburði á átöppuðu vatni þar sem íslenska vatnið kom bestu út.  Reyndist vera með besta eftirbragð.  Úrtakið var ekki stórt.  Gott ef það var ekki á átöppuðu vatni sem selt er í Bandaríkjunum.  Íslenska vatnið er gott hvernig sem á það er litið (eða smakkað).

Jens Guð, 16.1.2012 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.