Bráðskemmtilegar myndir af skrautgjörnum beljum

fólk með hálstau Þfólk með hálstau Y 

  Fólk er glysgjarnt.  Það skreytir sig í tíma og ótíma með glitrandi hálsmenum, litríkum hálsbindum og slaufum,  setur á sig skrautlegar húfur og hatta.  Að þessu leyti - og ýmsu öðru - eiga kýr og mannskepnan samleið.  Kýr sækja stíft í að vera með skraut um háls eða höfuð.  Sú beljan sem nær að troða sér í glæsilegasta og stærsta hálsmenið eða höfuðfatið er aðal beljan í fjósinu í mörg ár á eftir. 

  Stundum sést þeim ekki fyrir í kapphlaupinu um að vera flottasta beljan.  Það á einkum við er þær troða upp á háls sér naglföstum hlutum á borð við rimlahlið.  Heppilegast er að troða léttum álstiga um hálsinn.  Þá er hægt að bíta gras og drekka vatn eins og ekkert hafi í skorist á milli þess sem beljan montar sig af hálsskrautinu.   

dýr með hálstau Ddýr með hálstau Gdýr með hálstau Jdýr með hálstau Mdýr með hálstau N


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jens þú ert óborganlegur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2012 kl. 07:52

2 identicon

Á myndinni með beljunni sem að er með fast barnaleikfangið, sést vel að hin beljan er að hugsa "nei, andskotinn, er þetta nýjasta tískan?"

Grrr (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 16:46

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ha, ertu búinn að lita á þér hárið?

Sigurður I B Guðmundsson, 23.1.2012 kl. 17:04

4 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  það eru kýrnar sem eru óborganlegar.  Ég er fæddur og uppalinn í sveit og á margar spaugilegar minningar um blessaðar beljurnar.  Það er margt skrýtið í kýrhausnum.

Jens Guð, 23.1.2012 kl. 20:16

5 Smámynd: Jens Guð

  Grrr,  mér sýnist hún öfunda hina líka pínulítið af svona veglegu skrauti.

Jens Guð, 23.1.2012 kl. 20:17

6 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  nei,  það grænkar alltaf svona þegar sól hækkar á lofti.

Jens Guð, 23.1.2012 kl. 20:18

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þær eru of forvitnar blessaðar, eins gott að lesendur þínir séu nógu forvitnir til að  lesa lengra en fyrstu myndirnar, það gæti virkað ansi tvírætt

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2012 kl. 20:24

8 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  það er stríðni hjá mér að sýna fyrst skrautlegt fólk.  Smá ruddalegt í samhengi við fyrirsögn en allt í léttum dúr.  Ég gætti þess að hafa mynd af karlmanni í trúðsbúningi með svo þetta væru ekki kynbundin ruddalegheit - þó halda mætti annað við fyrstu sín á efstu myndir og fyrirsögn.  Því að eigi vil ég karlremba vera í mínum svarta húmor. 

  Kýr eru skemmtilegir karakterar.  Rosalega forvitnar og það er skemmtilegt uppreisnareðli í þeim.  Þegar við í sveitinni þurftum að koma þeim á beit í annað beitiland en þær voru vanar að sækja var ráðið að hafa hlið í nýja beitilandið næstum hálf lokað og stuggu kúnum frá hliðinu.  Svo gekk maður frá og hélt heim á leið.  Kýrnar fylgdust með.  Þóttust vera að bíta gras en fylgdust með.  Þegar þær héldu að maður væri kominn í hvarf þá ruddust þær af ákefð inn á beitilandið sem þær héldu að væri þeim forboðið og reyndu að rífa þar í sig gras af ákefð áður en þeim væri hugsanlega stuggað til baka.  

Jens Guð, 23.1.2012 kl. 22:18

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha já sá það.  En mamma sagði alltaf að beljur væru vitrari en hestar, og raunar með vitrari dýrum yfirleitt.  Þær er skemmtilegar og já skoða heimin með sinni speki, margt skrýtið í kýrhausnum kemur ekki út af neinu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2012 kl. 22:27

10 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  ég ólst upp á hestbaki.  Eins og sennilega flestir Skagfirðingar.  Það voru eru fjöldamargir hesta á flestum skagfirskum heimilum.  Það er eiginlega erfitt að bera saman hesta og kýr.  Kýrnar eru bundnar á bás meirihluta árs en hestar eru meira og minna frjálsir.  Það er fátt sem örvar hugsun beljunnar sem er bundin á sinni litlu stíu 10 mánuði árs.  Hesturinn er hinsvegar í sínum haga og getur fært sig í hús að vild eftir veðri.

  Það er að mörgu leyti gaman að fylgjast með samskiptum hests og manns.  Allt að því aðdáunarvert á köflum.  Það er kannski ósmekklegt af mér að rifja upp einstakt samband manns sem var róni í sveitinni heima og hests hans.  Maðurinn er fallinn frá.  Og reyndar hesturinn einnig.  Það er ótrúlegt en satt að hesturinn kom manninum ósjaldan í rúm þegar maðurinn var ósjálfbjarga vegna ölvunar.  Á einhvern hátt kom hesturinn manninnum í sitt herbergi á Hólum í Hjaltadal og velti honum upp í rúm þegar maðurinn var dauður úr drykkju.  Margir urðu vitni að þessu.  Hesturinn lagðist fyrir framan rúm mannsins og skutlaði honum af hestbaki upp í rúm.  Síðan fór hesturinn út og beið næsta dags.  Hesturinn breiddi meira að segja í eitt skipti sem ég veit af sæng yfir kallinn.  Beit í sængurhorn og breiddi sæng yfir manninn,  sem var sofandi vegna ölvunar.

  Í annað sinn datt maðurinn af hestbaki á milli bæja.  Hann var fastur í ístöðum og gekk með hestinum á höndum að næsta bæ.  Hesturinn gekk svo hægt með manninum að maðurinn náði að feta sig á höndum með hestinum að næsta bæ.

  Í enn eitt sinn dó maðurinn áfengisdauða á hlaðinu heima hjá mér.  Hesturinn lagðist niður með honum og hélt með fótum sínum utan um manninn.  Mamma lagði yfir þá teppi og gaf hestinum tuggu.  Hesturinn þáði tugguna en haggaðist ekki á fætur fyrr en maðurinn brölti á fætur um morguninn.  

Jens Guð, 23.1.2012 kl. 23:48

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er virkilega falleg frásögn og hrærandi.  Takk innilega fyrir að segja okkur hana.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.1.2012 kl. 13:23

12 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 24.1.2012 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband