Mikilvægt varðandi sigurlagið í söngvakeppninni

  Eins og allir vita þá er  Eilíf ást  með Herberti Guðmundssyni sigurlagið í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (júrivisjón) í ár.  Þegar þetta ber á góma verður mörgum að orði eitthvað í þessa veru:  "Það kjósa auðvitað allir lagið hans Hebba.  Það er neyðarlegt fyrir aðra söngvahöfunda í keppninni.  Af því að lagið hans Hebba er svo öruggt í sigursæti ætla ég að greiða einhverjum öðrum höfundi mitt atkvæði af vorkunnsemi."

  Þessi afstaða er varasöm og allt að því refsiverð.  Ef allir hugsa á þennan veg fer allt í rugl.  Það eina rétta í stöðunni er að greiða atkvæði með því að hringja í 900-9901.  Aðeins þannig fer allt vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jens ég fer að halda að þessi áróðursherferð sé þaulskipulögð.  Tveir bloggarar a.m.k., frétt um lagið hans á DV.  Þetta er reyndar æðisleg markaðssetning.  Ég er samt ekki viss um að hún virki, ekki á mig allavega.  ÉG vil lagið með hrútspungunum áfram, það er frábært íslenskt og sterkt lag, flottur fimmundarsöngur.  Vonandi bera ísleningar gæfu til að senda eitthvað sem er jafn áhrifaríkt og flott og það lag.  Með fullri virðingu fyrir Herberti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 14:24

2 identicon

Ég myndi skipta um stöð ef þetta lag kæmi.. en hey, ef þetta er það skársta, so be it. Þetta er jú eurovision, ekki þekktir fyrir að hafa gæða músík þar á bæ :)

DoctorE (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 14:31

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Keppnin er nú ekki afstaðinn, meira að segja á Hebbinn okkar eftir að komast í undanúrslit.  Þessi lög eru samt síðri en síðustu fimm lög svo hann á alveg sjens á því. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 15:18

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég zamhrútpúngazt með Ázt Cezil !

En hef laumublæti fyrir 'Hebba' líka, þú zegjir nú öngvum frá því, ven...

Steingrímur Helgason, 28.1.2012 kl. 19:29

5 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  ég veit ekki til þess að skipulögð herferð sé í gangi fyrir lagi Herberts.  Ég hef bloggað um vissu mína og fleiri um að þetta sé sigurlagið í ár.  Það hefur enginn pantað þetta blogg hjá mér.  Það er ekki skrifað í samráði við neinn. 

  Ég sá að Guðsteinn Haukur bloggaði um lagið hans Hebba.  Ég þekki Guðstein Hauk en hef ekki átt orðastað við hann í tvö ár eða eitthvað.  Það var óvænt gaman að sjá bloggið hans um lagið.  Það er ekkert samráð í gangi á milli okkar.

  Ég hef í sjálfu sér aldrei fylgst með júrivisjón.  Hinsvegar hef ég fylgst með Hebba í fjóra áratugi eða eitthvað.  Hafði virkilega gaman af hljómsveitum eins og Tilveru,  Eik og Pelikan.  Hebbi er góður söngvari og góður lagahöfundur.  Ég hef bloggað um plöturnar hans.  Mér þykir gaman að hann skuli nú koma sterkur til leiks í þessum leik sem júrivisjón er.  Það eru út af fyrir sig heilmikil tíðindi að hann skuli núna taka þátt í leiknum eftir að hafa setið hjá í öll þau ár sem Íslendingar hafa verið þátttakendur í keppninni.  Hann hefur átt fjölda laga á vinsældalistum og er höfundur eins sívinsælasta lags dægurlagasögunnar,  Can´t Walk Away.

  Ég hef ekki lagt mig eftir að hlusta á önnur júrivisjon-lög í ár - þó ég hafi heyrt einhver þeirra út undan mér.  En ég hef til að mynda ekki heyrt hrútspungadæmið.  

  Það breytir þó engu um að ég hef jafnan eða bara alltaf verið sannspár um sigurlag hvers árs (í undankeppninni hérlendis) - án þess að fylgjast með keppninni.  Það er alltaf einhver stemmning í gangi sem auðvelt er að ráða í.   

Jens Guð, 28.1.2012 kl. 20:45

6 Smámynd: Jens Guð

  Ég vil bæta því við að ég hef orðið var við umfjöllun í fjölmiðlum um ýmsa aðra höfunda og flytjendur.  Til að mynda hafa sum lög verið áberandi í deilingu á Fésbók löngu áður en lagið með Hebba fór þar í umferð.  Ég hef deilt laginu hans Hebba á Fésbókinni. 

Jens Guð, 28.1.2012 kl. 20:50

7 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  ég hef grun um að ég hafi svipað viðhorf og þú til Júrivisjón.  En það slæðast af og til ágæt lög inn á milli.  Ég nefni lög með Dr. Spock,  Heiðu,  Botnleðju,  Dr. Gunna,  Ingva Stein Kormáksson og núna með Hebba.  Og eflaust fleiri sem ég man ekki eftir í fljótu bragði.

Jens Guð, 28.1.2012 kl. 20:53

8 Smámynd: Jens Guð

  Steingrímur,  það er ástæðulaust að fara hljótt með það að Hebbi er flottur.

Jens Guð, 28.1.2012 kl. 20:55

9 identicon

Ef Hebbi vælir sig í eruovison þá væri 16 sæti happafengur.

fjolnir (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 21:04

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Áts! .. flutningurinn í kvöld var ekki góður! ..

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.1.2012 kl. 21:34

11 Smámynd: Jens Guð

  Æ,  eitthvað fór úrskeiðis.

Jens Guð, 28.1.2012 kl. 21:40

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Áts sigurlagið komst ekki einu sinni áfram Þetta vara bara mín tilfinning elsku Jens. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 21:51

13 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta kom á óvart. Var keppnin í kvöld kannski jafnari en oft áður?

Sigurjón Þórðarson, 28.1.2012 kl. 21:58

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Keppni númer tvö var með langbestu lögin. Þetta í kvöld var bara júrólög frá A til Ö. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 22:01

15 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  ég játa mig sigraðan.  Ég horfði ekki á keppnina.  En eins og Jóhanna kemur inn á þá skilst mér að hnökrar hafi verið á dæminu. 

Jens Guð, 28.1.2012 kl. 22:07

16 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það kemur mér alltaf á óvart hvað þetta er vandað og mikið lagt lögin.

Sigurjón Þórðarson, 28.1.2012 kl. 22:09

17 Smámynd: Jens Guð

  Sigurjón,  úrslitin komu mér í opna skjöldu.  Án þess að þekkja til annarra laga en Herberts þá er ég mát.

Jens Guð, 28.1.2012 kl. 22:10

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Mér fannst Herbert virka voðalega stressaður,  kannski of mikil pressa.  Fannst lagið bara hljóma alveg þokkalega á youtube.

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.1.2012 kl. 22:14

19 Smámynd: Jens Guð

  Ég veit ekki hvort að ég fer rétt með.  Lítill fugl hvíslaði að mér að Hebbi hafi fengið nægjanlegan fjölda í kosningu áheyrenda en dómnefnd vegi 50% og hafi fellt lag hans. 

Jens Guð, 28.1.2012 kl. 22:20

20 Smámynd: Jens Guð

  Sigurjón,  ég fylgdist ekki með keppninni en áreiðanlega vegur eitthvað klæðaburður og annar íburður í sýningunni.

Jens Guð, 28.1.2012 kl. 22:24

21 Smámynd: Jens Guð

  Er ekki 16. sætið næsti pallur?

Jens Guð, 28.1.2012 kl. 22:26

22 Smámynd: Jens Guð

  Fjölnir,  er það ekki næstum því frátekið fyrst að svona fór?

Jens Guð, 28.1.2012 kl. 22:27

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það var dálítið falskur tónn í þessum flutningi hjá karlinum.  Hefði ef til vill átt að láta einhvern annan syngja, en ég er samt sem áður á þvi að annaðhvort eigi lagið með Simba og Hrútspungunum að fara út, eða fiðlulagið hennar Grétu.  Við þurfum eitthvað svona ekta íslenskt og flott.  Ekki eitthvað júróvisjóngaul sem allir eru með.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 22:28

24 Smámynd: Jens Guð

  Ég varaði við því að allir héldu að lagið hans Hebba væri öruggt sigurlag.  Fólk taldi sig þess vegna geta kosið af meðaumkun önnur lög.  Ég óttaðist þetta eins og skýrt kemur fram í bloggfærslunni. 

Jens Guð, 28.1.2012 kl. 22:31

25 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  þá er kannski næsta skref að styðja Hrútspungana.

Jens Guð, 28.1.2012 kl. 22:32

26 Smámynd: Jens Guð

  Ég á eftir að tékk á því dæmi.

Jens Guð, 28.1.2012 kl. 22:33

27 Smámynd: Jens Guð

  Nú hefur lítill fugl hvíslað að mér að áhorfendur hafi kosið lag Hebba áfram en dómnefnd (50% vægi) fellt það.  Í og með vegna vissu um að það færi áfram. 

Jens Guð, 28.1.2012 kl. 22:59

28 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er sko eitthvað fyrir þig karlinn minn, ekta svona gæti verið svolítið færeyskt jafnvel vegna þess að við erum jú bræður og systur.  En fimmundarsöngur hefur aldrei tekið þátt í júró áður, það væri gaman að sjá hvert það tæki okkur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 22:59

29 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

http://www.ruv.is/songvakeppni Hér má hlusta ég veit að þér mun líka þetta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 23:02

30 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Lagið heitir Hey... er allt í harðindum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 23:05

31 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  ég vind mér í að tékka á Hrútspungunum.  Fimmundarsöngur er svo gott sem séríslenskt fyrirbæri. 

Jens Guð, 28.1.2012 kl. 23:07

32 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já og svo hitt lagið sem ég vel er Mundu eftir mér samið í anda Ragnheiðar biskupsdóttur, flott og frábært.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 23:08

33 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt það er alveg séríslenskt fyrirbæri.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 23:09

34 Smámynd: Dexter Morgan

það sem kemur mér mest á óvart; er að það sé til fólk sem nennir að hlusta og horfa á þessa þætti, þvílík slepja allt saman. fari Júró norður og niður, með ESB

Dexter Morgan, 29.1.2012 kl. 01:19

35 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Dexter minn kæri reyndu bara að leiða þetta hjá þér ég elska júróvisjón, finnst það með betra sjónvarpsefni ever.  Það er bara mitt mat.  Ef þér er svona illa við þetta, raunar eins og mér er innanbrjósts við handbolta, fótbolta heimsmeistarakeppnir sem jafnvel yfirtaka fréttir og skemmtiefni sjónvarps, þá láttu þetta bara yfir þig ganga og hættu að röfla, eins og ég geri yfir þessu fjárans bolta.. eitthvað endalaust.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2012 kl. 01:50

36 Smámynd: Jens Guð

  Jóhanna,  ég heyrði ekki lagið í beinni útsendingu og það er ekki búið að setja það inn á vod.

Jens Guð, 29.1.2012 kl. 22:28

37 Smámynd: Jens Guð

  Dexter,  ég var svo sem ekkert að fylgjast með þessu.  Þetta er ekki mitt pönk rokk.  En ég held að ég hafi náð að hitta á atkvæðagreiðsluna.  Af öðru missti ég viljandi. 

Jens Guð, 29.1.2012 kl. 22:33

38 Smámynd: Jens Guð

  Það rifjast upp fyrir mér þegar ég var staddur í Þýskalandi ásamt nokkrum Íslendingum fyrir nokkrum árum.  Ferðafélagarnir voru viðþolslausir að fá að fylgjast með júrivisjón.  Framan af gekk illa að finna út hvar væri hægt að fyldjast með keppninni.  Að lokum var samt einhver sem benti á að á þýskum hommaklúbbum væri hægt að fylgjast með þessu dæmi.  Í Þýskalandi var áhugi á júrivisjón bundinn við hommaklúbba. 

Jens Guð, 29.1.2012 kl. 22:39

39 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það kemur einfaldlega ekki til greina að senda hrútspunga í Eurovision. Jafnvel þá keppnin sé núna í Baku ef eg man rétt. Nóg r nú samt vitleysan sem innbyggjar hérna hafa sýnst á alþjóðavettvangi undanfarin misseri.

Hefði nefnilega verið sneddý að senda Hebba. Hefði mátt vera með betra lag kannski. Td. Vestfjarðaóður. Samt hefði mátt bæta aðeins útsetninguna á þessu en í grunninn er hann alve með´etta.

http://www.youtube.com/watch?v=iq2DqiTVyY0

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.1.2012 kl. 11:03

40 identicon

Þetta var viðbjóðslegt, ég þoldi ekki meira en helming af lagi Magna... þá skipti ég um stöð..  Þvílíku gaul og leiðindi, þetta á ekkert skilt við tónlist, þetta fólk er allt undir fölskum tónum

DoctorE (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 12:13

41 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Bjarki,  reglur söngvakeppninnar eru þannig að einungis óútgefin lög eru gjaldgeng.  Þess vegna var ekki hægt að tefla  Vestfjarðaróðnum   fram.

Jens Guð, 31.1.2012 kl. 20:35

42 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  var það ekki einmitt þetta sem virkaði?  Það er að segja flutningur Magna.  Ég hef reyndar ekki heyrt það lag né séð frammistöðu hans.  En hef grun um hvernig sá pakki var / er.  Svo frétti ég að Maggi Kjartans hafi átt skemmtilegt innlegg í umræðuna í einhverju spjalli í útsendingunni.

Jens Guð, 31.1.2012 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband