Gaman að rifja upp

  Söngvarinn og söngvahöfundurinn Þórður Bogason var áberandi í íslensku tónlistarlífi á níunda og tíunda áratug síðustu aldar.  Eða reyndar fyrr því að hann var rótari hjá hljómsveitum Péturs heitins Kristjánssonar á áttunda áratugnum,  hvort sem þær hétu Paradís eða Póker eða Pícassó eða eitthvað annað.  Svo stofnaði Þórður þungarokkshljómsveitina Þrek,  sem naut töluverðra vinsælda en sendi aldrei frá sér lag á plötu.

  Á einhverjum tímapunkti breyttist Þrek í hljómsveitina Þrym.  Eflaust var það í kjölfar einhverra mannabreytinga í hljómsveitinni.  Þrymur sendi frá sér lagið  Tunglskin.  Það getur að heyra í myndbandinu hér fyrir ofan.  Það kom út á safnplötu sem ég man ekki hvað heitir.  Á henni voru einnig lög með Grafík,  Tappa tíkarrassi og Sverri Stormsker.

  Auk söngvarans Þórðar voru í Þrymi þeir  Halldór Erlendsson gítarleikari, Þórður Guðmundsson bassaleikari, Kjartan Valdimarsson hljómborðsleikari og Pétur Einarsson trommari.

  Þekktasta hljómsveit Þórðar Bogasonar er sennilega Foringjarnir.  Þeir komu laginu  Komdu í partý á vinsældalista.  Myndbandið við það var spilað grimmt í sjónvarpinu.  Af öðrum hljómsveitum sem Þórður hefur sungið í má nefna Skytturnar,  Warning,  Rickshow,  DBD,  Rokkhljómsveit Íslands og Mazza. 

  Hér fyrir neðan er skemmtilegt jólalag sem Þórður samdi og söng með hljómsveitinni F (kannski ekki alveg rétti árstíminn fyrir þetta lag.  En samt gaman að rifja upp): 

  Hljómsveitirnar Kiss og Foringjarnir spiluðu eitthvað saman.  Foringjarnir voru áberandi miklu betri hljómsveit.  Hér eru söngvarar þessara hljómsveita,  Paul Stanley og Þórður Bogason,  að fara yfir málin:

Paul-Stanley-Thordur-Bogason


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þórður hefði sómt sér vel með Baggalútunum. Er hægt að hrósa einhverjum meira en það?

En talandi um upprifjun þá finnst mér þetta alltaf vera alveg gríðarlega skemmtileg klippa :)

http://www.youtube.com/watch?v=SMMn-s6OwFg

Sólrún (IP-tala skráð) 1.2.2012 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband