Spennandi færeyskir hljómleikar í kvöld (Þórsdag) og næstu daga

 

   Fyrir nokkrum árum naut færeyski tónlistarmaðurinn Högni Restrup vinsælda hérlendis.  Lag hans,  Besame Mucho,  var oft og tíðum spilað í útvarpinu.  Fyrst og fremst rás 2.  Það var á jómfrúarplötu Högna.  Nýverið sendi kappinn frá sér þriðju plötuna,  Samröður við framtíðina.  Dúndur góða plötu,  eins og fyrri plötur hans tvær.  Danska poppblaðið Gaffa hefur staðfest það.  Janus í Bloodgroup vann plötuna með Högna.

  Í tilefni af nýju plötunni heldur Högni,  ásamt hljómsveit sinni,  þrenna hljómleika á Íslandi.  Fyrstu hljómleikarnir eru á Græna hattinum á Akureyri í kvöld (Þórsdag,  1. mars).  Þeir hefjast klukkan 9 (síðdegis).

  Næstu hljómleikar verða á Gauki á Stöng í Reykjavík annað kvöld (Freyjudag,  2. mars).  Þeir hefjast klukkan 11 (síðdegis).

  Lokahljómleikarnir verða á Kex Hostel í Reykjavík á laugardaginn (3ja mars).  Þeir hefjast klukkan 9 (síðdegis).

  Annar frábær færeyskur tónlistarmaður,  Guðríð Hansdóttir,  verður með í för.  Guðríð hefur sömuleiðis sent frá sér þrjár plötur.  Sú nýjasta,  Bayond The Grey,  var á lista Morgunblaðsins yfir bestu plötur ársins 2011.  Gott er að vita að nafnið Guðríð er framborið Gúrí. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband