Bestu lög sjöunda áratugarins

  Fyrr á árinu birti söluhæsta poppmúsíkvikublað heims,  hið breska New Musical Express,  lista yfir bestu lög sjöunda áratugarins.  Ég birti niðurstöðuna samviskusamlega á þessu vettvangi.  Það má sannreyna með því að smella á þessa slóð:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1229470/ .

  Töluverð umræða varð um niðurstöðu NME í netheimum um bestu lög sjötta áratugarins.  Flestir voru nokkuð sáttir við listann.  Sem er frekar óvenjulegt þegar um svona lista er að ræða.  Mér virðist sem listi NME yfir bestu lög sjöunda áratugarins veki upp meiri umræðu og vangaveltur.  Ekki þó beinlínis að kvartað sé yfir þeim lögum sem þar tróna efst heldur sakna menn tiltekinna laga sem þeir vilja einnig hafa í toppsætunum.  Hvað finnst þér?

  Svo virðist sem það sé nokkuð sterk stemmning frá sjötta áratugnum á listanum yfir bestu lög sjöundar áratugarins,  samanber The Ronettes, The Shangri-Las og Presley.  Ekkert að því.  Það gerir gott flæði á milli listanna yfir bestu lög sjötta og sjöunda áratugarins. 

  Sjöundi áratugurinn er dálítið erfiður hvað það varðar að þá var allt að gerast.  Létta 3ja mínútna poppið einkenndi fyrstu árin.  Við tóku sýrupoppið,  framsækna rokkið,  hipparokkið og allskonar nýstárlegir hljóðheimar.

1   Bítlarnir - A Day In The Life

2   The Ronettes - Be My Baby

3   The Beach Boys - Good Vibrations

4   Jimi Hendrix - All Along The Watchtower

5   The Shangri-Las - Leader Of The Pack

6   Velvet Underground - I´m Waiting For The Man

7   The Rolling Stones - Sympathy For The Devil

8   Elvis Presley - Suspicious Mind

9   Bob Dylan - Lika A Rolling Stone

10  Marvin Gaye - Heard It Through The Grapevine

  Þetta Who lag er í 26. sæti.  Bandaríska söngkonan Patti Smith gaf það út á smáskífu 1976 áður en pönkið varð til sem músíkform. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Djöfull er ég langt frá því að vera sammála þessum lista, nánast eins og hann leggur sig.

A day in a life er auðvitað nokkuð " brake trough " á þessum tíma, en  varla merkilegt lag.

Og Rollig Stones með Sympathy...Hvað með Gimme Shelter ?

Og hvar eru Who.. My generation ?

hilmar jónsson, 2.4.2012 kl. 22:06

2 Smámynd: Jens Guð

  HilmarA Day In The Life  hefur toppað alla svona lista.  Einnig þá sem spanna lengra tímabil.  Jú,  það er merkilegt lag frá mörgum sjónarhornum metið.  Frábært lag.

  Gimme Shelter og My Genration eru #26 og #27.   Síðar nefnda lagið er ennþá flottara í flutningi Patti Smith:  http://www.youtube.com/watch?v=2R5lcZFWEwg

  Það var á hennar fyrstu smáskífu áður en pönkið varð til sem músíkstíll.

Jens Guð, 2.4.2012 kl. 23:07

3 Smámynd: Jens Guð

  Ég ætla að skella því inn i bloggfærsluna.

Jens Guð, 2.4.2012 kl. 23:07

4 Smámynd: Jens Guð

  Reyndar á annarri smáskífu hennar þegar ég hugsa mig betur um.

Jens Guð, 2.4.2012 kl. 23:16

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Úr því við erum að tala um drottninguna:

http://www.youtube.com/watch?v=GuU738EobsQ&feature=related

hilmar jónsson, 2.4.2012 kl. 23:33

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Misskilningur hélt þú værir að tala um My generation með Patti, þannig að ég setti linkinn með henni og gimme shelter.

Patti er frábær listamaður. Laus við alla tilgerð og orginal.

Er eiginleg fyrst núna seinni ár að átta mig á því hvað hún var og er frábær..

hilmar jónsson, 2.4.2012 kl. 23:45

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Nei, svo var þetta ekki misskilningur..Átti bara eftir að kíkja á linkinn....Fljótfærni.......

hilmar jónsson, 3.4.2012 kl. 00:01

8 Smámynd: Jens Guð

  Hilmar,  bestu þakkir fyrir "linkana".  Ég hef verið aðdáandi hennar alveg frá því að hún var að semja músík með Blue Oyster Cult.  Mjög ljóðræn í textagerð,  uppreisnarsinnuð í viðhorfum (pólitík),  og pönkari áður en pönkið varð músíkstíll.  Mikill Keith Richards aðdáandi og allt að því Keith eftirherma í klæðaburði og framkomu.  Liðsmenn The Clash sögðu eitt sinn að þeir hafi orðið fyrir vonbrigðum með að kynnast öllum sínum rokkhetjum öðrum en Patti Smith.  Hún hafi trompað þeirra væntingar af kynnum við poppstjörnur.  Verið ennþá meiri töffari og yndislegri í viðkynningu en aðrar poppstjörnur sem þeir hittu.  Liðsmenn U2 sögðu eitthvað svipað.  Bono sagði hana hafa verið ruddalegri og kjaftforari en hann átti von á en jafnframt yndælli.  Hvað sem það þýðir.

Jens Guð, 3.4.2012 kl. 00:15

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Já hún er töffari, a la grande..

http://www.youtube.com/watch?v=jwf_6Rx8l5c&feature=related

hilmar jónsson, 3.4.2012 kl. 00:20

10 Smámynd: Jens Guð

  Einhverra hluta vegna hefur það fallið á milli skips og bryggju að Bob Dylan átti stóran þátt í að koma Patti Smith á framfæri.  Hann spilaði á píanó undir ljóðalestur hennar í djassklbúbbi í New York.  Undirleikarinn,  Dylan,  var aldrei auglýstur.  Hann var með hatt niður að augum og áheyrendur þekktu hann ekki. 

Jens Guð, 3.4.2012 kl. 00:23

11 Smámynd: Jens Guð

  Þetta lag sömdu þau Brúsi og Patti saman.  Brúsi var búinn að semja grunn og Patti batt hnút á viðlag og texta.

Jens Guð, 3.4.2012 kl. 00:29

12 Smámynd: hilmar  jónsson

Athyglisvert. Þá væntanlega nokkru eftir að hann varð frægur ?

hilmar jónsson, 3.4.2012 kl. 00:29

13 Smámynd: hilmar  jónsson

þ.e. Dylan ..

hilmar jónsson, 3.4.2012 kl. 00:30

14 Smámynd: Jens Guð

  Dylan var ofur fræg súperstjarna þarna um miðjan áttunda áratug þegar hann spilaði á píanó undir hjá Patti   Dylan var strax súperstjarna um miðjan sjöunda áratug.  En hann tók þetta skrítna hliðarverkefni að spila á píanó (óauglýst) undir hjá Patti Smith,  sem þá var óþekkt en samdi músík fyrir rokksveitina Blue Oyster Cult.  Þeirra saga er reyndar miklu stærri og flóknari.  Og reyndar kolgeggjuð og sveiflaðist yfir í að gyðingurinn Dylan gerðist ofur kristinn.  Sem Patti er ekki.  Hlaupum yfir það rugl allt.  Eftir stendur að Dylan var hirðskáld/undirleikari Patti í ljóðalestri hennar.  Sem var stórt dæmi fyrir óþekkt ljóðskáld.  Svo kom breska pönkið.  Allt annað dæmi.  Dylan var ekki með í því dæmi en Patti small inn í það dæmi.  Bandaríska pönkið var allt annað en breska pönkið.  En Patti passaði inn í það.  Samanber lagið Your Generation.   

Jens Guð, 3.4.2012 kl. 01:25

15 identicon

brake trough = bremsutrog???

Break through = gegnumbrot

Tobbi (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 09:35

16 Smámynd: hilmar  jónsson

Besser- wisser = Besserwisser ?

hilmar jónsson, 3.4.2012 kl. 10:40

17 identicon

Í þessu tilviki var það svo.  Að sönnu er mannlegt að mistakast.  Sumir vilja hinsvegar ekki leiðréttast.  Vantar þá ekki löngun til að bæta sig?

Rómverjar áttu málshátt þessu tengdan: Cuiusvis hominis est errare, nullius nisi insipientis in errore perseverare.

Tobbi (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 22:42

18 Smámynd: Ómar Ingi

As usual Beatles most overrated band in history of music

Ómar Ingi, 3.4.2012 kl. 23:59

19 identicon

Ég myndi setja Bítlalög í 17 af fyrstu 20 sætunum sem bestu lög sjöunda áratugarins.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband