Páskar, Jesú og súkkulaðikanínur

  Ég skrapp til Skotlands yfir páska.  Var í góðu yfirlæti í Glasgow.  Fjarri tölvu og stimplaður út úr dægurþrasi á Íslandi.  Það er hressandi.  Hinsvegar hef ég þann hátt á að kaupa næstum öll dagblöð þar sem ég er staddur undir þessum kringumstæðum.  Þau kosta ekki mikið.  Bresk og skosk dagblöð kosta 30 - 45 cent (60 til 90 kall).  Það eru reyndar til örlítið dýrari dagblöð.  En ég læt sem ég sjái þau ekki.

  Hávær umræða um páskana var í breskum fjölmiðlum.  Skoðanakannanir leiddu í ljós að meiri hluti Breta skilgreinir páskana sem heiðna hátíð.  Frjósemishátíð og afmæli páskakanínunnar.  Þessu til samræmis eru tákn páskanna frjósemistákn á borð við egg,  (sígraðar) kanínur,  hænsnaungar og súkkulaði (sem leysir í heila boðefni greddu).

  Á ensku eru páskar kenndir við frjósemisgyðjuna Easter (Oester).  Páskar eru einnig kenndir við að gyðingar losnuðu undan ánauð í Egiptalandi eða eitthvað svoleiðis fyrir margt löngu. 

  Kristna kirkjan tekur þátt í páskahátíð heiðingja og gyðinga. Frjósemistáknin - kanínur,  egg og súkkulaði - koma þar ekki beinlínis við sögu.  Engum sögum fer af Jesú maulandi súkkulaðikanínur eða páskaegg.  En bara gaman að hafa hann með í pakkanum.  Kannski var það hann sem fann upp á því að líma hænsnaunga á páskaeggin? Og gott ef hann samdi ekki málshætti þegar vel lá á honum.

páskaegg-1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Easter ku koma af nafni Egypsku gypjunnar Isthar eftir því sem ég kemst næst. Páskar, Pascal eða Passover er jú gyðingleg hátíð og þýðir eiginlega að hoppa yfir eða sleppa úr. Ætti að heita Sleppúr upp á íslensku. Hér er smá skilgreining á þessu merkilega trúarfyrirbrigði.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.4.2012 kl. 02:21

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það sem er merkilegt við Kristna Páska er að þeir eiga að höfða til atburða í ævi Kists, sem hefð er fyrir að segja sannsögulega, þótt líklega séu þeir það ekki. Sem dæmi um það má nefna að þeir koma aldrei upp á einhverjum ákveðnum dagsetningum hheldur þarf að reikna út með miklum tilfæringum hvenær þeir koma á verju ári og miðast það allt við gang himintungla, enda sólstöðuhátíð til forna.

Páskarnir eru semsagt reiknaðir svona út:

g = y mod 19 + 1
s = (y - 1600) div 100 - (y - 1600) div 400
l = (((y - 1400) div 100) × 8) div 25
p' = (3 - 11g + s - l) mod 30
if (p' == 29) or (p' == 28 and g > 11) then
   p = p' - 1
else
   p = p'
d = (y + (y div 4) - (y div 100) + (y div 400)) mod 7
d' = (8 - d) mod 7
p'' = (80 + p) mod 7
  = (3 + p) mod 7
x' = d' - p''
  = (8 - d) mod 7 - (3 + p) mod 7
  = (8 - d - (3 + p)) mod 7
  = (5 - d - p)) mod 7
x = (x' - 1) mod 7 + 1
  = (4 - d - p)) mod 7 + 1
e = p + x
eða
e = p + 1 + (4 - d - p) mod 7
if e < 11 then
   (e + 21) March
else
   (e - 10) April
Ég er ekki að spauga með þetta.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.4.2012 kl. 02:29

3 Smámynd: Ómar Ingi

Góðir

Ómar Ingi, 18.4.2012 kl. 06:05

4 identicon

DoctorE (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 07:32

5 identicon

Páskareikningur er ekki alveg jafn flókið fyrirbæri og Jón vill vera láta.  Páskar eru einfaldlega fyrsti sunnudagur eftir fyrstu tunglfyllingu eftir vorjafndægur.  Þeir eru því í fyrsta lagi 23. mars og síðasta lagi 25. apríl.

Tobbi (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 16:11

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú sérð formúluna þarna fyrir ofan Tobbi. Þetta er nærri mánuður sem velja þarf úr. Hvenær á þessum dögum var esú krossfestur og hvenær reis hann upp? Engin föst dagsetning? Eru þetta kannski ekki sögulegir atburðir? Það skyldi þó aldrei vera að þetta sé allt í plati?

Jón Steinar Ragnarsson, 18.4.2012 kl. 17:33

7 Smámynd: Jens Guð

  Jón Steinar,  bestu þakkir fyrir fróðleikinn og hlekkinn yfir á skemmtilegan pistil.

Jens Guð, 18.4.2012 kl. 20:53

8 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 18.4.2012 kl. 20:54

9 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  takk fyrir fræðandi mynd.

Jens Guð, 18.4.2012 kl. 20:55

10 Smámynd: Jens Guð

  Tobbi,  mér finnst auðveldast að fletta upp á almanakinu.

Jens Guð, 18.4.2012 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband