23.4.2012 | 00:29
Ólöf Arnalds vinsæl í Skotlandi
Ég veit ekki hvort að ég er heppinn eða óheppinn með það að hafa 0% áhuga á búðarrápi. Sama hvort er hérlendis eða erlendis. Á dögunum brá ég mér til Glasgow í Skotlandi. Keypti þar ekki neitt nema nokkra geisladiska. Á flugvellinum á leiðinni heim voru aðrir Íslendingar með þetta 3 - 4 stórar úttroðnar ferðatöskur eftir helgarinnkaup. Það var broslegt að bera saman raðir fólks sem var að innrita sig hjá öðrum flugfélögum til annarra landa. Í þeim röðum var fólk ýmist með eina litla ferðatösku eða bara handfarangur.
Einu búðirnar sem ég heimsæki í útlöndum eru plötubúðir. Þar skoða ég hverja einustu plötu. Í Skotlandi keypti ég um 20 diska. Eitt af því sem mér þykir gaman að kanna í útlendum plötubúðum er hvað þar er á boðstólum af íslenskum plötum. Ég fór í 3 plötubúðir í Glasgow. Í einni þeirra var Brúsi frændi (Bruce Springsteen, samanber Uncle Sam) tónlistarmaður mánaðarins. Sérstakur rekki var undir allar hans plötur á tilboðsverði. Alveg eins uppstilling var á plötum Bjarkar (og Sykurmolanna) en ekki með yfirskriftinni "Artist of the month".
Það er að vísu ekki eins gaman að skoða plötubúðir í dag eins og var fyrir 15 - 20 árum. Núna er aðeins að finna í plötubúðum plötur með þekktum nöfnum. Maður finnur ekki lengur í plötubúðum plötur með lítið þekktum nöfnum.
Þeim mun meira gaman var að uppgötva að í skoskum plötubúðum er til sölu 5 laga diskur með Ólöfu Arnalds, Ólöf Sings. Ég spurði afgreiðslumann út í plötuna án þess að geta þjóðernis. Hann svaraði: "Hún er ekki mega hit og ekkert lík Björk þó að þær séu báðar frá Íslandi. Ólöf er "folk". Þú getur tékkað á henni á allmusic.com og play.com. Hún fær góða dóma."
Ég fletti Ólöfu upp á allmusic.com og platan Innundir skinni fær þar 4 stjörnur (af 5). En sú plata fæst ekki í plötubúðunum sem ég heimsótti. Bara platan Ólöf Sings. Ég sló einnig upp play.com. Þar fær platan Við og við 5 stjörnur (af 5). Sú plata er ekki heldur til sölu í skosku plötubúðunum. En að Ólöf Sings sé til sölu í skosku plötunum staðfestir að Ólöf er nafn í Skotlandi.
Plötur Sigur Rósar og Jónsa eru einnig til sölu í skoskum plötubúðum. Þar með eru íslenskar plötur í skoskum plötubúðum upp taldar.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Ljóð, Menning og listir, Útvarp | Breytt s.d. kl. 00:42 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Sérkennilegur vinsældalisti
- Sparnaðarráð
- Niðurlægður
- Safaríkt 1. apríl gabb
- Svangur frændi
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt
- Stórhættulegar Færeyjar
- Aldeilis furðulegt nudd
- Frábær kvikmynd
- Kallinn sem reddar
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
Nýjustu athugasemdir
- Sérkennilegur vinsældalisti: Ég er alltaf jafn hrifinn af því hvað þú svarar öllum athugasem... johanneliasson 11.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Jósef, vinsældalistar og listar yfir bestu plötur eru ágætir s... jensgud 10.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Það er töluverður munur á vinsælarlistum og listum yfir bestu p... jósef Ásmundsson 10.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Ingólfur, bestu þakkir fyrir frábæra samantekt1 jensgud 9.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Bítlarnir eru og voru einstakir. Þeir sameinuðu að vera fyrsta ... ingolfursigurdsson 9.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Stefán, vel mælt! jensgud 9.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Jóhann, ég tek undir hvert orð hjá þér! jensgud 9.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Ég tek algjörlega undir það sem þú skrifar Jóhann. Almennt held... Stefán 9.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: það er nokkuð víst að önnur eins hljómsveit á ALDREI eftir að k... johanneliasson 9.4.2025
- Sparnaðarráð: Guðmundur (#9), takk fyrir það. jensgud 2.4.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.4.): 11
- Sl. sólarhring: 63
- Sl. viku: 1013
- Frá upphafi: 4135018
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 806
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Takk fyrir þetta. Alltaf gaman að fylgjast með gengi íslenska tónlistarfólksins erlendis. Nú eru Of monsters and men að fara til Evrópu. Spurning hvort þau slái í gegn þar líka.
Sveinn R. Pálsson, 23.4.2012 kl. 08:14
Þú ert heppinn að hafa ekki áhuga á búðarrápi. En þú ert óheppinn að hafa 0% áhuga. Betra að hafa 1%.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 09:24
Sveinn, ég tek undir að það sé gaman að fylgjast með velgengni íslensks tónlistarfólks erlendis. Ég sá ekki fyrir þessar bröttu vinsældir OM&M erlendis. Hinsvegar hélt sonur minn því fram í fyrra að Kaninn ætti eftir að kolfalla fyrir OM&M.
Jens Guð, 24.4.2012 kl. 21:03
Bergur, góð ábending
Jens Guð, 24.4.2012 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.