14.5.2012 | 02:44
Niðurdregnustu þunglyndissöngvarnir
New Musical Express heitir vinsælasta breska poppmúsíktímaritið. Þetta er vikublað sem selst bærilega víða um heim. Þar á bæ dettur mönnum margt áhugavert í hug og leggja á borð skemmtilegar vangaveltur. Nú hafa þeir tekið saman lista yfir niðurdregnustu þunglyndissöngvana. Augljóslega koma einungis vel þekktir söngvar til greina.
Nokkur sátt virðist ríkja um niðurstöðuna ef marka má athugasemdir á Fésbók. Einhverjir sakna söngva á borð við Mother með John Lennon, Strange Fruit með Billie Holyday og einhverra úr herbúðum Radiohead. Aðrir hlupu til og bentu á að textar Radiohead væru of þokukenndir til að eiga heima á listanum.
Eins og með alla aðra svona lista er hér aðeins um léttan samkvæmisleik að ræða en ekki Salómonsdóm.
Hvaða vinsæl íslensk lög ættu heima á svona lista?
1 Johnny Cash - Hurt
2 Joy Division - Love Will Tear Us Apart
3 The Smiths - This Night Have Opened My Eyes
4 Lou Reed - The Kids
5 Bruce Springsteen - The River
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Ljóð, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 03:13 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 26
- Sl. sólarhring: 28
- Sl. viku: 1048
- Frá upphafi: 4111609
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 879
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
"Hurt" á heima þarna efst á listanum. Algjör snilld í þunglyndi. :)
Annars hef ég nákvæmlega ekkert vit á þessu, en hendi inn uppástungum, vonandi þér til skemmtunar.
Ætli "Söknuður" skori ekki hátt á íslenska listanum. Kannski líka þessi fornu: "Maístjarnan", "Nóttin var sú ágæt ein" og "Fyrir átta árum".
Sigurvegarinn hlýtur samt að vera sjálfur Bubbi þegar hann spáir fyrir um Hrunið í Hírósíma:
Hrannar Baldursson, 14.5.2012 kl. 06:14
Hefði haldið að Nick Cave myndi vera þarna.
Grrr (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 15:51
Hvað með Einar áttavillta?
Sigurður I B Guðmundsson, 14.5.2012 kl. 17:18
Hrannar, "Hurt" er eftir Trent Reznor og kom upphaflega út með hljómsveitinni Nine Inch Nail. Í NME er dregið fram að þunglyndið í textanum hafi öðlast dýpt og vægi í veiklulegri gamals manns söngrödd Jóns Reiðufés.
Takk fyrir vangavelturnar um íslensku textana.
Jens Guð, 14.5.2012 kl. 18:00
Grrr, já. Spurning hvort að hans þunglyndustu lög eru nógu þekkt almenningi.
Jens Guð, 14.5.2012 kl. 18:01
Sigurður I.B., ég er vanur að hlæja og skemmta mér konunglega í glaðværð þegar ég heyri í Einari. Góð uppástunga samt
Jens Guð, 14.5.2012 kl. 18:02
Ég einskis barn er, með Kristínu Ólafs er sennilega þunglyndislegasta lagið okkar, en við eigum talsvert mörg slík. Lítill drengur með Villa Vill, 'eg kom til að kveja í gær (man ekki titilinn) með Hauli Mortens, Guð minn góður koma engin skip í dag Með Ellý að mig minnir. Væri gaman að setja upp Íslenskan lista. Ég ger'i það einhverntíman og lagði til að gerð yrði plata sem héti Lög til að drepa sig við.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.5.2012 kl. 18:27
Til eru fræ, er annað og svo á ubbi náttúrlega slatta af botlausu og samhengislausu þunglyndi í nauðrímsformi.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.5.2012 kl. 18:29
Einar blessaður var nú bara krúttlegur. Ef menn lesa textann við hittarann hans þá skilja mennaf hverju hann fékk viðurnefnið.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.5.2012 kl. 18:34
húmið svart á að standa þarna í síðasta erindinu. Einhverjar fleiri villur þarna þó.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.5.2012 kl. 18:35
Jón Steinar, bestu þakkir fyrir þessar vangaveltur. "Ég einskis barn er" er vissulega dapurlegur texti um blint munaðarlaust barn. Þetta var eitt fyrsta lagið sem Bítlarnir hljóðrituðu, "Nobody´s Child", með Tony Sheridan. Bítillinn George Harrison söng það löngu síðar inn á plötu með Traveling Wilburys og lét ágóðann renna til einhverrar Barnahjálpar.
Ég held að Kristín Ólafsdóttir hafi sungið "Komu engin skip í dag?", eins og "Ég einskis barn er". Hún hefur verið dálítið á sorgmæddum nótunum, blessunin. "Komu engin skip í dag?" er eftir Magnús Eiríksson. Það er tregi í mörgum hans söngva.
Freyr Eyjólfsson og Magnús R. Einarsson sendu frá sér plötu fyrir nokkrum árukm sem heitir "Lög til að skjóta sig við". Mig minnir að þeir hafi kallað dúett sinn Sviðna jörð.
Ég get ekki annað en flissað við lestur textans hans Einars áttavillta. Hann var ekki nema 11 eða 12 ára þegar hann orti þetta.
Jens Guð, 14.5.2012 kl. 19:15
Íslensk þunglyndislög? mér dettur strax í hug Þrek og tár, söngur villiandarinnar og Nína og Geiri.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2012 kl. 20:45
Ásthildur Cesil, svo sannarlega "Söngur villiandarinnar". Þegar ég var 6 - 7 ára hágrét ég alltaf þegar það lag var spilað í útvarpinu. Það varð eldri bróðir mínum stríðni að spila það lag fyrir mér. Þegar það hljómaði í útvarpi hljóp hann með útvarpið út á tún til að ég færi að gráta. Mér fannst það svo sorglegt. Og þrábað pabba minn að hætta að skjóta endur.
Jens Guð, 14.5.2012 kl. 21:22
Jamm ég grét líka alltaf þegar ég heyrði þetta lag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2012 kl. 21:27
Pabbinn á kránni sem vildi ekki koma heim þrátt fyrir að barnið væri veikt ?
Svo dó barnið og pabbinn hélt bara áfram að drekka.
Er til meira niðurdrep í einum texta ?
Hurt er vellandi gleðisöngur við hlið þessa lags
hilmar jónsson, 14.5.2012 kl. 22:07
Já einmitt var búin að gleyma því lagi. Pabbi minn kæri komdu með mér heim....
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2012 kl. 22:09
Hilmar, það var annað lag sem ég grét yfir sem barn. Ég man ekki eftir því á plötu sem barn en fólk söng þetta á réttarböllum. Þá grét ég. Þetta var svo sorglegt. Löngu síðar kom þetta út á plötu með Mánum eða söngvara Mána, Labba. Svo sorglegt.
Jens Guð, 14.5.2012 kl. 22:21
Ásthildur Cesil, einmitt. Þetta var mjög sorglegt fyrir barn að hlusta á.
Jens Guð, 14.5.2012 kl. 22:23
http://www.youtube.com/watch?v=4WXYjm74WFI
Jóhann (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 22:25
http://www.youtube.com/watch?v=5egkmJRikKw
hilmar jónsson, 14.5.2012 kl. 23:25
Var búinn að gleyma þessum söng hér að ofan. Slær eitthvað hann út í niðurdrepi ?
hilmar jónsson, 14.5.2012 kl. 23:27
Hlustaðu vel og vandlega á Coma með Guns ´n roses.Mjög langt lag. Gott lag.
Bestu kveðjur.
Elías Rúnar Ingvarsson. (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 23:38
http://www.youtube.com/watch?v=ptPZtt1cvf8
Grrr (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 07:27
Jóhann, takk fyrir þetta. Hvað er dapurlegra en gráta vegna einmanaleika? Hehehe!
Jens Guð, 15.5.2012 kl. 11:45
Hilmar, þessi var góður!
Jens Guð, 15.5.2012 kl. 11:46
Það eina sem ég veit er að þegar ég heyri lagið hans Bubba um þorpið.. þá langar mig að brjóta hluti, vælið er svo yfirgengilega ömurlegt. .að það liggur við að maður snappi
DoctorE (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 13:31
Elías, ég þekki lagið. Takk fyrir ábendinguna. Ég tek undir að lagið sé flott. Hinsvegar hugsa ég að aðrir en harðir GNR þekki ekki lagið. Það er aldrei spilað í útvarpinu.
Jens Guð, 15.5.2012 kl. 15:44
Grrr, nú hló ég. Þetta er virkilega fyndið.
Jens Guð, 15.5.2012 kl. 15:46
DoctorE, þetta er algeng viðbrögð.
Jens Guð, 15.5.2012 kl. 15:47
Hvað með "Yfir kaldan eyðisand "?
Sólrún (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 17:09
Sólrún, jú, vissulega tregafullt kvæði. En hver er flytjandinn?
Jens Guð, 15.5.2012 kl. 22:36
http://www.youtube.com/watch?v=itZHdo4zqa0
Sólrún (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 23:10
Sólrún, takk fyrir þetta. Blessuð börnin syngja fallega.
Jens Guð, 16.5.2012 kl. 01:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.