Vel heppnađir afmćlishljómleikar til heiđurs Paul McCartney

afm 

 - Viđburđur:  Paul McCartney 70 ára afmćlistónleikar

 - Flytjendur:  Ýmsir

 - Stađsetning:  Eldborg, Hörpu

 - Einkunn:  ****1/2 (af 5)

  Ţađ var tími til kominn ađ settir vćru upp hérlendis alvöru stórhljómleikar til heiđurs bítlinum Paul McCartney, farsćlasta tónlistarmanni sögunnar.  Enda tengsl Bítlanna viđ Ísland margháttuđ og náin.  Gunnar Ţórđarson á til ađ mynda jakka af Paul McCartney,  bara svo eitt dćmi sé tekiđ.

  Hljómleikarnir hófust á ţví ađ Björgvin Gíslason spilađi á sítar viđ undirleik ásláttarhljóđfćra.  Ţađ gaf tóninn aftur til ársins 1965 er indverska hljóđfćriđ sítar var fyrst brúkađ í tveimur lögum á Bítlaplötunni  Rubber Soul.   Ţađ ţótti framandi, spennandi og sýrt.  Sítar setti svip á fleiri Bítlaplötur og hippaárin. 

  Nćst gekk barnung stúlka á sviđ.  Hún settist viđ píanó og söng afmćlissöng fyrir Pál McCartney,  eđa Palla eins og hún kallađi hann.  Undirleikinn afgreiddi hún međ einum putta.  Ţetta var krúttlegt,  skapađi skemmtilega stemmningu og gaf tóninn fyrir ţađ ađ menn voru ekki í of hátíđlegum stellingum heldur ađ skemmta sér og öđrum á léttu nótunum.

  Svo fór hljómsveitin ađ tínast inn.  Magnús R. Einarsson (gítar, söngur) hafđi orđ fyrir henni.  Kynningar hans voru launfyndnar.  Ađrir gítarleikarar voru Gunnar Ţórđarson,  Eđvarđ Lárusson og Ţórđur Árnason,  auk Björgvins Gíslasonar.  Ásgeir Óskarsson og Karl (ég náđi ekki eftirnafni hans) trommuđu.  Pálmi Sigurhjartarson og Jakob Frímann Magnússon sáu um hljómborđ.  Tómas M. Tómason var á bassa og Gísli Helgason blés í flautu.

  Fyrir utan Magnús R. Einarsson skiptu á milli sín söngnum ţau Labbi í Mánum,  Baddi í Jeff Who,  Gunnar Ţórđarson,  Andrea Gylfadóttir,  Egill Ólafsson,  Eyţór Ingi og nafni hans Kristjánsson. 

  Iđulega voru 10 - 12 manns á sviđi í einu.  Stundum fćrri og allt niđur í ţađ ađ Gunnar Ţórđarson flutti Blackbird  einn og óstuddur (söngur, kassagítar).  Ađ óreyndu hefđi ég haldiđ ađ vanur öskursöngvari fengi ţađ hlutverk ađ syngja  Oh Darling.  En Gunnar Ţórđarson afgreiddi ţađ međ sóma.  Hann beitti öskursöngstílnum ađeins til spari en söng kröftuglega ađ öđru leyti. 

  Valiđ á Gunnari í sönghlutverkiđ í  Oh Darling  er ágćtt dćmi um ţađ ađ enginn reyndi ađ herma eftir Paul,  hvorki í söng né hljóđfćraleik hans eđa međspilara hans.  Ţađ var besti kostur.  Öll tónlistin var lausbeislađri, hrárri, líflegri og kraftmeiri fyrir bragđiđ.  Jafnvel djammstemmning á köflum.  Oftast fékk samt upprunastemmning lagsins ađ halda sér ađ einhverju leyti.  En ţađ var einnig brugđiđ á leik.  I Wanna Be Your Man,  lagiđ sem Paul McCartney og John Lennon sömdu fyrir The Rolling Stones 1963,  var hér afgreitt í léttri kántrýblússveiflu.  Rokklag Johns Lennons,  Help,  var flutt í hćgagangi og verulega frábrugđiđ Bítlaútgáfunni.  Ţannig uppátćki krydduđu dagskrána og juku á fjölbreytileikann,  sem er ćrinn í lagasafni Pauls McCartneys. 

  Ţađ kom vel út ađ lauma međ í pakkann nokkrum Lennon-lögum.  Ţeir Paul og John fluttu á sólóferli sínum á hljómleikum lög hvors annars og Paul er enn ađ syngja Lennon-lög.  Ţar fyrir utan sömdu ţeir fjölda laga í sameiningu.

  Lagavaliđ á afmćlishljómleikunum spannađi allan feril Pauls frá fyrstu Bítlaplötu til nýjustu sólóplötu.  Ég fékk ađ heyra öll mín uppáhalds McCartney-lög:  Helter Skelter,  Let Me Roll It,  Live And Let Die,  Birthday,  Why Don´t We Do It In The Road...  Ađ ógleymdu ţví ţrekvirki ađ taka löngu lagasyrpuna af B-hliđ  Abbey Road  plötunnar.  Ţađ ţarf virkilega góđa hljómsveit og góđa söngvara til ađ gera henni eins góđ skil og ţessi hópur,  glćsilegt úrval afburđarfólks. 

  Lokalag hljómleikanna (eftir uppklapp) var  Hey Jude.  Ţá stóđ salurinn upp og klappađi og söng međ.  Ljós voru kveikt og allir gengu yfir sig ánćgđir út í nóttina.  Ţetta var frábćrt.  Hafi Davíđ Steingrímsson bestu ţakkir fyrir ađ standa fyrir ţessari góđu skemmtun.  Hann rekur Bítlabarinn Ob-La-Di Ob-La-Da á Frakkastíg.  Ţar er spiluđ lifandi Bítlamúsík á fimmtudögum og Andrea Jónsdóttir er plötusnúđur á sunnudögum.  Um ţessar mundir standa yfir sérstakir Bítladagar á Ob-La-Di Ob-La-Da.   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband