20.6.2012 | 23:27
Stórfenglegir færeyskir hljómleikar í Hörpu
Færeyska álfadrottningin, Eivör, og færeyska heimspoppshljómsveitin Yggdrasil héldu óvænt hljómleika í kyrrþey í Hörpu í kvöld. Í kyrrþey segi ég vegna þess að hljómleikarnir voru ekki auglýstir. Ég held að miðasala hafi ekki einu sinni verið á midi.is. Færeyingarnir sáu enga ástæðu til að gera eitthvað mál úr þessu. Þetta var aðeins til gamans gert.
Hljómleikunum var "riggað" upp með hraði. Eivör og Yggdrasil hefja nefnilega hljómleikaferð um Bandaríkin og Kanada á morgun. Það er ekki beint flug frá Færeyjum til Ameríku. Þess vegna fljúga þau frá Færeyjum til Íslands og héðan til Ameríku. Komu til Íslands í dag og fara á morgun. Þeim þótti upplagt að nota kvöldið til að spila í Hörpu, frekar en að gera ekki neitt.
Hljómleikarnir spurðust út. Mæting var góð. Svo gott sem fullur salur.
Yggdrasil er rösklega fertug heimspoppshljómsveit (world music) með sterkum djasskeim. Músík hennar mætti einnig kalla frjálsan þjóðlegan djass (ethno-jazz). Píanóleikarinn og tónskáldið Kristian Blak er forsprakki Yggdrasil. Hugmynd hans var sú að Yggdrasil yrði sam-norræn hljómsveit. Þannig skipuð var hljómsveitin framan af ferli. Með tímanum hafa Færeyingar þó orðið ráðandi í henni. En jafnan þó einhver útlendingur með. Að þessu sinni er það sænski blásarinn Anders Hagberg.
Eivör var söngkona Yggdrasil um 2ja ára skeið á fyrri hluta þessarar aldar. Þetta var í fyrsta skipti sem hún syngur aftur með Yggdrasil. Það var rosalega gaman á að hlýða. Það var eins og Eivör og sextettinn hefðu ekki tekið sér svo mikið sem dags hlé, svo vel smullu þau saman.
Að tveimur lögum afgreiddum hvarf sextettinn af sviði. Eivör söng þá og spilaði við eigin undirleik, m.a. nokkur splunkuný lög sem verða á plötu með henni er kemur út í lok ágúst. Í þeim lögum naut Eivör aðstoðar bassa- og hljómborðsleikarans Mikaels Blaks. Þetta var frumflutningur á þessum lögum á sviði. Þau eru ljúf, falleg og gefa góð fyrirheit um plötuna.
Liðsmenn Yggdrasil fjölmenntu aftur á svið. Eivör söng þá með þeim nokkur gömul færeysk lög. Áheyrendur kunnu svo vel að meta að hljómsveitin var klöppuð ákaft upp. Er hljómleikunum lauk tróðust gestir að söluborði með færeyskum plötum. Þeir toguðust á um plötur með lögunum sem Eivör og Yggdrasil höfðu flutt. Það staðfesti hversu mjög gestir höfðu heillast upp úr skóm.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Ljóð, Menning og listir, Útvarp | Breytt 21.6.2012 kl. 00:07 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski
- Sérkennilegur vinsældalisti
- Sparnaðarráð
- Niðurlægður
- Safaríkt 1. apríl gabb
- Svangur frændi
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt
- Stórhættulegar Færeyjar
- Aldeilis furðulegt nudd
- Frábær kvikmynd
- Kallinn sem reddar
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
Nýjustu athugasemdir
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Sigurður I B, segðu! jensgud 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Stefán, hún var einbúi og dugleg að hringja í útvarpsþætti. Á... jensgud 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Hún hefi nú alveg getað bætt fasteignagjöldunum við!!! sigurdurig 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Kerla hefur legið í símanum á milli þess sem hún hlúði að kindu... Stefán 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Jóhann, Anna frænka var snillingur! jensgud 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Þetta kallar maður að bjarga sér og að vera snöggur að hugsa og... johanneliasson 16.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Jóhann (#9), kærar þakkir fyrir þessa greiningu og umsögn. jensgud 12.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Ég er alltaf jafn hrifinn af því hvað þú svarar öllum athugasem... johanneliasson 11.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Jósef, vinsældalistar og listar yfir bestu plötur eru ágætir s... jensgud 10.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Það er töluverður munur á vinsælarlistum og listum yfir bestu p... jósef Ásmundsson 10.4.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 2
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 1174
- Frá upphafi: 4136269
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 978
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Synd að missa af þessum tónleikum :S
Kv, Lovísa
Erling (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 00:43
Og þú lætur mann ekkert vita ÖSSSS
Ómar Ingi, 21.6.2012 kl. 01:37
Hefur þú sótt um að verða sendiherra Íslands í Færeyjum??? Eða upplýsingafulltrúi Færinga á Íslandi eða.....!!!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 21.6.2012 kl. 14:58
Erling, það naga sig margir í handarkrikann fyrir að hafa misst af hljómleikunum. En Eivör kemur aftur til Íslands í lok ágúst og heldur nokkra hljómleika með hljómsveit.
Jens Guð, 21.6.2012 kl. 19:53
Ómar Ingi, ég lét vita á Fésbók. Þess vegna mættu svona margir.
Jens Guð, 21.6.2012 kl. 19:54
Sigurður I.B., Færeyingar eru ekki sjálfstæð og fullvalda þjóð. Þess vegna eiga þeir enga sendiherra né sendiráð. Sem hluti af danska sambandsríkinu sjá Danir um þau mál.
Hinsvegar er rekin hérlendis með miklum myndarbrag Færeyska sendistofan. Hún gegnir einmitt upplýsingahlutverki um Færeyjar á Íslandi. Ég hef oftar en einu sinni leitað þangað eftir upplýsingum. Ég er ekkert vel að mér um Færeyjar almennt. En ég hef fylgst vel og náið með færeyskri tónlist í næstum tvo áratugi. Það auðveldaði mér við skráningu á bókinni um Eivöru sem kemur út í haust.
Jens Guð, 21.6.2012 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.