Nýgift og fyrirsæta hjá heimsþekktu vörumerki

eivör+tróndureivör og þrándu

  Um síðustu helgi,  nánar tiltekið á laugardag,  gengu í hjónaband færeyska álfadísin Eivör og færeyski tónlistarmaðurinn Tróndur Bogason.  Athöfnin fór fram í höfuðborg Færeyja,  Þórshöfn.  Í fyrradag,  mánudag,  tilkynnti heimsþekkt fyrirtæki á sviði hárvara (permanent, litir, lengingar og svo framvegis) að samningar hefðu náðst um að Eivör verði fyrirsæta vörumerkisins Balmain.

  Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Hollandi en starfsemin er fyrirferðarmest í Bandaríkjunum og Bretlandi. 

eivör+royal haireivör-royal

  Það er upplagt að samfagna þessu öllu með því að fara inn á netsíðu vinsældalista rásar 2,  http://www.ruv.is/topp30 ,  og kjósa lagið  Ég veit  með Eivöru. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Flott hjón, var þér ekki boðið??

Sigurður I B Guðmundsson, 18.7.2012 kl. 19:56

2 identicon

Jens eg óska þér til hamingju með hana Eivöru :)

Sólrún (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 22:47

3 Smámynd: Ómar Ingi

Flott par og megi þeim farnast vel í öllu sem þau taka sér fyrir hendur.

Ómar Ingi, 18.7.2012 kl. 23:58

4 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  athöfnin var aðeins fyrir nánustu fjölskyldu brúðhjónanna.

Jens Guð, 19.7.2012 kl. 00:12

5 Smámynd: Jens Guð

 Sólrún,  takk fyrir það og ég áframsendi hamingjuóskirnar til Eivarar og Tróndar.

Jens Guð, 19.7.2012 kl. 00:13

6 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  ég tek undir þína kveðju. 

Jens Guð, 19.7.2012 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.