20.7.2012 | 22:19
Er djöfullinn í Krossinum?
Það er gaman að sækja samkomur í Krossinum. Þar er fjör. En pínulítið skrítið að trúfélag sé kennt við aftökutæki. Og þó. Krossinn er betra nafn en Hengingarólin, Rafmagnsstóllinn eða Gasklefinn.
Mér var illa brugðið er ég las í DV haft eftir þungavigtarkonu í Krossinum að þrír nafngreindir einstaklingar í Krossinum séu haldnir illum anda. Ég er ekki alveg klár á því hvað það þýðir. Held helst að sá sem er haldinn illum anda hafi lent í klóm djöfulsins og djöfullinn ráði gjörðum hans. Hugsanlega með illt í huga.
Ef að minn skilningur er réttur þá þýðir þetta að djöfullinn eigi þrjá fulltrúa í Krossinum. Djöfullinn er þá í Krossinum. Það er ekki gott. Og alls ekki gott til afspurnar. Ég hef áhyggjur af þessu.
.
Einar S. Ólafsson lýsir fundi í Krossinum þannig: "Það þyrfti ekkert áramótaskaup ef þessi safnaðarfundur yrði sendur út í staðinn."
Ingibjörg Guðnadóttir segir þetta hafa verið ósköp venjulegan fund. Venjulegur fundur í Krossinum er á við áramótaskaup. Alltaf fjör. Alltaf gaman. Það er ekkert að því. Nema kannski þetta með djöfulinn.
.
Safnaðarfundurinn venjulegi er til á myndbandi. Sjónvarpið getur sparað hellings pening með því að sýna myndbandið í stað hefðbundins áramótaskaups með dýrum leikurum og öðrum tilfallandi kostnaði. RÚV þarf að spara. Laun og bílakostnaður útvarpsstjóra kalla á það. Hrópa á það.
.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Spaugilegt, Trúmál, Viðskipti og fjármál | Breytt 21.7.2012 kl. 14:42 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Hver er uppáhalds Bítlaplatan þín?
Please Please Me 10.6%
With The Beatles 3.9%
A Hard Days Night 3.7%
Beatles For Sale 3.9%
Help! 6.5%
Rubber Soul 8.8%
Revolver 15.0%
Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band 14.3%
Magical Mystery Tour 2.5%
Hvíta albúmið 9.7%
Let It Be 2.1%
Abbey Road 17.1%
Yellow Submarine 2.1%
434 hafa svarað
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Passar hún?: Stefán, eins og svo oft ber enginn ábyrgð! jensgud 23.1.2025
- Passar hún?: Önnur og verri saga: ,, Litlu leikskólabörnin urðu fárveik af ... Stefán 22.1.2025
- Passar hún?: Jóhann, heldur betur! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Já þessar jólagjafir eru stundum til vandræða......... johanneliasson 22.1.2025
- Passar hún?: Sigurður I B, góð saga! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Bjarki, svo sannarlega! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Þetta minnir mig á... Manninn sem keypt sér rándýrt ilmvatn (ef... sigurdurig 22.1.2025
- Passar hún?: Ömmurnar eru með þetta, takk fyrir mig Jens bjarkitryggva 22.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 127
- Sl. sólarhring: 685
- Sl. viku: 1285
- Frá upphafi: 4121667
Annað
- Innlit í dag: 119
- Innlit sl. viku: 1102
- Gestir í dag: 118
- IP-tölur í dag: 117
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Þetta eru bara ruglokollar, í fjölskyldufyrirtækinu hans Gudda. Er ekki fyndið að það er komið fjölskyldufyrirtæki í kringum persónulega trú.. já og jafnvel ríkisbákn hahah, það er áramótaskaupið
DoctorE (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 10:11
Hahaha þeir eru samir við sig trúarnöttararnir say no more say no more.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.7.2012 kl. 10:59
Ég skil aldrei af hverju fólk heldur að það sé tekið alvarlega ef það notar orð eins og trúarnöttarar. Ásthildur hefur eflaust engar sérstakar áhyggjur af því að þessi kommentfærsla hennar sé tekin alvarlega, en ég er meira að tala um svona almennt. Það segir mér rosalega mikið um fólk þegar það notar svona orðalag um hvern sem er. Er ekkert sérstaklega að fjalla um trúmál hérna. Svona orðalag lýsir meira fordómum en einhverju öðru. Ef fólk væri ekki raunverulega fordómafullt og hefði haft fyrir því að spjalla t.d. við trúað fólk í þessu tilfelli, þá vissi það alveg að þetta er bara venjulegt fólk að mestu leyti en hefur ákveðnar skoðanir , og ætti ekki að leyfa sér að tala svona um fólk.
Af (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 12:45
Það er allt of mikið um að trúað fólk fær ekki að lýsa sinni eigin trú sjálft.
Það koma aðrir aðvífandi og eru þá álitsgjafar um trú annarra.
Það þarf alltaf að setja spurningamerki við, þegar einhverjir tala eða skrifa um aðra trú en þeir sjálfir aðhyllast.
Er það skrifað til að spotta þá trú eða gjöra lítilfjörlega. Eða er það gert með skilningi og samúð fyrir tiltekinni trú.
Þetta skiptir öllu máli. Að vilja hafa það sem sannara reynist.
Ari fróði var hallur undir það og þótti það gott veganesti.
Ég sé víða einhvern álitsgjafa sem kallar sig DoctorE og hann er ekki beint vinsamlegur þegar trú er annars vegar.
Samt finnur hann hvöt hjá sér til að koma með sitt álit á trúmálum af öllu tagi.
Greinilega ekki gert með góðan ásetning í farangrinum.
Hafi DoctorE einhverja lífsskoðun yfirleitt, sem virðist vera, miðað við trúarhitann, þá ætti hann hreinlega að kynna þessa lífsskoðun fyrir okkur.
Þannig fengjum við innsýn í hans heimssýn og gætum metið hvað í henni hugnast okkur sjálfum.
Það eru miklu betri skoðanaskipti heldur en þetta bitra nagg í ýmsar trúarskoðanir sem fólk tileinkar sér.
Sigurður Alfreð Herlufsen, 21.7.2012 kl. 13:50
DoctorE, það er gott að fólk finni tilgang með tilveru sinni. Skemmtilegast er að það sé gefandi tilgangur sem gefur lífinu fyllingu. Ennþá skemmtilegra er að það sé líka gaman. Það er hollt að hlæja og skemmta sér.
Jens Guð, 21.7.2012 kl. 14:49
Ásthildur Cesil, takk fyrir innlitið.
Jens Guð, 21.7.2012 kl. 14:50
Af, þetta er allt í léttum dúr. Það er svo gaman.
Jens Guð, 21.7.2012 kl. 14:51
Sigurður Alfreð, það er iðulega gaman að doksa. Það er lítið gaman ef allir væru alltaf sammála um allt.
Jens Guð, 21.7.2012 kl. 14:53
Það er auðvitað djöfullinn sem veldur fjörinu í Krossinum, eða eins segir í sálminum: ""klammaríi hann kom af stað hvar sem hægt var að upprífa það".
Sigurður Þór Guðjónsson, 21.7.2012 kl. 15:12
Ég skil ekkert í Satan að vera að fikta í Krossinum, ég er viss um að þetta lið sé fullfært um að rústa þessum söfnuði með engri hjálp frá Satan.
Grrr (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 16:12
Það er aldrei gott ef tilgangur lífsins er ekkert nema lygasaga.
Já Sigurður þetta bitra nagg kæmi betur út ef ég væri í furðufötum og í skrauthöll á kostnað ríkisins... seljandi fólki extra líf með einræðisherranum í geimnum.
Þetta bitra nagg kæmi betur út ef ég hótaði fólki pyntingum, ef ég hótaði fólki að myrða börnin um komandi kynslóðir ef það fylgdi ekki því sem ég segði.
Þú tókst væntanlega ekki eftir þessu í biblíunni.. sást það ekki fyrir extra lífið í lúxus fyrir þíg
DoctorE (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 16:17
Hvað verra gæti hugsanlega komið fyrir bísnessinn í Krossinum en það að Djöfsi myndi snúa við blaðinu og frelsast ?
Fyrie hvað ættu menn að borga þaðan í frá ?
Nema sá gamli yrði fenginn til að sjá um skemmtiatriðin...ef hann er ekki nú þegar undirverktaki hjá þeim.
Sólrún (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 17:37
Jens. Það er ekkert vit í þessu trúarrugli. Um leið og valdabarátta og illindi eru til staðar, þá eru komin skýr merki um að trúar-brögð eru í tafli.
Alvöru trú er nefnilega einungis kærleiksrík og góð, og þrífst ekki á illindum og valdagræðgi.
Það væri því best að breyta nafninu á þessu fyrirbrigði sem kallast Krossinn, úr trúarsamtökum og í valda og heilaþvotta-samtök.
Raunveruleg kærleikstrú á ekkert skylt við svona valdagræðgi-siðblindan samkomustað, eins og Krossinn virðist vera.
Mér líst vel á að sjónvarpa frá þessu rugli á áramótunum, því það eflir okkur öll að geta hlegið að rugli. Páll hinn heilagi RÚV-guð, getur þá kannski haldið bílnum sínum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.7.2012 kl. 17:50
There once was a Bishop of Treet
Björn Emilsson, 21.7.2012 kl. 19:33
There once was a Bishop of Treet
Who decided to be indiscreet
But after one round
To his horror he found
You repeat, and repeat, and repeat.
There was a young monk from Siberia
Whose morals were very inferior,
He did to a nun
What he shouldn't have done,
And now she's a Mother Superior
Limerick
Björn Emilsson, 21.7.2012 kl. 19:40
Hahahaha Björn er þetta Írskt? skemmtilegur kveðskapur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.7.2012 kl. 20:15
Er einhver möguleiki að rökræða um trú? Mér finnst það fáránleg hugmynd.
Í sjónhimnu augans eru tveir flokkar ljósnæmra frumna, stafir sem nema í svörtu og hvítu og keilur sem nema í lit, ólíkar gerðir þeirra skynja sinn litinn hver.
Í mönnum eru þrjár gerðir keilna, í fuglum eru þær fjörar. Hvílík litadýrð sem fuglarnir hljóta að sjá. Hvernig ætli rökræður milli manna og fugla væru ef þeir skildu hverjir aðra?
Aðalsteinn Geirsson (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 22:27
Elsku Asthildur.. Já það er margt skemmtileg í þessari bók....
There was a young lady of Spain
Who took down her pants on a train.
There was a young porter
Saw more than he orter,
And asked her to do it again.
There once was a dentist named Stone
Who saw all his patients alone.
In a fit of depravity
He filled the wrong cavity,
And now, how his practice has grown
A chippy whose name was O'Dare
Sailed on a ship to Kenmare,
But his cute little honey
Had left home her money
So she laid the whole crew for the fare.
The limerick is, and was originally, an indecent verse-form. Known to everyone, but is paternity admitted by very few, the bawdy limerick has held its place now, for exactly a century, as the chosen vehicle of cultivated, if unrepressed , sexual humor in the English language.
The limerick metre was, in fact , very commonly used in songs in the Irish language, usually dedicated to liquor, love, or patriotism throughout the the eighteen century.
Bókin mín er gefin út af BELL PUBLISHING COMPANY NEW YORK
Björn Emilsson, 21.7.2012 kl. 22:41
Elsku Asthildur.. Já það er margt skemmtileg í þessari bók....
There was a young lady of Spain
Who took down her pants on a train.
There was a young porter
Saw more than he orter,
And asked her to do it again
++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++
There once was a dentist named Stone
Who saw all his patients alone.
In a fit of depravity
He filled the wrong cavity,
And now, how his practice has grown
+++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++
A chippy whose name was O'Dare
Sailed on a ship to Kenmare,
But his cute little honey
Had left home her money
So she laid the whole crew for the fare.
The limerick is, and was originally, an indecent verse-form. Known to everyone, but is paternity admitted by very few, the bawdy limerick has held its place now, for exactly a century, as the chosen vehicle of cultivated, if unrepressed , sexual humor in the English language.
The limerick metre was, in fact , very commonly used in songs in the Irish language, usually dedicated to liquor, love, or patriotism throughout the the eighteen century.
Bókin mín er gefin út af BELL PUBLISHING COMPANY NEW YORK
Björn Emilsson, 21.7.2012 kl. 22:45
Sigurður Þór, góður!
Jens Guð, 21.7.2012 kl. 23:30
Grrr, Krossinum verður ekki rústað. Hann tvíeflist undir svona kringumstæðum. Hefur þú tekið eftir því að í mörgum leturtegundum er kross miðstafurinn þegar nafnið satan er skrifað?
Jens Guð, 21.7.2012 kl. 23:33
DoctorE, það skal ekki vanmeta lygasögur. Því síður gamlar þjóðsögur. Síst af öllu frá Arabíu.
Jens Guð, 21.7.2012 kl. 23:34
Sólrún, bissnessinn finnur sér alltaf farveg. Sama hvað á dynur.
Jens Guð, 21.7.2012 kl. 23:36
Anna Sigríður, það má blanda þessu öllu saman og fá út úr því góða skemmtun.
Jens Guð, 21.7.2012 kl. 23:38
Björn (#15), takk fyrir þetta skemmtilega kvæði.
Jens Guð, 21.7.2012 kl. 23:39
Ásthildur Cesil (#16), mér datt einmitt líka í hug að þetta væri írskt kvæði.
Jens Guð, 21.7.2012 kl. 23:40
Aðalsteinn, sumir páfagaukar eru viðræðuhæfir. Það er rosalega gaman að þeim. Sonur minn átti einn slíkan. Páfagaukurinn kom ítrekað á óvart með óvæntum skemmtilegheitum.
Stundum gerði hann mikinn hávaða og baðaði út vængjum. Þá var venja að setja hann inn í búrið sitt og tilkynna honum að þar verði hann þangað til hann verði rólegur.
Eitt sinn er hann tók upp á þessu var annar sonur minn eitthvað upptekinn í tölvu en kallaði til páfagauksins: "Heyrðu, þetta gengur ekki."
Páfagaukurinn lét þegar af hávaðanum en svaraði: "Ég skal skammast mín og fara í búrið." Sem hann gerði og hafði hljótt um sig.
Á öðrum bæ var páfagaukapar. Kvenpáfagaukurinn fann ávöxt og fór að kroppa í hann. Karlpáfagaukurinn færði sig hikandi nær (kvenpáfagaukurinn er skass mikið) og spurði á mannamáli: "Má ég fá bita?"
Kellingin svaraði: "Nei, láttu vera."
Kallinn: "Þá fer ég í fýlu." Svo fór hann inn í búrið þeirra og lét lítið fyrir sér fara á meðan kella át ávöxtinn.
Þetta eru sannar sögur og ég kann margar fleiri.
Jens Guð, 21.7.2012 kl. 23:53
Takk Björn og líka Jens þetta er reyndar afar skemmtilegt. Takk fyrir mig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.7.2012 kl. 01:07
Björn (#18), þetta er ljóðform sem ég man ekki í augnablikinu hvað heitir en mig minnir að Þorsteinn Valdimarsson hafi kynnt til sögu hérlendis. 5 línur í beit og sú fimmta tekur rím með þeim 2 fyrstu.
Jens Guð, 22.7.2012 kl. 02:41
Heill og sæll Jens Guð (legi) - og aðrir ágætir gestir, þínir !
Jens - Björn Emilsson og Ásthildur Cesil !
Í Guðanna bænum; ekki hrósa Írsku Hundingjunum, einhverju ómerkilegasta leiguþýi og þrælaliði Þjóðverja og Frakka, innan Evrópusambandsins, gott fólk.
Og; eru meðal okkar helztu fjenda, í nágrannaálfunni Evrópu í dag, sbr. Makríl - Hvalveiðar, sem annað !
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 15:14
Björn (#19), ég sé það þarna í texta þínum að þetta ljóðform heitir limra. Takk fyrir fróðleikinn.
Jens Guð, 23.7.2012 kl. 00:14
Ásthildur Cesil (#28), ég tek undir það að þetta eru ljómandi skemmtileg kvæði.
Jens Guð, 23.7.2012 kl. 00:15
Óskar Helgi, ég skal hafa þetta í huga.
Jens Guð, 23.7.2012 kl. 00:16
Spurt er hvort djöfullinn sé í Krossinum ? - lítið lamb með nafninu Jónína var leitt inn í krossinn, ekki til slátrunar, heldur virðist lambið vera að slátra öllu.
Stefán (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 08:25
Dagurinn sem fólk borgar fyrstu krónuna í trúarbrögð.. er dagurinn sem fólk lætur taka sig ósmurt í rassgatið.. það getur vel verið að einhverjum finnist það gott.. en það er bara placebo
DoctorE (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 11:48
Stefán, það er eitthvað óljóst með þetta allt saman. Gunnar segist ekki einu sinni vita hvort hann sé ennþá í Krossinum eða ekki.
Jens Guð, 23.7.2012 kl. 22:22
DoctorE, það fá margir "kick" út úr því að setja í baukinn hjá trúfélagi. Mikið "kick". Annars myndu ekki svona margir borga í baukinn.
Jens Guð, 23.7.2012 kl. 22:24
Ef þú heldur við séum ein hér, og eigum enga óvini,......láttu þig dreyma. Ef þér finnst svo andlega vandamál annars fólks, hvort sem eru náttúrulegs eða yfirnáttúrulegs eðlis vera aðhlátursefni, ...............þá ættir þú sjálfur kannski að fara í særingar að geta hlegið að slíku,...eða að minnsta kosti í sálfræðimeðferð við siðblindu (það að þig skorti eðlilega samúð með þjáningum annarra bendir sterklega til siðblindu.)
Jónatan (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 11:11
Látið ykkur annars ekki dreyma að þetta sé einskorðað við Krossinn. Jafnvel kaþólska kirkjan hefur særingarmenn, og það koma hundruðir manns árlega til Sálarrannsóknarfélags Íslands og allra hinna sálarrannsóknarfélaganna /miðlanna í andasæringar þangað (sem fólkið í Krossinum myndi nú bara segja gerði illt verra.) Í Afríku, Asíu og Suður Ameríku eru heilu þjóðfélögin þar sem hver einasti maður trúir heitt á þetta. Evrópumaðurinn er eins og hann er afþví kaþólska kirkjan laðaði að sér andlega næmt fólk í klaustrin, og þar með minnkaði bæði greind (því þetta var eina lærða fólkið, og oft það hæfileikamest og námsfúsasta), svo og andlegir hæfileikar og næmni vestrænna manna, því þeir sem báru "næmu" genin dóu út í klaustrunum. Ísland er með smá af þessu ennþá afþví hér var lítið farið eftir fyrirmælum kirkjunnar og klaustur fá.
Jónatan (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 11:16
Í dag þykir fínt að henda gaman að trú hvers konar og yfirnáttúrulegum upplifunum, afþví það þykir "Evrópskara". Minnimáttarkenndin gagnvart Dönum hefur nú flutt sig yfirhafið til Þýskalands og enn sunnar, og snobbaða, hálfmenntaða Íslendinga dreymir marga hverja um að vera Evrópumenn. Þá er um að gera að vera "gáfulegur" með því að gera sem mest lítið úr upplifum annars fólks, og setja sig í dómarasæti yfir þær, eins og besserwisseranna í Evrópu er siður. Íslendingurinn skilur ekki afhverju Evrópumaðurinn er eins og hann er. Litli Jón sem sá drauga, eða dreymdi engla, skriftaði það fyrir prestinum eins og önnur góð börn, og presturinn hvatti mömmu og pabba til að senda hann í klaustur, til að láta hann "menntast" því hann væri svo gáfaður, en það var í raun næmni drengsins sem vakti áhuga prestsins (en þá fóru gáfur og næmni nær alltaf saman). Í dag hafa þessi gen hægt en örugglega verið siktuð úr Evrópumanninum, og eftir stendur holur og innantómur, leiðinlegur og þurr flokkur manna, sem mun fækka verulega í framtíðinni, og það er gott. Þeir Íslendingar sem hafa vit á að halda sig fjarri og aðskilja sig þessum sálarlausu arðræningjum og kúgurum mannkynsins mun farnast vel. Hinir sem vilja taka þátt í hrokanum og hlægja að öllu sem heilagt er, þeir brenna upp til agna með Brussel þegar betri tímar taka við.
Jónatan (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 11:22
Jónatan, það er margt til í þessu hjá þér.
Jens Guð, 24.7.2012 kl. 12:28
Takk. Ekki taka þetta of persónulega, var kannski of harðorður og á til sjálfur að henda gaman að öðrum. Í raun eru fríkirkjurnar einu minnihlutahópar Íslands sem verða fyrir raunverulegu og stanslausu aðkasti. Fríkirkjur af þessu tagi eru raunverulegir minnihlutahópar, og heittrúarmenn, af kristna taginu, voru víða ofsóttir í Evrópu lengi, og enduðu margir á því að flýja til Ameríku (sem útskýrir arfgengt "trúarofstæki" þeirrar þjóðar, flestir gamalgrónir Bandaríkjamenn af Evrópskum uppruna eru afkomendur brottflúinna "trúarofstækismanna" sem blönduðust svo öðru fólki. Svona hlutir erfast eins og hvað annað.)
Varðandi krossinn, þá er hann ekki tákn kristinna manna afþví þetta sé aftökutækið, heldur af því þetta er fornt og mikilvægt sól tákn. Ef þú ferð að lesa C S Lewis og kenningar hans um kristna trú þá ferðu að skilja um hvað er að ræða. Er ekki skoðanabróðir hans, en hann gæti komið þér á sporið. Segi ekki meira. Kristin trú er til í mörgum lögum. Trú páfans er ekki sú sama og trú almennra fylgismanna hans. Kaþólska kirkjan var og er byggð upp á sama hátt og leynifélag. Kardinálar "vita" meira en almennir prestar, og "almenningur" á að vita sem minnst. Kristinndómurinn er ekki það sem hann virðist í fyrstu. Hann er ekki einfaldlega áframhald heiðindóms nei, sóltáknið hefur aðra merkingu fyrir þeim, en það er sólin en ekki drápstólið sem merkið vísar í engu að síður.
Jónatan (IP-tala skráð) 5.8.2012 kl. 20:39
Jónatan, ég tek ekkert persónulega. Þetta er allt í léttum dúr. Takk fyrir fróðleiksmolana.
Jens Guð, 6.8.2012 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.