Hljómsveitin The Beatles The Next Generation

 

  Fyrir nokkrum vikum vakti heimsathygli frétt um ađ synir Bítlanna vćru ađ hefja samstarf,  stofna hljómsveit, undir nafninu Nćsta kynslóđ Bítlanna (The Beatles The Next Generation).  Ţađ var sonur Pauls McCartneys,  James McCartney (34 ára), sem átti hugmyndina.  Hann viđrađi hugmyndina viđ syni annarra Bítla.  Zak, eldri sonur trommuleikarans,  Ringos,  var ekki áhugasamur.  Né heldur Julian,  eldri sonur Johns Lennons. 

Ekki var öll nótt úti ţrátt fyrir drćmar undirtektir.  Sean (36 ára),  yngri sonur Johns Lennons, tók vel í hugmyndina.  Líka Jason (34 ára),  yngri sonur Ringos.  Svo og Dhani (33 ára),  einkasonur Georges Harrisons. 

  Ţar međ voru synir allra Bítlanna tilbúnir ađ taka ţátt í tilrauninni.  
 .
  John Lennon var söngvari og gítarleikari Bítlanna.  Sean Lennon syngur og er flinkur gítarleikari.  Paul McCartney var söngvari og bassaleikari Bítlanna.  James syngur og spilar á gítar.  Hann er liđtćkur á bassa,  eins og Sean.  George Harrison var gítarleikari Bítlanna.  Dhani er flinkur á gítar.  Hann getur líka sungiđ.  Ringo var trommari Bítlanna.  Jason spilar á trommur.
.
.
  Bítlarnir eru stćrsta nafn rokksögunnar.  Hvort sem litiđ er á plötusölu eđa áhrif.  Ţađ getur ekki hver sem er hlaupiđ í ţeirra skarđ.  Enginn getur endurtekiđ ţeirra afrek.  Enda var ţađ ekki hugmynd James McCartneys.  En ţađ stendur engum nćr ađ endurskapa eitthvađ í anda Bítlanna en sonum Bítlanna.
.
  Mörgum spurningum er ósvarađ.  Synir Bítlanna standa frammi fyrir risa áskorun.  Á hljómsveit ţeirra ađ vera eftirhermuhljómsveit sem krákar (cover songs) gömul Bítlalög?  Eđa á hljómsveit ţeirra ađ gera eitthvađ á eigin forsendum?  Seinni kosturinn er vćnlegri.  Kannski í bland viđ fyrri kostinn.
.
  Hugmyndinni um hljómsveitina Nćsta kynslóđ Bítlanna hefur veriđ illa tekiđ af Bítlaađdáendum.  Mjög illa.
  Breska blađakonan Jan Moir spyr hćđnislega:  "Eiga Yoko Ono og Heather Mills ađ syngja bakraddir?  Here comes the sons - Let It Be."  
.
  Jan bendir á ađ ekki einu sinni Bítlarnir sjálfir hafi haft áhuga á ađ endurreisa Bítlana eftir ađ sú hljómsveit hćtti 1969 (formlega hćtti hún 1970). 
  Synirnir hafa allir veriđ ađ fást viđ músík en áhugi á ţeirra músík er lítill. 
.
  Jan segir ţađ vera hrópandi ađ ţeir tveir synir Bítla sem hafi náđ árangri í músík vilji ekki vera međ í The Beatles The Next Generation:  Julian Lennon og Zak Starkey.  Julian hefur átt lög á vinsćldalistum.  Zak hefur gert ţađ gott sem trommar The Who og Oasis. 
  Líklegt má telja ađ í huga fólks verđi The Beatles Next Generation hljómsveit lúseranna.  Lúseranna sem nú eru eldri en ţegar feđur ţeirra hćttu í Bítlunum.  Og mörgum árum eldri en ţegar feđur ţeirra lögđu heiminn ađ fótum sér sem Bítlar.
.
  Í breska dagblađinu Daily Mail er dregiđ fram ađ ađ nokkrum dögum áđur en James McCartney viđrađi hugmyndina um The Beatles The Next Genereation hélt Paul fađir hans ţví fram ađ hver sú hljómsveit sem reyndi ađ líkja sér viđ Bítlana vćri ađ "kyssa dauđann" (kiss of death).
.
  Synir Bítlanna eru allir í góđu sambandi hver viđ annan.  Ţeim er vel til vina.  Ţađ var ţess vegna ekki óvćnt ađ ţeir veltu fyrir sér möguleika á samstarfi.  Ţeir eru hins vegar hikandi viđ ađ hrinda hljómsveitinni The Beatles The Next Generation úr vör.  Kannski hafa viđbrögđ almennings á síđum dagblađa og netmiđla kćft hugmyndina í fćđingu.
. 
  James McCartney og Sean Lennon hafa sent frá sér sitthvorar tvćr sólóplötur.
  Hér krákar James gamlan Neil Young slagara:
   
  Sean syngur lag eftir pabba sinn:
 Dhani ađ leika sér:
Hér eru öll börn Bítlanna:
  Ef hljómsveitin The Beatles The Next Generation kemst á koppinn er upplagt fyrir hana ađ ćfa og gera út frá Íslandi.  James og Jason eru búsettir í Bretlandi en Dhani og Sean í Bandaríkjunum.  Ísland er mitt á milli.  Dhani og Sean eru hvort sem er međ annan fótinn á Íslandi.  Dhani giftur íslenskri konu,  dóttur Kára Stefánssonar.  Feđur James og Jasons eru sömuleiđis hagavanir á Íslandi.  Einkum Ringo,  sem ýmist trommar međ Stuđmönnum eđa kveikir á Friđarsúlunni í Viđey međ Sean og ţeir taka lagiđ í Háskólabíói međ Plastic Ono Band.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norđkvist

Ađspurđur á sínum tíma hvort hann, George og Ringo myndu endurvekja Bítlana sagđi Paul ađ án Johns vćru ţeir ţrír ekki Bítlarnir. Ef ţeir kćmu saman yrđi ţađ band nefnt Ţrítlarnir. Hćfileikaminni synir Bítlanna myndi ekki skila betri útkomu sem einhver uppfćrsla af Bítlunum.

Theódór Norđkvist, 22.7.2012 kl. 00:01

2 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Takk fyrir ţennan fróđleik og frábćrar myndir.

Sigurđur I B Guđmundsson, 22.7.2012 kl. 00:23

3 Smámynd: Jens Guđ

  Theódór,  gott svar hjá Paul.  Ţađ var dáldiđ grín gert ađ svari George viđ spurningu um endurkomu Bítlanna eftir ađ John var myrtur.  Svar hans var eitthvađ á ţá leiđ ađ svo lengi sem John vćri dáinn myndu Bítlarnir ekki verđa endurreistir.  Gríniđ gekk út á ađ ţá ţyrfti ađeins ađ endurlífga John og hindranir vćru úr vegi. 

  Mér ţykir gaman ađ hlera ţađ sem Bítlasynir eru ađ gera í músík.  Sumt ágćtt.  En ţađ var sjarmi yfir Bítlunum,  sjarmi sem var um margt bundinn viđ tíđarandann er hljómsveitin starfađi.  Eftir á ađ hyggja hćttu Bítlarnir á réttu augnabliki.  Ţađ var eins og margt sem ţeir gerđu:  Ţeir voru réttir menn á réttum stađ á réttum tíma.  Síđasta hljóversplata ţeirra,  Abbey Road, og fyrstu sólóplötur ţeirra benda til ţess ađ ţeir áttu kannski 2 - 3 ár eftir í besta falli til ađ standast tímans tönn og ţá framţróun sem var í músík um 1970.  Ţađ er ađ segja til ađ standast samanburđ viđ ţađ besta á ţeim tíma (Led Zeppelin til ađ mynda).  

  Synir Bítlanna geta aldrei stađist samanburđ viđ Bítlana.  Ţađ er klárt.

Jens Guđ, 22.7.2012 kl. 00:52

4 Smámynd: Jens Guđ

  Sigurđur I.B.,  ţetta eru skemmtilegar vangaveltur.

Jens Guđ, 22.7.2012 kl. 00:53

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Takk fyrir ţetta Jens, gott ađ hvíla frá fullveldis-baráttunn.

Helga Kristjánsdóttir, 22.7.2012 kl. 03:58

6 Smámynd: Jens Guđ

  Helga,  ţađ er alltaf gott ađ taka smá pásu frá amstri dagsins og hlusta á Bítlana.  Í og međ til ađ pćla í hvađ ţeir voru góđir söngvahöfundar og djarfir í ađ fara ótrođnar slóđir í útsetningum.  Og allt gekk ţađ upp í tilraunagleđi ţeirra. 

Jens Guđ, 22.7.2012 kl. 04:05

7 Smámynd: Jens Guđ

  Strákarnir,  synina, skortir svo margt sem snýr ađ ţeim galdri sem gerđi Bítlana ađ ţví stórveldi sem ţeir urđu,

Jens Guđ, 22.7.2012 kl. 04:08

8 Smámynd: Sólveig Ţóra Jónsdóttir

Ţakka ţér fyrir góđan pistil og myndböndin. Ég er nú ekki frá ţví ađ ţessir afkomendur Bítlanna gćtu orđiđ nćsta "ćđiđ" í tónlist. Okkur vantar ţađ. Ţađ er ekkert ađ ske ţannig lagađ í heiminum í dag.

Sólveig Ţóra Jónsdóttir, 22.7.2012 kl. 05:33

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

FLott hugmynd, svo er ađ sjá hvađ verđur.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 22.7.2012 kl. 12:46

10 identicon

Ţađ fer ekki á milli mála ađ Bítlarnir einu og sönnu voru miklir afburđa tónlistarmenn og miklum hćfileikum gćddir hvađ tónlistargjöfina varđar, bćđi í sköpun og flutningi. Ég hef ţví alveg trú á ađ "genísk" arfleiđ skili sér og alveg ágćtis músík gćti komiđ frá ţeim félögum, synum Bítlanna. En ţađ er bara svo miklu meira sem spilar ţarna inn í, t.d. ţjóđfélagsbreytingar, tíđarandinn, unglingurinn verđur til međ tilheyrandi ungdómsbyltingu, börn fyrstu kynslóđar eftir stríđ ryđur sér til rúms og uppgötvar eigin eiginleika í samfélaginu og gerir uppreisn gegn ríkjandi gildum osvfr. Ţá má ţví glögglega segja ađ Bítlarnir hafi veriđ rétta bandiđ á háréttum tíma ţegar ţeir brutust fram á sjónarsviđiđ međ sína hćfileika og músíkin var notuđ sem eitt helsta vígi og vopn ćskunnar. Eins og Lennon sagđi sjálfur: "Viđ vorum bara band sem var mitt inní hvirfilbylnum sem var ađ eiga sér stađ á međal vestrćnnar ćsku, og ţađ vildi svo til ađ viđ sáum land álengdar ţegar viđ svömluđum á flekanum okkar, ungdómurinn sá svo ţetta land í okkur og gerđi út á ţađ". Ţessi saga getur aldrei endurtekiđ sig á sama hátt, ţannig ađ synir Bítlanna geta aldrei fetađ í ţeirra fótspor, en ţađ getur veriđ áhugavert ađ heyra hvađ kemur frá ţeim tónlistarlega séđ, ţó sumir segi ađ ţetta séu nánast helgispjöll ađ stofna svona band og hálf aumkunarverđ framsetning á öllu ferlinu. En, Jens, ég var búin ađ segja ţeir frá BA-ritgerđinni minni um ungdómsbyltinguna á sjöunda áratugnum í kjölfar Bítlanna sem ţú hafđir áhuga á ađ nálgast, en hún er víst ekki fáanleg á netinu í Skemmunni hjá Ţjóđbókahlöđunni, en hún var skrifuđ áriđ 2003 og ekki byrjađ ađ senda á netiđ. En ég var ađ finna hérna aukaeintak sem ég get látiđ ţig hafa. 

Eiríkur Einarsson (IP-tala skráđ) 22.7.2012 kl. 13:20

11 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=58Amodaf-g8

Frábćrt hvađ sumir eldast vel :)

http://www.youtube.com/watch?v=6H_CF1IKCN8

Sólrún (IP-tala skráđ) 22.7.2012 kl. 19:37

12 Smámynd: Jens Guđ

  Sólveig,  ţađ er rétt ađ ţađ er ekkert sérstakt í gangi í músíkbransanum í dag,  samanboriđ viđ rokksprengjuna á sjötta áratugnum,  Bítlaćđi sjöunda áratugarins,  pönkbyltinguna á áttunda áratugnum eđa gruggbylgjuna á tíunda áratugnum.  Ég hef samt ekki trú ađ ađ afkomendur Bítlanna starti neinni senu.

Jens Guđ, 24.7.2012 kl. 23:02

13 Smámynd: Jens Guđ

  Ásthildur Cesil,  ég hef grun um ađ neikvćđ viđbrögđ almennings og Bítlaađdáend kaffćri ţessa hugmynd.

Jens Guđ, 24.7.2012 kl. 23:03

14 Smámynd: Jens Guđ

  Eiríkur,  ég kvitta undir ţínar hugleiđingar.

Jens Guđ, 24.7.2012 kl. 23:05

15 Smámynd: Jens Guđ

  Ég verđ ađ bćta viđ ađ oft hefur í sögu rokksins eitthvađ komiđ úr óvćntri átt.  Bítlarnir eru gott dćmi.  Ţegar ţeir komu fram hafđi bandríski músíkmarkađurinn lagt undir sig heimspoppiđ.  Ţađan kom blúsinn,  rythma-blúsinn,  rokkiđ, rokkabillýiđ, twistiđ, soul-iđ og svo framvegis.  Bandaríski markađurinn var allsráđandi.

  Fram ađ tilkomu Bítlanna höfđu margar músíkbylgjur riđiđ yfir og fjarađ út án ţess ađ vera endurvaktar.  Bítlarnir sem rokkhljómsveit kom fram á sjónarsviđ eftir ađ rokkiđ hafđi ađ mestu horfiđ.

  Ţađ var nánast súrrealískt á ţeim tímapunkti ađ skólahljómsveit frá hafnarborginni litlu Liverpool á Englandi kćmi eins og stormsveipur inn á markađinn međ rokk og legđi undir sig heimsbyggđina.  Valtađi ekki ađeins yfir London-gengiđ heldur allan breska músíkmarkađinn og nánast einokađi bandaríska markađinn.  1964 áttu Bítlarnir í júní 6 af 6 efstu lögum á bandaríska vinsćldalistanum.  Í árslok 1964 áttu Bítlarnir 60% af öllum seldum plötum Í Bandaríkjunum.   

Jens Guđ, 24.7.2012 kl. 23:18

16 Smámynd: Jens Guđ

  Sólrún,  Ringó er ótrúlega sprćkur.  Kominn á sjötugsaldur og er eins og unglingur.

Jens Guđ, 24.7.2012 kl. 23:18

17 Smámynd: Jens Guđ

  Ţví má bćta viđ ađ hann var meira og minna veikur sem barn og stríddi viđ veikindi fram eftir aldri.

Jens Guđ, 24.7.2012 kl. 23:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband