Besta sjómannaplata sögunnar

  Ein merkasta hljómsveit rokksögunnar var bandaríska The Byrds.  Hún sameinaði það sem hæst bar í bandarískri þjóðlagamúsík á fyrri hluta sjötta áratugarins (Bob Dylan,  Joan Baez,  Peter, Paul & Mary...) og breska Bítlarokkið.  Frábær hljómsveit sem síðar leiddi framsækið Bítlarokk yfir í raga (indverskt popp),  kántrý,  space-rokk og sitthvað fleira.

  Forsprakki The Byrds var alla tíð Roger McGuinn.  Magnaður gítarleikari sem fór meðal annars á kostum í  Eight Miles High

  Margir telja þetta vera einn af hápunktum hipparokks sjöunda áratugarins.  Hljómsveitin The Byrds hafði djúpstæð áhrif á samtímahljómsveitir.  Ekki síst Bítlana.  En hún tók einnig mörg óvænt hliðarspor sem á þeim tíma ollu hneykslan.  Ekki síst með kántrý-plötunni Sweetheart of the Rodeo

 

    Á undaförnum árum hefur forsprakki The Byrds,  Roger McGuinn,  sett sig í það hlutverk að varðveita og kynna gömul bresk og bandarísk þjóðlög.  Nýjasta plata hans heitir CCD.  Það er orðaleikur með enska orðið "sea" (sjór).  Þar flytur hann gamla enska, írska og bandaríska sjómannaslagara. 

  Fáir vita að Roger McGuinn er af dönskum ættum.  Amma hans er dönsk og hann heldur samskiptum við danska ættingja.  Það er önnur saga.

  Á plötunni "CCD" flytur Roger McGuinn 23 sjómannaslagara.  Hann raddar af lagni með sjálfum sér.  Tenórsöngrödd hans er ljúf í aðalrödd.  Hann heldur tryggð við þjóðlagastemmningu laganna.  Þetta er notaleg plata.  Falleg lög og hlýlegur órafmagnaður flutningur.  Alveg dúndur góð plata.  Besta sjómannalagaplata sögunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.