Besta sjómannaplata sögunnar

  Ein merkasta hljómsveit rokksögunnar var bandaríska The Byrds.  Hún sameinađi ţađ sem hćst bar í bandarískri ţjóđlagamúsík á fyrri hluta sjötta áratugarins (Bob Dylan,  Joan Baez,  Peter, Paul & Mary...) og breska Bítlarokkiđ.  Frábćr hljómsveit sem síđar leiddi framsćkiđ Bítlarokk yfir í raga (indverskt popp),  kántrý,  space-rokk og sitthvađ fleira.

  Forsprakki The Byrds var alla tíđ Roger McGuinn.  Magnađur gítarleikari sem fór međal annars á kostum í  Eight Miles High

  Margir telja ţetta vera einn af hápunktum hipparokks sjöunda áratugarins.  Hljómsveitin The Byrds hafđi djúpstćđ áhrif á samtímahljómsveitir.  Ekki síst Bítlana.  En hún tók einnig mörg óvćnt hliđarspor sem á ţeim tíma ollu hneykslan.  Ekki síst međ kántrý-plötunni Sweetheart of the Rodeo

 

    Á undaförnum árum hefur forsprakki The Byrds,  Roger McGuinn,  sett sig í ţađ hlutverk ađ varđveita og kynna gömul bresk og bandarísk ţjóđlög.  Nýjasta plata hans heitir CCD.  Ţađ er orđaleikur međ enska orđiđ "sea" (sjór).  Ţar flytur hann gamla enska, írska og bandaríska sjómannaslagara. 

  Fáir vita ađ Roger McGuinn er af dönskum ćttum.  Amma hans er dönsk og hann heldur samskiptum viđ danska ćttingja.  Ţađ er önnur saga.

  Á plötunni "CCD" flytur Roger McGuinn 23 sjómannaslagara.  Hann raddar af lagni međ sjálfum sér.  Tenórsöngrödd hans er ljúf í ađalrödd.  Hann heldur tryggđ viđ ţjóđlagastemmningu laganna.  Ţetta er notaleg plata.  Falleg lög og hlýlegur órafmagnađur flutningur.  Alveg dúndur góđ plata.  Besta sjómannalagaplata sögunnar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.