Skammaður eins og hundur af þriggja ára krakka

  Ég bý í Reykjavík.  Systir mín og hennar fjölskylda búa á Norðurlandi.  Um helgina hringdi systir mín í mig.  Yngstu börn hennar voru heima við og ömmustelpan hennar var í heimsókn.  Sú er á fjórða ári.  Eftir að hafa rætt við systir mína í dágóðan tíma heyri ég ömmustelpuna kalla og spyrja við hvern hún sé að tala.  Amman svaraði:  "Jens, bróðir minn."

  Stelpan hrópaði ákveðin:  "'Eg þarf tala við Jens!".  Ég varð dálítið undrandi að heyra þetta því að hún þekkir mig ekki.  Komin með síma ömmunnar í hendur sagði hún ábúðafull og skipandi við mig:  "Jens,  þú verður að bursta tennurnar!  Ekki hlusta á Karíus og Baktus!  Hlustaðu á mömmu þína!"    

  Stelpan sá nýverið leikritið um Karíus og Baktus.  Í hennar huga er greinilega bara einn Jens til.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Verður þú ekki bara að hlýða blessuðu barninu, þar sem lyktin finnst alla leið norður!!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 5.12.2012 kl. 14:46

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Yndislegt!. Ekkert toppar blessuð börnin.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.12.2012 kl. 19:08

3 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 5.12.2012 kl. 22:43

4 Smámynd: Jens Guð

   Sigurður I.B.,  ég tók frænku mína á orðinu og keypti tannsbursta á 20 þúsund kall í Elco.  Bölvað drasl þegar á reyndi. 

Jens Guð, 6.12.2012 kl. 01:45

5 Smámynd: Jens Guð

  Axel Jóhann,  þessi barnabörn og systkina ömmubörn eru dásemd.

Jens Guð, 6.12.2012 kl. 01:46

6 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  takk fyrir innlitið. 

Jens Guð, 6.12.2012 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband