Neyðarlegur misskilningur

  Þetta ku vera sönn saga.  Ljósmyndin styður það.  Þannig var að norska strandgæslan pantaði símleiðis tvær jólatertur frá tilteknu bakaríi.  Fyrirmælin voru þau að á tertunum ætti að standa "God Jul" á báðum tertunum.  Þegar á reyndi skilaði sér aðeins ein terta með áletruninni "God Jul på begge kakene".      

Norska strandgæslan-jólatertur

  Þetta rifjar upp satt atvik (frá fyrstu hendi) frá Akureyri fyrir mörgum árum.  Eiginmaður mætti að morgni í bakarí og pantaði rjómatertu.  Kona hans átti afmæli.  Hann sagðist sækja tertuna eftir vinnu upp úr klukkan 5.  Hann útlistaði fyrir bakaranema hvernig tertan átti að vera merkt.  Að ofan skyldi standa:  "Til hamingju með afmælið!".  Fyrir neðan vildi hann hafa: "Þú ert alltaf jafn falleg!" 

  Fyrirmælin komust ekki alveg til skila.  Þegar hann sótti tertuna stóð á henni:  "Til hamingju með afmælið að ofan!  Þú ert alltaf jafn falleg að neðan!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ha ha ha

Ásdís Sigurðardóttir, 11.12.2012 kl. 11:52

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Frá fyrstu hendi: Konan var að útskýra fyrir vinkonu sinni að hún væri ekki mjög trúuð, nánast trúleysingi. Vinkonan spurði mig hvort þetta væri satt. Ég sagði það ekki skipta máli því þegar ég væri búinn með mínar bænir bætti ég alltaf við: Og konan biður að heilsa!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 11.12.2012 kl. 17:03

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Frábært!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.12.2012 kl. 20:48

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha!!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.12.2012 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband